Vikan


Vikan - 21.07.1960, Page 35

Vikan - 21.07.1960, Page 35
ÍBÚÐARHÚS l m VERKS Ml-Ð JU HÚS 11 T samkohuhus Gnangrát Cetiur GEGN HITA OG KULDA +20° Þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum ár- um í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun nota- legri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað). 8TE0ULL H.F. Lœkjargötu . HafnarfirÖi . Sími 50975. Monte-Carlo Framhald af bls. 5. fyrir dyr spilavítisins. Hún vísaði á brott sendinefnd frá furstanum, sem ætlaði að b.jóða henni til sín. KONUNGAR OG FURSTAR TRYLLTUST . .. En hinn tilvonandi konungur, Játvarður VII. var fikinn í fjárhættuspil og vann liugi allra vegna látlausrar framkomu sinnar. Rússnesku furstarnir höguðu sér allt öðru- visi. Á hverju ári komu þeir til Monte Carlo i fylgd með alls kyns þjónum, matreiðslu- mönnum, læknum — og auðvitað einnig spá- konum. Lystisnekkjur þeirra lágu við akkeri úti á flóanum. Serge stórhertogi, risastór maður i einkennisbúningi, prýddur orðum, var svili Rússakeisara. Hann iabbaði sig um sal- ina, eins og hann væri heima hjá sér við hirðina í St. Pétursborg. Michael stórhertogi var ákafur fjárhættu- spilari og mjög hjátrúarfullur. Hann vildi ekki sitja við mitt spilaborðið og krafðist alltaf sætis við enda borðsins. Spilavitisþjónarnir voru ætíð við þvi búnir, er hann kom, vegna þess að hann varð óður, ef hjólið snerist of hratt. Móðir hans settist liins vegar við mitt borð- ið — ef til vill til þess að stríða honum. En þetta var einnig siður hjá henni, og það var spaugileg sjón að sjá hana rétta stöllu sinni peningana, en hún atti svo að rétta spila- þjóninum þá. Hinum fjárhættuspilurunum var allt annað en vel við þetta, vegna þess að þetta dró spilið á langinn. En Romanoffarnir almáttugu iétu elcki vaða ofan i sig. Þeir stöðvuðu hjólið, þegar þeim sýndist og gat hæglega dottið í hug að fá sér koníaksflösku og kavíar í ró og spekt, á með- an hinir urðu að biða eftir því að spilið héldi áfram Ungur rússneskur fursti varð svo ösku- vondur kvöld eitt þegar hann tapaði án af- láts, að hann reis á fætur og löðrungaði borð- þjóninn duglega. Það varð dauðaþögn í salnum. Furstinn tók á sig rögg, afsakaði sig i flýti og rétti borðþjóninum stóra hrúgu af gullpeningum í sársaukabætur.. Borðþjónninn hneigði sig, fyrirgaf furstan- um, en hafnaði peningunum. ÁHÆTTA. Spilavítið geymir margar furðusögur, og ein þeirra er á ])essa leið: Hinar frægu Dolly- systur, sem alltaf voru þaktar skrautmunum sveipaðar dýrindis loðfeldum með orkideur í barminum, voru sólgnar i fjárhættuspil og spenn- una, sem því fylgdi. Kvöld eitt kom Jenny Dolly að einu spilaborðinu, þar sem aðeins heldra fólk var saman komið. Við borðið sátu Aga Khan, Manuel, upp- gjafakonungur frá Portúgal, og ungverskur fursti, sem var svo ríkur, að hann ferðaðist með eigin sigáunahljómsveit og pantaði mið- degisverð lianda hundrað manns, fram borinn á gulldiskum í Hotel de Paris, án þess að skeyta því, hvað þetta mundi kosta. Loks drógu Aga Klian og Manuel konungur sig i hlé, til þess að liorfa á Jenny Dolly spila. Hún var næstum móðursjúk af spilaofsa. Og þegar spilinu lauk, hafði liún unnið einhver ósköp af ungverska prinsinum. — Þvílíkt og annað eins, hvíslaði hún hás, — ég hef aldrei gleymt því, að afi minn var þjónn á góssi hans. Hann var stundum sleginn. En einnig eru til menn, sem spila án þess að hugsa um peninga, jafnvel án þess að leggja nokkuð undir. Aga Klian gamli var einn þeirra. Hann spilaði af gætni og lagði aldrei milljón undir eitt spil, eins og Farúk átti til að gera. Ekki bað hann heldur spilavítið að hafa opið ögn lengur, eins og Farúk hafði oft gert. Þegar Farúk hafði eitt sinn spilað við Aga Khan, bauð liann honum til hallar sinnar i Kairo. Farúk vildi spila fjárhættuspil og bað þjón sinn að koma með álitlega fjárhæð í seðlum. Aga tautaði nokkur orð við einkaritara sinn. Og hann fór út og kom aftur með peninga -___- tíu sinnum meira en Farúk hafði látið sækja. Konungurinn greip andan á lofti og sendi þjóninn eftir viðbót. Þetta tiltæki Aga kom Farúk algerlega úr jafnvægi, og hann fór að spila óvarlega. Og það var hreint sjálfsmorð á móti kaldrifjuðum spilamgnni eins og Aga Klian, sem auðvitað vann næstum hvert spilið á fætur öðru. Loks reis Aga á fætur, þar sem flugvélin, sem hann ætlaði með til Nice var á förum. — Látið hana biða, sagði Farúk, sem vildi óður og uppvægur balda áfram, þar til lánið snerist honum í hag. ij.iu icm, sagoi Aga. á ekki flugvélina. Farúk horfði lengi á eftir honum. — Hann á þá að minnsta kosti ekk; flugvéi sagði hann ánægður. ' ^ V IK A N 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.