Vikan


Vikan - 21.07.1960, Síða 13

Vikan - 21.07.1960, Síða 13
að æfa sig. — Þú veizt, fjörutíu gluggar á átta stundum. Vikum saman gekk allt eins og í sögu. Phyllis reyndi árangurslaust að komast að því hvar Páll vann. Hana langaði til að vera í nándinni, standa niðri á götunni og gefa honum auga, eins og hún gæti verndað hann frá allri hættu með því einu saman. En Páll var ósveigjanlegur. — Þú verður að gæta skynseminnar, Phyllis. Ég gæti ekki unnið, ef ég vissi að þú stæðir þar niðri og værir hrædd. Þetta er leikur einn. Það er ekki minnsta ástæða til að óttast um mig. Phyllis hafði yfirfarið öryggisbeltið enda og randa milli. Það var áreiðanlega nógu sterkt til að halda uppi tveim mönnum á þyngd við Pál — að minnsta kosti. Hún reyndi ólarnar beggja meg- in, athugaði akkerin, og féllst á að sem öryggis- belti gæti það ekki öruggara verið. Páll gat Þess líka, að hann myndi aldrei taka það eftir sumum öðrum gluggahreinsurum, að fá sér i staupinu þegar kalt væri, það er sko hættulegt. Að vetr- inum varð að haía sérlega aðgæzlu. Þá gátu karmarnir verið klakaðir og þá varð að strjúka yfir þá með spi'itti. En það var langt til næsta vetrar og Páll hafði aldrei snert áfengi. Hann vann i skóhlífum, allt frá upphafi, það var betra að standa í skóhlífum. — Já, en ef þú ferð milli glugganna að utan- verðu, mælti Phyllis. -— Mundu hvað þú hefur sjálfur sagt. Páll mundi það vel. I því lá nokkur hætta. Það var alltaf vissara að fara inn í húsið við hvern glugga og svo út aftur, við þann næsta. En það tók tíma. Maður sparaði sér eina eða tvær mín- útur með því að sveifla sér milli karma utan á húsinu, en til þess þurfti mikla aðgæzlu. Fyrst varð að losa annan enda beltislykkjunnar frá karminum, til þess að geta íært sig yfir á hinn. Þegar þangað var komið, þurfti að teygja sig til baka og losa hinn endann, svo allra snöggvast var maður óbundinn. En það var aðeins andar- tak, þvi svo krækti maður öðrum endanum föst- um og siðan hinum. En þótt þetta reyndi dálitið á taugarnar í fyrstunni og maður ætti helzt ekki að eiga við það, komst Þetta íljótt upp í vana, svo maður þurfti ekki frekar um það að hugsa. Auk þess sagði Páll að gluggarnir væru mjög þéttir á þeim húsum sem hann ynni við. E'kki hin minnsta áhætta. Kvöld eitt hafði Páll haft skóhlífarnar heim með sér, hann ætlaði að bera á þær olíu, þær voru orðnar svo gráar og ljótar. Hann hafði vafið þær innan í gamait dagblað. Þegar hann hafði hreinsað þær, ætlaði hann að vefja þær aftur inn í blaðið, en þá teygði Phyilis sig eftir því: — Ó. lofaðu mér að líta á það. Eg hef ekki séð dagblað i háa herrans tið! Hún sökkti sér niður i blaðið og las það frá upphafi ti lenda. Þar var af nógu að taka. Fyrst las hún allar æsisögur um morð og ofbeldi, bankarán og mannhvarf. Hana hryllti þægilega við. — En að þeir skuli þora þetta, tuldraði hún. — Ojæja, sagði Páll, — þetta geri ég nú, að vissu leyti. Sjáðu til, þegar menn hafa reynt allt og ekkert heppnast, Þá svifast þeir einskis og verða svo léttfengin bráð, hverjum bófa sem vill nota sér Þá. — Þá var gott að enginn svoleiðis bófi skyldi rekast á Þig, meðan við vorum atvinnulaus. Phyllis las um kvikmyndir og leikhús, um óper- ur og hljómleika. Henni leið undursamlega vel. — Er Það ekki himneskt að við skulurn vera búin að fá vinnu aftur? Páll kímdi. — Hver var það sem háskældi, þegar við fengum vinnu? — Eg er mesta flón, ég veit það vel, svaraöi Phyllis og andvarpaði, en það var af tómri ham- ingju. —• Já, við erum mestu hamingjuhrólfar, sagði Páll. Páll hafði lengi setið um að koma henni á ó- vart, nú stakk hann höndinni inn á sig og rétti Phyliis aflangan böggul. Hún brá á dans með böggulinn, hún þuríti ekki að taka