Vikan


Vikan - 21.07.1960, Side 18

Vikan - 21.07.1960, Side 18
: Kynþáttaóeirðir óþekktar Það virðist ganga erfiðlega fyrir hvita menn og þeldökka að lynda saman og er það nærri því sama, livar í heiminum sem er. í London hefur verið reynt að stofna barnaheimili fyrir hvit börn og dökk og þar hefur það komið í ljós. að börnin una sér prýðilega saman og gera engan grein- armun á iitarhættinum. Hins vegar hefur reynzt erfitt að fá foreldra hinna hvítu barna til þess að láta börnin á þetta heimili, því þau eru orðin vön því ai iíta á hina dökku sem úrhrök. Hagerty er önnum kaíinn Hánn er blaðaí'ulltrúi Eisenhowers og heitir Jim Hagerty. Það er vist frem- ur erilsamt starf, meðal annars þarf hann að fara á undan forsetanum og undirbúa ráðstefnur. Nokkrir úrvals fréttamenn hafa þau réttindi að mega hringja í Hagerty, hvenær sólarhringsins sem er og Þá verður hann að vera vðibjiinn að svara fyrirspurnum. Hann hefur símann við rúmstokkinn, svo öruggt sé að hann vakni. Alltaf leiðinleg á morgnanna Viö komum í Herrabúöina t Vest- urveri, sem er sem kumiuc/t er staö- sett í kjallara hússins. Kemur til okk- ar ung og falleg afgreiöslustúlka, og viö spyrjum hana. - Er ekki leiöinlegt aö vera i kjallaranum? — Jú, paö væri skemmtilegra aö vera uppi í sólskinin-u. — Hvert œtluröu í sumarfríinu? — / sumarfríinu, ég veit ekki hvort ég fer i sumarfrí, en ég verö uppi í Borgarfiröi í sumar. — Uppi í Borgarfiröi, hvaö aö gera? — Ég cetla aö vinna í Bifröst til ágústloka hugsa ég. — Þú cetlar ekkert aö skreppa út fyrir landsteinana? — Ég veit ekki þaö er ekki gott aö segja. — Ertu trúlofuö? — Nei, nei. —- Ertu ekkert aö hugsa um aö skella þér í þaö? — Þaö er ómög'ulegt aö segja, þaö getur vel veriö, ef svo býöst. — Eg skil nú ekki í ööru en aö framboöiö veröi nóg. — Þaö er ómögulegt. aö vita hvaö skeöur. — Ætlaröu ekki aö segja mér eitt- hvaö fleira skemmtilegt? ..— Nei, ég er alltaf svo leiöinleg á morgnana, ég er sko aldrei almenni- lega vöknuö fyrr en um hádegi. — Feröu seint aö sofaf — Þaö er alveg sama hvort ég fer seint eöa snemma aö sofa. Þeir eru oð fáann Við vorum á gangi niðri við höfn núna einn daginn i góða veðrinu og sáum þá hóp af strákum á einni bryggjunni. Fórum við þangað og sáum þá, að þeir voru að veiða. Tökum við þrjá þeirra tali. — Halló, strákar, — eruð Þið að fá ‘ann. — Já, -já. — Hvað helzt? — Það er mest koli og líka ufsi. Einn var svona. Og svo réttir hann út hendurnar að veiðimannasið, Þegar verið er að taia um þann stóra. Svo eru líka mansadónar eða mansarar, en það er sko ekkert varið í að fá þá. — Hverju beitið þið? — Við beitum mest augum úr kolum. — Haldið þið ekki, að kolarnir verði hræddir við að sjá augu úr öðrum kolum. — Ne-hei, — við erum búnir aö fá fullt. Og svo éta þeir hver annan. — Jæja — já. — Ætlið þið að verða sjómenn, þegar þið verðið stórir ? — Nei. — Hvað þá? - O, ég er ekki búinn að ákveðe það enn þá, segir sá næstelzti. Sð yngsti samþykkir það. — Ég ætla að verða kokkur á skipi, segir sá elzti. — Kanntu nokkuð að búa til mat? — Já, já, — ég bý oft mat heima hjá mér. — Hvað er það nú helzt, sem þú eldar ? — Ég kann að búa til grauta og svoleiðis. — Hafragraut? •— Já — og grjónagraut. eða vell- ing, skyr og kaffi. Og te, 4 skýtur einn inn í. Duh, það er nu'eaginn veindi, segir kokksi og er hálf- móðgaður. — Jæja, strákar, hvað heitið þið nú? — Ég heiti Pétur Maack, og þessi heitir Gísli, það er sá yngsti. Ég heiti Þórhallur, segir sá næst- elzti, við erum allir bræður. Heyrðu, manni, — viltu skrifa þennan