Vikan


Vikan - 21.07.1960, Blaðsíða 9

Vikan - 21.07.1960, Blaðsíða 9
Fínleg undirfötin vöktu mikla hrifn- ingu. sæmilegum holdum! Hinar grann- vöxnu, strákslegu stulkur, sem eru i tizku nú hefðu þá verið út- nefndar fuglahræður. ÞaS var þannig litið á, að sú stúlka, sem ekki gæti haldið þyngd sinni um og yfir 77 kíló, væri mjög óheppin. Madame Lucik' hafði gefið stúlkunum sínum mjög háfleyg nöfn, svo sem Heba, Gamela, Dolo- res o.s.frv. Gamela hafði látið greiða á sér hárið sérstaklega fyrir þetta tækifæri og hafði látið vinda hinar hálfs metra löngu, blásvörtu fléttur upp í tvær kringl- óttar kökur yfir eyrunum. Þessi hárgreiðsla komst að sjálfsögðu undireins í tizku, og fram undir fyrri heimsstyrjöld voru næstum allar konur í Englandi og Frakk- landi með „eyrnakökur.“ Þegar stúlkurnar höfðu sint um 150 kjóla, skildist frú Lucile, að staða hennar sem fremsta tízkuklæðskeka Lund- únaborgar hafði verið tryggð. Á- horfendurnir hrúguðust kringum sölumennina, og pöntunum rigndi yfir i svo rikum mæli, að undarlegt mátti teljast, ef saumastofunum tækist nokkru sinni að anna þeim öllum. Madame Lucile, sem í raun og veru hét frú Lucy Wallace, hafði byggt upp fyrirtæki sitt smátt og smátt á mörgum árum, en hugmynd liennar, að láta ungar stúlkur sýna kjólana, lyfti henni á hátind frægð- arinnar. Madame Lucile hafði skotið öll- um hinum færustu tízkuhúsum i París aftur fyrir sig með þessu uppátæki. Á sama tíma sýndu þau vöru sina á brúðum, uppstoppuðum með sagrusli og með liöfuð úr vaxi. Þær voru óhreyfanlegar, þungar og leiðinlegar og juku lítið eða ekkert á sérstaka eiginleika kjólanna. Þessi tízkuhús i Paris höfðu að sjálfsögðu „sýningarstúlkur“ til taks, ef ein- hverjum viðskiptavini dytti í hug að vilja sjá kjól í notkun. Þessar stúlkur voru sjálfar einna likastar vaxbrúðum, iklæddar þröngum, langermuðum, svörtum silkikjólum, sem náðu alla leið niður á klossuð stigvélin. Þær héngu þarna i sýn- ingarsölunum í tólf tíma á dag, og fyrir það fengu þær tuttugu krónur á viku. Auk þess var litið niður á þær með megnustu litilsvirðingu af viðskiptavinum og starfsfólki. Þær voru af allt öðru sauðahúai en fall- legu, ungu stúlkurnar liennar Ma- dame Lucile, sem strunsuðu gegn- um salina með virðingarsvip og fengu kjólana til þess að virðast enn glæsilegri en þeir voru. Framhald á bls. 26. Iiinar kven- legu línur komu i Ijós á nij. VIKAN TJ PEDERiEW „með hraði44 y arandsalinn Sören Peder- I sen, sem meðal kunningja var nefndur ,,Pedersen með hraði,“ þegtti upp hurðinni að einkaskrifstofu Jostedals gróssera án þess að berja á hana fyrst og óð inn. Hann kastaði hattinum sinum á stól, greip i hönd grósserans, þrgsti hana þétt og innilega og tók blaðaúrklippu upp úr vasa sinum. ■— Þér auglýsið eftir farand- sala til að selja kvenundirföt, sagði hann og tók andköf. — Hér hafið þér mig, herra gróss- eri. Jostedal grósseri horfði gremjulega á komumann. — Þér getið tilkynnt komu yðar hjá einkaritara mínum — og beðið um viðtal þar — eins og allir aðrir umsækjendur, þrum- aði grósserinn. — En það stendur i auglýs- ingunni, að einungis maður, sem hafi hraðan á, komi til greina. ' Og ég er maður „með hraðil“ Látið mig bara fá sýnishornin strax, svo ég komist af stað. Ég get ekki staðið hér og talað allan daginn! Jostedal grósseri, sem óneit- anlega hafði orðið dálitið hrif- inn, horfði rannsakandi á „Ped- ersen með hraði,“ og sá, að hér var einmitt rétta manngerðin í þetta starf — farandsalinn Ijóm- aði bókstaflega af orku og starfs- gleði. — Getið þér komizt kring um landið á tíu dögum? — Auðvitað, ef þér látið mig fá sýnishornin undireins, svo að ég komist af stað. — Gott og vel. Þér eigið að hitta að máli hvern einasta verzlunarmann í hverjum ein- asta bæ á landinu á þessum tíu dögum. Það þýðir sem sagt ekkert fyrir yður að eyða tím- anum á gistihúsum við spil og drykkju. Þér skuluð ekki láta yður detta slíkt í hug. — Rólegir, herra grósseri. Ég fer ferðina á tíu dögum. Komið bara með sýnishornin. Jostedal grósseri tók fram stærstu sýnishornatöskuna. — Mjaðmabelti úr nælon hékk út úr henni miðri. Pedersen tróð beltinu vandlega inn í töskuna, skellti lokinu aftur og lyfti töskunni rösklega. . — Kem eftir tiu daga, sagði hann og klappaði grósseranum hughreystandi á öxlina. — Munið að líta inn til Mikk- elsens í Skötufirði og fínkemba hvern einasta útkjálka. Ef þér farið ekki ferðina á tiu dögum, eruð þér rekinn á stundinni. — Ekki tefja mig svona mikið, herra grósseri. Ég verð að ná flugvélinni eftir nákvæmlega þrjár mínútur. . .Eins og kólfi væri skotið, þaut Pedersen út úr dyrunum með töskuna i hendinni. *yiákvæmlega tiu dögum siðar opnaðist hurðin hjá gróss- eranum með braki og brestum, og inn þaut „Pedersen með hraði," fúlskeggjaður með hnén standandi út úr brókunum. — Iiér er ég kominn, grósseri minn góður. Ég rétt slapp á tíu dögum — en þetta var erfið ferð. Framhald á bls. 28. G MSACi

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.