Vikan


Vikan - 21.07.1960, Page 10

Vikan - 21.07.1960, Page 10
eftir Dr. Matthías Jónasson Bréf frá ungri móður: Hvers vegna reyki ég? MÁ VANFÆR KONA REYKJA? Mig langar til a?S sentla l)ér fáeinar linur og spyrja þig um vandamál, sem mér finnst liggja þungt á mér. Ég er gift góðum manni og við erum mjög liam- ingjusöm. Ég vinn i'iti, þvi að við erum að reyna að eignast íbúð. Annars fer nú að styttast með útivinnuna mina, því að min biður bráðum annað hlut- verk. Það er nú einmitt þetta nýja hlutverk, sem setur mig í vanda og veldur mér áhyggjum. Ég las nýlega í erlendu timariti, að kona mætti ekki reykja, þegar hún gengui- með barni. Eitur- efni tóbaksins gæti haft skaðleg nhrif á fóstrið. Er þetta rétt? Ég reyki nefnilega sjálf, og mér inun ekki ganga vel að venja mig af því. Ég vandist á þetta, þegar ég var í skóla, af því að þar reyktu allir, sem ég var með, og ég hefi alltaf reykt síðan. Fyrst þótti mér það ekki gott, en reykti bara af leikaraskap til þess að geta verið með. En svo smá- vandist ég á þetta og nú finnst mér ég vera ónóg sjálfri mér, ef mig vantar sigarettur. Maður- inn minn reykir líka, svo að þetta hefir ekki valdið neinni misklíð milli okkar hingað til. En nú, eftir að ég las þetta með áhrifin á fóstrið, er ég svo óró- leg, og mér finnst eins og ég hafi ekki rétt til þess lengur. Maðurinn minn vill líka helzt að ég liætti, þó að hann heimti það ekki. Allt þetta gerir mig svo óró- lega. Nú er svo mikið skrifað um, að sígarettu-reykingar valdi krabbameini. Ef þær geta haft svo hrfcðileg áhrif á Iíkama fuilorðins manns, þá hlýtur hirin örsmái likami, sem er að myndast og vaxa, að vera í enn þá meiri hættu. .Barnsins vegna vil ég auðvitað hætta, ef það cr nauðsynlegt, en miklu heldur vildi ég, að ég hefði aldrei byrjað að reykja. Ef svona ægi- leg hætta fylgir þessum reykmg- um, því er ungu fólki þá ekki leiðbeint um að venja sig ekki á þessa vitleysu? Viltu gera svo vel að svara þessu? Ung móðir. DULJNN ÁRÓÐUR. Ég skil vel áhyggjur þínar, en ég á ekki eins auðvelt með að leysa samvizkusamlega úr spurningu þinni. Þó að sterkar likur bendi til þess, að reykingar hafi skaðleg áhrif á lieilsu manna, er það mál ekki sannað né fræðilega Ijiíst i einstökum atriðum. Þvi verður þó ekki neitað, að líkurnar styrkjast jafnt og þétt, eftir því sem vísindamönnunum tekst að upp- lýsa orsök og afleiðingar. Yfir- leitt hefir sú skoðun verið ráð- andi á siðustu áratugum, að eiturefni, sem safnast i likama vanfærrar konu, annaðhvort að þau inyndist við sjúkdóm eða hún neyti þeirra, geti orðið ungu fóstri hættuleg og leitt til andlegs vanþroska. Og þó að margt sé enn á huldu um ein- stök atriði, er þessi hrelta óvé- fengjanleg. Hitt er enn í nokk- urri óvissu, hvort hinir örsmáu nikótínskammtar, sein við fáum úr hverjum vindlingi, feli i sér sömu hættu. En eins og þú veizt, breytir varkár kona lifnaðar- háttum sinum að ýmsu ieyti um meðgöngutímann, lil þess að fóstrið njóti alls hugsanlegs ör- yggis. Meira get ég varla sagt þér. Sumir átíta þó,að likami móður- innar verði heilbrigðari og fær- ari til að gegna hlutverki sínu, bæði um meðgöngutimann og ]iegar barnið er komið á brjóst, ef hún neytir ekki tóbaks né áfengis. í móðurmjólkinni koina fram ýmis efni, sem móðirin nærist á, en geta verið ólioll Framhald á bJs. 29, ÍO

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.