Vikan


Vikan - 21.07.1960, Síða 23

Vikan - 21.07.1960, Síða 23
hérlendis og þar á meðal upplýsingar um nöfn þeirra, sem hafa forustu á hendi o. s. frv. Kærar þakkir. Rita. Svar til Ritu: Varðandi fyrirspurn þína vegna yoga-kerfis- ins þá ætti vinkona þín að skrifa draumráðn- ingarþættinum bréf það, sem tilgreint væri fullt nafn hennar og heimilisfang. Henni verða þá samstundis sendar allar þær upp- lýsingar, sem hún þarfnast, bréflega. Ilerra Drauinráðningarmaður. Mig dreymdi að það átti að fara að ferma mig og ég var í rauðum stakk og í rauðum kjólgarmi, sem allur var rifinn og ég var í grænum sjó- stigvélum, með grænan sjóhatt. Út frá því vakn- aði ég. Geturðu ráðið þennan draum fyrir mig. (Það á að ferma mig eftir tæpan mánuð). Þyrnirós. Svar til Þyrnirósar. Draumur þessi er aðvörun til þín um að hegða þér vel á næstunni, því annars er hætt við að þú verðir fyrir of miklu andstreymi vegna gagnrýni þinna nánustu. Stundum er fólki hættara við að vera gagnrýnt heldur en venjulega, en það mun stafa af ótta þess við gagnrýni, sem hins vegar dregur gagnrýnina :að. Þetta mun reynast þér og flestum öðrum torskilið, en austurlandavitringar telja að hugsanir okkar séu segulmagnaðar og þess vegna dragi óttinn við slys, ófarir, sjúkdóma og margt fleira að sér þessa atburði. Þeir telja að hugsanirnar noti nokkurskonar raf- magnstraum. 1930 fann dr. George Crite það út að lifandi plöntur, dýr og jmenn eru raf- mögnuð en dáið fólk ekkert segulmagnað. Enda virðist manni harla fávíslegt að manns- líkaminn sé eingöngu eitt hrúgald af efni. Talið er að hugsana heimurinn starfi á vissri sveiflutíðni ljóssins, sem er öflugri en ljós- tíðnir efnisheimsins. Til munu vera menn £ dag sem geta holdgað eða með öðrum orð- um skapað í efnisheiminum þær hugmyndir, sem þeir vilja. Þetta er gert með nægilegri einbeitni. Ef til vill varpar ofanritað ein- hverju ljósi á allt það sem nefnt er „krafta- verk“ í ritningunni. Á þessu byggist ýmislegt, sem kallað er galdrar og yfirnáttúrulegt. f rauninni eru engin slík fyrirbrigði til, þetta eru aðeins hlutir, sem fólk hefur sem betur fer ekki vald á. Kæra Vika. Ég sendi þér draum sem ég vil fá ráðinn. Mig dreymir að ég væri á ferSalagi í landrover jeppa- bíl, sem ég hafði fengið lánaðan hjá manni sem ég þeklci. Mér fannst ég sitja við stýrið, en óljóst var livort ég var ein í bílnum. Vegurinn var mjög vondur og þröngur og lá upp á við. Þétt- ur laufskógur var á báðar hliðar. Allt i einu sá ég háa og granna konu vel klædda i þykkri kápu með loðskinni, koma út úr skóginum hægra meg- in og gengur hún þvert yfir veginn og hverfur í skógarþylcknið. Mér fannst ég ekki þekkja hana, en einhvern veginn vissi ég þó að ekki þýddi að halda áfram ferðinni. Lengri var draumurinn ekki. Fyrirfram þakkir. Dulrún. Svar til Dulrúnar: Þú ert í tygjum við pilt úr sveitinni, en munt ekki ná f hann þar eð önnur er komin í ból Bjarnar. Varaðu þig á sumum vinum þínum, þeir eru ekki þér það, sem þú álítur. Athug- aðu vel gang þinn £ fjármálunum. Kæri Draumráðningarmaður. Mig dreymdi að ég væri að kaupa mér miða á bió en þegar ég kem út aftur er þar maður, sem ég þekkti hér áður fyrr en hef lítil kynni af núna og er hann með göngustaf og bregður honum fyrir fætur mér en ekki datt ég nú samt. Síðan fer ég heim þvi bió átti ekki að byrja strax, en þá liggur vinkona mín sem er Ijósmóðir upp i rúmi og finnst mér hún vera að ala barn og biður mig að senda eftir ljós- móðir, en áður en hún kemur fæðist barnið og hélt ég á því þar til hún kom því ekki þorði ég að klippa naflastrenginn eða lauga það. Þetta var stór og myndarlegur drengur. Fannst mér við kenna manninum með göngustafinn um að barnið fæddist fyrir timann. Fyrirfram þakkir. Harpa. Svar til Hörpu: Þú ert trúlofuð manni, sem er þér ekki trúr, en þú þarft ekkert að vera kvíðin þess vegna, þv£ manninum mun snúast hugur, þegar hann lærir að þekkja mannkosti þina. Draumráðandi Vikunnar. Ég er með stutt hár en það er þykkt. Mig dreymdi að ég væri með mitt venjulega hár, nema að aftan var það niður að mitti og mjög ])unnt. Hvað merkir dreumurinn? Svar til Bryndisar M.: Draumurinn merkir að þú munt eignast nýja vini af hinu kyninu. Svar til einnar £ vandræðum: Draumar eins og þeir sem þú skýrir frá eru oftast fyrir niðurlægingu út af ástamálum, sem stafar af ófullnægjandi hjónalffi. Eng- inn ætti að ætlast til of mikils af maka sin- um, en oft koma tímabil hjá öðrum aðilanum, sem þarfnast meir umönnunar af hendi hins aðilans. Ef vonbrigði eiga sér stað á slfkum tfmabilum, þá mun heillavænlegast að sætta sig við það. Þvi þetta róast allt saman. Lffið skiptist i skin og skúrir hjá flestu fólki. Vertu viss um að þetta lagast allt hjá þér von bráð- ar og hafðu engar áhyggjur út af þfnum draumi. Draumráðandi Vikunnar. Fyrir einu ári dreymdi mig þennan draum. Ég sióð ein fyrir utan himnarikishliðið, sem var opið. Fyrir innan það gekk fólk fram og aftur og langaði mig mikið inn fyrir. Hiti streymdí þaðan til min, en það var hálfkalt, þar sem ég stóð. Allt i einu lokaðist hliðið og sá ég þvi ekki lengur inn, þvi að hliðið var nokkuð hátt, en við þetta fannst mér verða kaldara. En þegar ég sneri frá hliðinu sá ég fleiri við hlið mór, sem ég þekkti. Hvað heldurðu að draumuiinn þýði? Þökk fyrir ráðninguna. Dlsa. Svar til Dfsu: Draumurinn táknar langt lff, bæði hjá þér og þvf fólki, sem þér fannst vera með þér. BERGEN-DIESEL 8 CYl. BERGEN-ðlESEL BERGEN-DIESEL, hin fullkomna fiski- bátavél með nýjustu endurbótum á sviði véltækninnar. Stærð- ir 250 til 660 HK. — Skrúfuútbúnaður hin viðkunna Liaaen gerð. HARD A-DIESEL Ljósavélasamstæður, dælur, loftþjöppur og til hverskonar rafmagnsnotkunar. Ennfremur smábátavélar i stærðum frá 8 hestöflum til 48 hestafla. Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnsson h.í. Skúlatúni 6. — Sími 15758. VIKAN 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.