Vikan


Vikan - 21.07.1960, Qupperneq 11

Vikan - 21.07.1960, Qupperneq 11
Einu sinni á Mark Twain að hafa sagt: — Það veit guð, hvort það er nokkuð hollt, að halda sig í rúminu. Það eru svo margir sem deyja þar. En hvað finnst yður? Eruð þér einn af þeirn milljónum, sem eyða meir en þriðjungi ævi sinnar i rúminu? Fimmti hver maður kvað eiga erfitt með svefn, að því er sagan segir. Eítir því ætti um það bil hálfur milljarður inanna viðs vegar um veröldinu að þurfa að nota svefntöflur. En hve margir skyldu þeir vera, úr þessum andvökuher, sem hafa látið sér það til hugar koma, að kannski þyrftu þeir ekki á öllum þessum svefni að halda? Að þeir hefðu margt skynsamlegra við tímann að gera en halla sér út af á hægindin? Það hefur komið í ljós af rann- sóknum, sem gerðar hafa verið um allan heim, að við getum komizt af með minni svefn en við höfum gert okkur i hugarlund. Yfir höfuð að tala er svefninn ávani. Þeir sem hafa gert sér það að fastri reglu, að halla sér i tiu mínútur að degin- um, gera það fyrir þá sök að þeim finnst þeir verða að liafa þann svefn. Hann er orðinn ávani. Eigi að siður eru menn til enn í dag, sem hefur ekki komið dúr á auga i fimmtíu ár. En flestir okkar eru þó úr sögunni, ef þcir ekki ná að sofa slundarkorn einhvern tíma sólar- hringsins. 'Bernhard Gimbel nefnist 72 ára gamall milljónamæringur, sem er forstjóri einnar af stórverzlunum New York borgar. Hann kveðsl aldrei sofa meira en fiinin stundir í sólarhring, og telur það ástæðuna fyrir því, hve vel lionum hafi geng- ið í lífinu. — Það er nú allur galdurinn við það að verða miljónamæringur segir hann. Fiestir hinna stærri stjórnmála- leiðtoga hafa haft iag á að varpa frá sér áhyggjunum með þvi að taka sér dúr. „Hinir þrir stóru“ frá styrjaldar- árunum, þeir Churchill, Roosevelt og Stalin, voru engan veginn nein- ir sjösofendur, — enginn þeirra. Þeim fannst bezt að vinna á nótt- inni og taka sér ofurlitinn hænu- blund undir morgunsárið. En þá stund lágu þeir i djúpum og föstum svefni. Sumir taugalæknar lialda þvi frum, að ungbörn geti fengið tauga- ofnæmi af því að vera þvinguð til að sofa of mikið. Þau verði óróleg af þvi, fái grátköst og venji sig á að sjúga fingurinn. Fyrir þrjátíu árum gerði írlendingurinn Mick McCarthy vis- indamenn heimsins forviða og setti stórt spurningarmerki við kenning- una um svefninn. Hann var þá á sjötugasta aldursári. Hann stað- hæfði sem sé, að það væri einung- is sóun á tíma að sofa, enda hefði hann hætti því fyrir löngu. — Svefninn, sagði Mick, er ekk- ert nema óvani. Sjálfur sef ég í mesta lagi fimm til sex stundir í mánuði. Hvað gerði Mick þá með þennan Fimmti hver maður kvað eiga bágt með svefn. Sumir taugalæknar halda þvi frum, að ungbörn geti fengið taugaofnæmi af því að' vera þvinguð til að sofa of mikið. afgungstima, sem hann öðlaðist með þessu móti? Hann lét sér líða vel, að því er hann sagði. Ein að- ferð hans til að láta sér líða vel var sú, að taka sér útiferðir með tutt- ugu hundum sem hann átti. Annars var hann bakari að atvinnu og vann frá klukkan 8 að kvöldi til 7 að morgni. Páll Kern er jnaður nefndur, liann starfaði í þjónustu ungversku rikisstjórnarinnar. Árið 1915 var hann skotinn í liöfuðið af rúss- neskri leyniskyttu og eftir það svaf hann alls ekki neitt. Þegar siðast fréttist hafði hann vakað i þrjátiu ár. Slík tilvera getur haft hinar ein- kennilegustu afleiðingar frá hag- rænu sjónarmiði. Hann neytti lungtum fleiri máltiða en annað fólk og sleit helmingi meira fatnaði en aðrir. En hann hélt þvi fram, ekki siður en McCarthy, að svefn- inn væri sóun á tíma. Það er hann líka vafalaust, ef við neytum lians í óhófi. Hitt er svo annað mál, að við kunnum að meta hæfilegun svefn, og mannkynið notar svefnlyf í sívaxandi mæli til að veita sér ánægju. Og raunar fleira en svefntöflur. Nú er farið að framleiða grammófónplötur, sem ábyrgzt er, að komi fólki til að sofna. Vér höfum séð auglýsingu er hljóðar á þessa leið: — Setjið plöt- una á fóninn, og þér fallið i svefn. Sumar sjónvarpsstöðvar í Amer- iku senda út myndir af fallegum stúlkuin í náttkjólum, til þess að gera menn syfjaða. Til aukinna þæginda eru sjónvarpstækin tilbú- in með sjálfslökkvara, er lokar fyrir eftir vissan tíma og sparar þannig hinum svefnuga allt um- stang. Hún hefur reynt öll hugsanleg ráð til að sofna — en árangurslanst. Þá hafa og bandariskir efnafræð- ingar framleitt töflur, er svæfa neytandann á augabragði, svo hann vcit ekki af sér i átta klukkustund- ir, og vekja hann þá aftur. Þessi svefnpilla, með „innbyggðum vekj- ara“ er gerð af þrem lögum eifur- efnis, sem eru hvori utan yfir öðru. Yzta lagið svæfir manninn, það næsta heldur honum sofandi, og kjarninn er „vekjarinn“, sem kem- ur honuin til meðvitundar eftir átta stundir. Ef yður skyldi nú saint sem áð- ur finnast óhjákvæmilegt að sofa. en telduð það hróplegu tímaeyðslu, þá hafa bandarískir uppfinninga- menn búið til áhald sem er yður sérlega hentugt, Það er hinn svo- kallaði dormfónn. Hann er sam- bland af plötuspilara, koddaliljóð- nerna og vekjarakltikku, sem slær á stundarfjórðungs fresti. Hann hvíslar hljóðlega í eyra yðar þvi sem þér óskið. Enga vekjara. Enski taugasérfræðingurinn dr. Denis William heldur þvi frarn, að við þurfum svefn, að þvi leyti sem líkaminn krefst hans. Hann segir, að sá, sem þurfi á vekjara að halda, njóti ekki nægilegs svefns til þess að halda sér hressum og hraustum. Sérfræðingar tveir, Laird og Muller að nafni, tóku sér fyrir hendur að framkvæma viðtækar rannsóknir við Colgate háskólann í Bandarikjunum fyrir nokkrum ár- um í þeim tilgangi að leita svars við því, liversu mikinn svefn maðurinn þyrfti. I>eir notuðu menn við tilraunir sinar og töldu sig hafa komizt að því með fullri vissu, að maður, sem stundaði likamlega erf- Framhald á bls. 26. Flesiir okkar eru úr sögunni. ef þeir ná ekki að sofa stundarkorn ein- hvern tíma sólarhringsins. VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.