Vikan - 07.07.1960, Síða 35
boð. Nú er það vissa. Gúllí fór með
mér til læknisins
— Húrra ... nú skal þó aldeilis
haldið partí ...
— Nei, Jón ... láttu mig vera. Og
ekkert partí á næstunni. Ég verð að
hafa ró og næði.
— Fyrirgefðu, góða. Ég er hálf-
fullur enn, og svo þegar þetta kemur
nú í ofanálag. Heyrðu, — hvað sagði
Gúllí? Þótti henni karlinn bara ekki
déskotans ári kræfur?
— Jú, hún sagðist bara ekki trúa
þessu, fyrr en hún tæki á. Ég held
næstum þvi, að hún hafi haft mig
grunaðan um ...
— Þig ... haft þig grunaða um vixl-
spor. Nei, hættu nú .. . Hún ætti að
skammast sín. gálan sú arna . .. Hefði
hún séð mig hjá þeim í Hamborg, þá
hefði hún varla orðið hissa á þessu.
Ja, það var eins gott, að maður tók
úr sér nábítinn þar ... Nei, annars ...
Fyrirgefðu, góða ... Flugfreyjan var
alltaf að nudda sér utan í mig með
kokkteilana. Þær eru ekki lengi að
finna það á sér, að við karlmann sé
að eiga ... Karlmenni, skilurðu . . .
karlmenni ...
— Ég skil. Mig undrar ekki, þótt
þú sért dálítið hreykinn Ég er
sjálf ...
'— Hreykin af mér. — Á, var ekki
svo, kelli mín. Og nú ... nú, sko ...
nú breytist þetta allt ...
— Já ... nú breytist þetta allt ...
Og einu verður þú að lofa mér, —
að ég megi ráða nafninu, ef það verð-
ur telpa ...
Fyrstt mnsteris
riddarinn
Framhald af bls. 9.
hússins góð, þegar tekið er tillit til
allrar aðstöðu, og þó að leikritaval
hafi oft verið gagnrýnt, þá hefur
Guðlaugur ráðizt í margvislegar
nýjungar, rutl brautir, sem okkur
dreymdi ekki um fyrir tiu árum, að
við gætum farið fyrst um sinn.
Honum hefur tekizt að setja niður
deilur i leikhúsinu, sem á fárra
annarra færi hefði verið að leysa.
Þetta er vottur þess, að Guðlaugi
Rósinkranz má treysta.
III.
Guðlaugur Rósinkranz er nett-
menni og snyrtimenni. Hann er
hroshýr og liðlegur í umgengni.
Hann á það til að vera dálitið
barnalegur, en sakleysi og hrekk-
leysi fær þá nafngift stundum.
Hann er sagður mismæla sig of
oft, — og hafa þeir það helzt
á orði, sem telja, að embælti þjóð-
leikhússtjóra eigi að vera skipað
öðrum en þeim, sem koma úr röð-
um alþýðumanna, sem brotizt hafa
fram af eigin rammleik. Það er rétt,
að áður en þjóðleikhússtjóri tók við
embætti sínu, hafði liann lítið les-
ið leikbókmenntir, og þó að hann
kunni að hafa sótt nokkrum sinn-
um Dramaten í Stokkhólmi — og
Iðnó gömlu, þá mun hann aldrei
hafa dreymt um það, að hann ætti
eftir að verða forstjóri Þjóðleik-
liúss íslendinga. Er það grunur
margra, að á þeim tíma, sem það
var afráðið, hafi hann látið til leið-
ast fyrir áróður félaga sinna í
Framsóknarflokknum að sækja um
stöðuna.
Guðlaugur lagði nótt við dag,
þegar eftir að hann tók við starfi
sinu. Það þurfti að semja við fjöl-
marga aðila um vörukaup til leik-
hússins, — og þessi samningar
tókust vel að þeirra dómi, sem
bezt þekkja til. Málið vandaðist
fyrir hann, þegar hann átti að
fara að stjórna leikritavali fyrir
leikhúsið, en hann var ekki einn
um það, og þó að hann eigi kannski
oft tillögurnar um valið, þá leitar
hann alltaf umsagnar leikstjóra og
leikara — og þjóðleikhússráðs. Hann
er því ekki einráður. Það er hans
hlutverk að framkvæma það, sem
samþykkt er, og þegar Guðlaugur
Rósinkranz byrjar að vinna að
framkvæmdum, er ekki að sökum
að spyrja.
Guðlaugur Rósinkranz beið ósig-
ur sem formaður Norræna félags-
ins, en þó að hann liafi orðið að
hætta við að efna til dansiballs
fyrir heldrimenn 17. júní í ár,
hefur hann enn ekki beðið ó-
sigur í málefnum þjóðleikhússins.
Þar stendur liann keikur og ber
höfuðið hátt, bæði á götunni, þegar
hann gengur þar með hattinn í
liendinni á góðviðrisdögum, — og
eins þegar hann heldur látlausar
ræður af sviði leikhússins. Hann
kemur alltaf til dyranna eins og
hann er klæddur, enda eðlilegt, þvi
að Guðlaugur Rósinkranz er ekki
leikari, — og þó hlær enginn eins
og hann. -fc
LÆKNIRINN SEGIR.
Framhald af bls. 17.
SOKKAR OG HÁLFSOKKAIÍ.
Ef ekki er hægt aö nota
sokka af venjulegri lengd við
sokkabandabeltið, verður að
notast við hálfsokka.
Ef einhvers staðar er þrengt
að, þannig að blóðið geti eklci
streymt eðlilega, er meiri hætta
á æðahnútum, og það veit ég,
að þér viljið forðast. Að þeim
er mikil óprýði og óþægindi.
★
BROSANDI ASNINN.
Framhald af bls. 27.
ar um leið kolli hrosandi. Síðan er
haldið af stað til kaupstaðarins.
Angelo gcngur fyrstur og fer sér
að engu óðslega. Þegar sólin er hæst
á lofti, æja þeir í skugga trjáa, og
Angelo gefur bónda að éta ný-
sprottinn, ilmandi smára.
Það er ekki fyrr en jjreytan hefur
liðið úr þeim og skuggana tekur að
lengja, að þeir gera sig líklega til
að halda áfram ferðinni.
Morguninn eftir fór bóndi inn í
liersthúsið hrörlega og lagði hand-
leggina um háls asnamömmu ...
síðan um háls asnapabba og tár
hans féllu niður á gráfeldi þeirra.
Hann klappaði þeim langa stund og
strauk og kyssti. Augun i asna-
pahba uppljómuðust.
Það var eins og liljómaði lúðra-
blástur frá himnum ... langur og
hljómmikill tónn. Það var Angelo,
sem hneggjaði.
Á bæ nokkrum í Suður-Portúgal
hýr bóndi einn. Hann er fjarska
góður við dýr og lemur þau hvorki
né ber, og þau fá allt það að borða,
sem þau vilja. Asnarnir hans hafa
ekki sorgmæddan svip. ★
ftjb&ky&junnáh
feœ£ísteópur 125 tw
H.f. Raftækjaverksmiðjan
HAFNARFIRÐI — SÍMAR: 50022 OG 50023
V I K A N
35