liann upp, hún fann að þetta voru silfurgaffiarnir hennar, sem voru komnir aftur heim. — Og i næstu viku koma skeiðarnar! Jú, jú, þessu miðar upp á við. Phyllis sökkti sér aftur niður í blaðið. Allt í einu leit hún upp. — Páll, hvað eru margar perlur í festinni minni? — Fimmtíu og sjö, svaraði hann viðstöðulaust, — þú veizt það vel. — Veit ég víst, en sjáðu þá hérna. Viltu lita á! Hún rétti honum blaðið og benti ’á auglýsingu í „Tapað og fundið". Þar var lýst eftir perlufesti með fimmtiu og sjö perlum og lási úr gim- steinum. — Hvar er hann? spuröi maÖurinn og lók fast um handlegg hennar. — Ég er legnilögreglumaður og læt ekki gabba mig. Segið sannleikann! Páll brosti. — Gerðu þér nú engar grillur, væna mín. Allir geta séð að festin þín er úr tuttugu og fimm senta búðinni. Phyllis hristi höfuðið. -— Fimmtiu og sjö perlur hlýtur að vera sjaldgæf tala. Ég hugsa helzt að engin festi sé með fimmtíu og sjö perlum nema mín. Og mér finnst að við ættum að skrifa blaðinu. Phyllis fékk vilja sínum framgengt, eins og vant var. Páll hafði fallegri rithönd, svo hann lýsti fyrir þeim festi, sem væri í hans vörslum. og menn gætu snúið sér þangað sem hann nefndi. Morg- uninn eftir stakk hann bréfinu i póstkassann og þar með var málið úr sögunni, hvað hann snerti. Daginn eftir vildi svo til að vinur hans minnt- ist á það, að stundum tæki hann að sér tvöfaida vinnu og ynni sér þannig inn tvenn daglaun. Eig- inlega var það bannað, en ef maður gætti sín og minntist ekki á það, komst slíkt aldrei upp. Eitt starfið fyrir þetta félag, annað fyrir hitt. Hann þurfti að safna til þess að geta komið konu og barni út í sveit meðan hlýjast væri í veðri. Orð hans urðu Páli minnisstæð. Ef hann hefði nú efni á að koma henni Phyllis upp í fjöll! Hún þurfti þess svo sem, víst var það, eins og hún var horuð, og svo þessi þurrabelgingur, hann var stundum hræddur við það á nóttunni. Ef hann gæti fengið tvöfalda vinnu, yrði það svo auðvelt. Hann þurfti ekki að taka hana nema annan hvorn dag í mesta lagi, og það ekki mjög lengi. Hann tók saman í huganum, hvernig hann skyldi búa Phyllis undir fréttirnar. Segja að vinur hans væri veikur og hann tæki að sér verkið fyrir hann í bili, til þess að hjálpa honum með heimilið. Dagurinn var langur og vel hægt að hafa sextán til seytján vinnustundir út úr honum, ef byrjaö var með sólarupprás. PHYLLIS var alein heima. Hún var að um- sauma lítinn, rósóttan kjól, er hún hafði gengið i, síðustu sumrin tvö. Nú þegar hún var búin að venda honum, var hann rétt eins og nýr að sjá. E’f hún flýtti sér, hefði hún lokið við það fyrir sunnudag, en þá höfðu þau ákveðið að vera úti í dýragarði allan daginn. Páll hafði lofað henni nýjum skóm og nú hafði hann efni á að gefi henni þá. Það var indæl tilhugsun að vera svona efnaður, en þrátt fyrir það þurftu þau ekki að eyða peningum í óhófi. Dyrabjöllunni var hringt. Þegar Phyllis lauk upp. sá hún hávaxinn, alvar- legan mann i gráum fötum standa þar með hatt- inn í hendinni. Bak við hann stóð annar maður, og hann var þannig á svipinn, að henni rann kalt va(/n milli skinns og hörunds. Hann tók ekki ofan. Mennirnir gengu inn og lokuðu hurðinni á eftir sér. Gráklæddi maðurinn benti á festina sem Phyllis var með: — Þetta er hún! Hinn brosti hörkulega og sagði: — Sjáum til! Má ég leyfa mér að spyrja hvernig þér hafið komizt yfir þessar perlur þarna? Phyllis roðnaði og fálmaði upp í festina. — Það var ... það var Páll ... maðurinn minn á ég við ... Hann ... hann fann hana! — Fann hana! En það sakleysi! Nú svo hann fann hana. Og hvar „fann“ hann festina? Phyllis gat ekki skýrt þeim nákvæmlega frá FramhalcL í næsta blaði. VIKAN 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.