Vikan


Vikan - 21.07.1960, Side 33

Vikan - 21.07.1960, Side 33
Gunnar Friðbjörnsson — Vel þegið eftir erfiðan próflestur — Hann hlaut ferðina til Kaupmannahafnar Skólauppsögn í Menntaskólanum. Kristinn Ármannsson afhendir Gunnari Frið- björnssyni prófskírteinið. Þátttakan í Kaupmannahafnargetrauninni varð ótrúlega mikil, en þrátt fyrir það, að getraunin var í sjálfu sér mjög létt, voru allmargir, sem virtust varla trúa því, að hún gæti verið svona auðveld og hafa þess vegna merkt við þau atriði, sem ekki voru rétt. Samt sendu flestir réttar lausnir og nákvæmlega þrem vikum eftir að keppninni lauk, var farið með bunkann til borgarfógeta og Notarius Publicus, Jónas Thor- oddsen, stjórnaði úrdrættinum. Fyrst varð að sjálfsögðu að skrifa langar ritgerðir um málið í þykka doðranta, en ung stúlka, dró úr lausnunum. Upp kom nafn GUNNARS FRIÐBJÖRNSSONAR, Hofteigi 34 hér í bæ. Var þegar hringt heim til hans og fengust þá þær fréttir, að hann væri Ungfrúin á Borgardómaraskrifstofunni dró úr pokanum, sem var nærri fullur en Jónas Thoroddsen, Notarius Publicus, fylgist með. í stúdentsprófi og senn að ljúka því. Við hittum Gunnar að máli nokkru síðar og hann kvaðst himinlifandi yfir tíðindunum og ánægður mjög að geta lyft sér upp eftir prófvolkið. Hann kvaðst hvorki trúlofaður né giftur og ólíklegt að hann færi með kvenmann sér við hlið til Kaup- mannahafnar. Hinsvegar kvaðst hann ekki mundu fara einn og hafði mestan hug á því að fá einhvern kunningja með sér, sem komið hefði út áður. Gunnar Friðbjörnsson er fæddur á Dísarstöðum í Flóa 1940, en átti þar aldrei heima; foreldrar hans, Friðbjörn Guðbrandsson frá Skálm- holti og kona hans Guðmunda Guðjónsdóttir frá Disarstöðum hafa búið í Reykjavík og Friðbjörn hefur verið verkstjóri hjá Byggingarfélag- inu Goða h.f. Gunnar kveðst hafa verið við nám á vetrum en oft á Dísarstöðum á sumrum. Hann lauk stúdentsprófi úr stærðfræðideild í vor og hefur nú í hyggju að gerast arkitekt. Til þess fer hann í háskóla, annaðhvort í Þrándheimi eða Kaupmannahöfn. Það tekur hann fjögur og hálft ár, segir hann, en hann getur ef til vill tekið teikningar í verkfræðideild- inni hér heima, en það er aðeins einn vetur. --------og þetta var miðinn, sem upp kom.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.