Vikan


Vikan - 21.07.1960, Blaðsíða 16

Vikan - 21.07.1960, Blaðsíða 16
 Það er alveg nauðsynlegt að hafa vissa hirzlu undir handavinnuna sina. Hér fœst lítið af slíkum ilátum og helzt þá svo dýrum, að það er ekki fyrir alla að eignast þau. En hyernig væri að smíða sjálf eina forláta sauma- körfu? Efnið i hana kostar sáralitið. Það, sem með þarf er eftirfarandi: 2,tt0 m trélistar V’xVí’ 2 m xVj” sivalir listar 2 stk. skrúfur með róm 1 m plastefni eða tau, 90 sm br. Listarnir eru sagaðir niður í fjóra húta, 60 sm hvern. Þeir eru rúnnaðir að ofan, en skáskornir að neðan. Rúnnaði listinn er bútaður niður í fernt, 2 stk. 50 sm löng og tvö 48,75 sm.Lengri bútarnir eru notaðir milli lappanna að neðan og eru festir þannig, boruð eru göt í lappirnar og þeim stungið þar í, en einnig límt til frekara öryggis. Lappirnar eru skrúfaðar saman með skrúfunum tveim, sem áður er getið. Nú er komið að því að sauma pokann. Lengdin er 50 sm, breiddin 30 sm og dýptin 33 sm. Botn- inn og stóru hliðarnar er sniðið i einn lagi, en minni hliðarnar saumaðar við. Ekki má gleyma að sauma liank- ana, þeir eru svo nauðsynlegir til þess að hægt sé að bera þetta um allar jarðir. Loks er pokinn þræddur á sívölu stengurnar og festur efst á lappirnar i þar til gerð göt. Sjálfsagt er að lakka tréverkið eða jafnvel mála það. En auðvitað er bezt að gera það, áður en pokinn er settur á. Vsisa> v Fallegir vasalclútar þurfa ekki alltaf að vera úr. fínu lérefti og meO knippl- ingablúndu. Þeir geta einnig verið mjög smekklegir úr mislitum poplin og lér- eftsefnum. Hér sjáiO þiO nokkra slíka vasaklúta. TilvaliO er aO nota allskonar afganga, sem ná venjulegri vasaklútastærO. Ágætt er aO falda þá í saumavél, eOa í liönd- um. En eigi þeir aO vera sérstaklega vandaOir, er sjálfsagt aO falda þá meO „hullfaldi“ í höndunum. Ef efniO er jafnþráOa, er hægt aO telja þræOina og sauma eftir þeim. Sé þaO ékki, sem oftast er, þarf aO nota stramma af fíngerOustu tegund til þess aO sauma mynztriO yfir. Þá er bezt aO ákveOa nákvœmlega hvar mynztriO á aO vera, leggja síOan strammann yfir og þræOa hann fastan. Fallegast er aO sauma mynztriO meO tveimur þráOum af „moutine"- eOa „aurora“-garni, en strikin með einum þræOi. Annars fer þráOafjöldi garnsins auOvitaO eftir grófleika efnisins. Þegar mynztriO hefur veriö saumaO, eru strammaþræOirnir dregnir úr, þráO fyrir þráO, og pressaö síöan laustega yfir frá röngu. y -»! ; Leikföt á Lillu Hentug föt á Iitlu stúlkuna, hvort sem er inni eða úti. Það er hvorki hægt að flokka þessi föt undir kjóla né buxnaklæðnað, þau eru einhvers staðar mitt á milli. Það er sannar- lega tilbreyting í því. Jakkinn er bæði síður og víður, með breiðum pífum í erma stað, rúnnum kraga og tveim vösum. Buxurnar eru mjög stuttar og f hliðunum eru klippt smá vik. Bryddingin setur fallegan svip á fötin. Það mætti gera úr þessu inniföt að vetrinum, með því að hafa buxurnar þá síðar og setja ermar á jakkann. 16 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.