líka. Hann er sko nefni- lega með okkur. Hann heitir örn Guðmundsson. — Verið þið nú sælir, strákar. — Bless. + Ætlar aö verða hárgreiðslndama Við erum staddir inni í Skóbúð Reykjavikur, ekki til Þess að fá okkur nýja skó, — sem ekki veitti þó af eftir langa göngu, — heldur erum við að spjalla við afgreiðslu- dömuna. — Lestu Vikuna? — Já. — Finnst þér ekki mál til kom- ið, að þú farir að sjá mynd af þér í blaðinu? __ •? — Hvað heitirðu? — Kristín. — Hvað ertu gömul? — Sextán ára. — Finnst þér gaman að vinna hérna í búðinni? — Nei, mér leiðjst Það. — Hvað vildirðu heldur gera? — Þegar ég hef safnað ein- hverju af peningum, ætla ég að læra að verða hárgreiðsludama. — Ferðu mikið út að skemmta þér? — Nei, ekki mikið. — Hefurðu ekki gaman af rokk- inu? — Ekkert sérstaklega. — Hvaða islenzkur dægurlaga- söngvari finnst þér vera beztur? — Óðinn Valdimarsson. THEDA BARA Á hverjum áratug verður ein þokkagyðja svo heimsfræg, að hún leggur heiminn að fót- um sér og verður ímynd hinnar seiðandi kyn- bombu, sem ærir karl- menn og verður ímynd hins fullkomna í augum þeirra. Nútíminn hefur Birgitte Bardot, Sophiu Loren og Marilyn Mon- roe, en á árunum 1915 til 1921 var ein, sem þótta taka öllum fram. Hún hét Theda Bara og hér sjáum við hana — það er að segja ekki í cigin persónu, heldur er það Marilyn Monroe sem hefur tekizt á hendur að verða sem líkust fyr- irrennara sínum og þyk- ir gerfið mjög gott. Hana dreymir um Suðurlönd Fimni ílugur í einu höggi. — Hvað kostar þessi lampf •; hérna ? i — Þrjú hundruð sextíu og fimm; krónur. — E'r þetta innlend framleiðsla? — Nei, þeir eru þýzkir. : > — Jæja, — megum við taka mynd af þér? — Ha, mynd til hvers? — Við erum á Viku-ferðalagi, — er þér nokkuð illa við blaða- menn? — Nei, ekki þegar svona kurteis- ir menn koma í heimsókn. Við höfum rekizt inn í verzlun eina við Laugaveg, sem ber nafnið '; Lampinn, og hittum þar unga og fallega stúlku, sem kveðst heita . Anna. — Finnst þér ekki leiðinlegt að hanga inni í búð, þegar veðrið er svona gott? — Æjú, — ég fer bara hérna á bak við, til þess að ég sjái ekki sólina. — En hvernig ætlarðu nú að njóta sólarinnar bezt, þegar þú færð sumarfrí? — Ég fer kannski eitthvað í úti- legu með nesti og nýjan svefnpoka. — Hefurðu gott kaup hérna? — Já, já. — Hvernig eyðirðu nú kaupinu þínu? — Ég er að reyna að safna pen- ingum. — Og hvernig gengur það? — O, — ekkert of vel. Það er allt svo dýrt, sem maður þarf að kaupa, t. d. fatnaður, sem endist svo kannski ekki neitt. Sjáið þið t. d. þessa skó hérna. — Þeir eru spænskir og kostuðu aðeins sest hundruð krónur. — Ég hef veritj á þeim í fjögur skipti, og þeir eru því sem næst ónýtir. — Hvað mundirðu nú gera, ef þér tækist að safna svona tutt- ugu til þrjátíu þúsund krónum? — Ég 'færi í ferðlag til Suður. Frakklands og Ítalíu til að sjá gamla staði og skemmta mér. — Nú, hefurðu verið þarna suð- ur frá? — Já, það var alveg agalega garnan! -fc I hinum þekkta klúbb í New York, Stork-klúbbnum, komu nokkrir blaða- menn saman nýlega og stofnuðu til innbyrðis samkeppni um það, hver Þeirra gæti búið til áhrifamestu biaðafyrirsögnina. Walter Winchell vann sigur með svohljóðandi fyrir- sögn: EITURLYFJAÓÐUR NEGRI DRET*- UR ASTKONU LEIKPRÉDIKARA. Winchell hlaut verðlaunin, vegna þess, að þarna sameinaði hann fimm helztu atriðin, sem þurfa að vera með í frétt, ef hún á að „seljast“ vel þarna vestra: Eiturlyf, kynþáttavandamál. morð; „sex“ og trúarbrögð Kristín Anna 11 VIKAK VIKAM 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.