Vikan


Vikan - 08.09.1960, Síða 4

Vikan - 08.09.1960, Síða 4
Mannætunni á Nuku Hiva var lýst sem villtri og blóðþyrstri, og liún var ktædd og vopnuð eins og þessi náungi, sem er þarna á myndinni. Hitabeltistunglið var eins og stór, gyllt skífa þar sem það skein á næturhimninum yfir Marquesaseyjum. Óendanlegt Kyrrahafið lá upp að strönd Nuku Iiiva, þar sem pálmatrén vörpuðu dimmum skuggum yfir hafið. Það var nótt, og ólýsanleg fegurð ríkti. Hlýr andvari bar með sér hinn þunga og magnaða ilm af tiare og hinano, og stjörnurnar tindruðu á dökkbláum himni. — Nóttin var eins og sköp- uð fyrir ástir. Ungur Marquesasbúi frá hinu sofandi þorpi Tae O Hae hugsaði einmitt um slíka hluti, þegar hann gekk frá hálmþakta kofanum sinum út í skært tunglskinið. Þetta var vel vaxinn og fallegur piltur, aðeins iklæddur parou eða mittisklæði. Hann var eins og guðamynd steypt í eir, þar sem liann stóð í tunglskininu. Hann hét Timau og hafði elskað margar fagrar stúlk- ur, — það var alkunnugt. Hann fyllti lungun Jofti, mettuðu blómailmi, og brosti við tilhugsunina um margar fagrar nætur eins og þessa og stefndi á bakhlið þorps- ins. 1 litlum dal, huldum myrkri, stóð ung yndisleg stúlka við hau-tré og beið eftir hon- um. Timau raulaði marquesaskt lag, þegar hann gekk upp stíginn, sem lá upp dalinn. .Hann stanzaði einu sinni til að tína nokkur rauð hibisblóm handa stúlkunni sinni, og eitt af blómunum setti hann á bak við vinstra eyrað, — mcrki um að hann væri lirifinn af stúlku, að Lögreglumaður og innfæddir Nuku Iliva-báar rannsalca bcinaleifar, sem fundust í mannætu- dalnum. Hræðileg saga um mannætur á hinum Hræðileg saga um mannætur á hinum fögruu Marquesaeyjum. Nuku Hiva er Suður- hafseyja, sem náttúran hefir ausið yfir gæðum sínum, — sannkölluð paradís á jörðu. En eyjan á sér blóðuga fortíð, því að þar hélzt mannátssiðurinn ótrúlega lengi. Og enn í dag verður vart við hann, þar sem morðið á Timau Kavoa var framið fyrir stuttu. hann væri ástfanginn. Kumeafugl flaug allt í einu upp, beygði og sveif yfir höfði hans. Tim- au stökk bak við tré, faldi sig í skugganum og starði niður eftir stignum. Var þetta faðir stúlk- unnar að elta hann til þess að leggja áherzlu á það, að hann var á móti sambandi þeirra. Timau beið fáeinar minútur og hlustaði, en ekkert hljóð heyrðist í kyrrðinni, aðeins vind- urinn, sem þaut i trjánum. Hann brosti ánægður og gekk aftur út i tunglskinið. En það hafði ekki bara verið imyndun, ein þegar honum fannst, að hætta væri á ferð- um. Það að tina hibisblóm á nóttinni var eftir marquesaskri þjóðsögu merki um, að dauðinn væri á næstu grösum, og það, sem verra var: Kameafugl var einnig merki um dauða og leiðindi. Óhugnanleg starandi augu fylgdu nefnilega þessum Marquesasarbúi, þar sem hann lædd- ist áfram í tunglsljósinu á leið til stúlkunnar sinnar og hafði ekki hugmynd um, að á eftir lionum læddist morðingi hljóðlausum skrefum. Timau leit við og við til baka, en þegar hann hafði gengið dálítinn spöl, stanzaði hann og fékk sér nokkra væna vatnssopa úr læk, sem rann fram undan klettasyllu. Hann fyllti hendurnar enn einu sinni af fersku og köldu vatni, en í sömu andrá féll skuggi á hann, og þungt högg fylgdi á eftir. Vöðvar Timaus hnykluðust saman, og vatnið rann úr greipum hans. Hann sneri sér við til að sjá árásar- mann sinn, en var ekki nógu fljótur. Dökkur skuggi þaut að honum, og með afl- miklu kasti var Timau hent á bakið i lækjar- farveginn. Sterklegur, loðinn handleggur reis og féll, og í tunglskininu glampaði á linifsblað. Ljósrautt blóð streymdi niður lækinn og bland- aðist fersku vatninu. Timau gaf ekkert hljóð frá sér. Fingur, lík- astir stáiklóm, gripu um kverkar honum og kæfðu hvert hljóð. Höfuð hans var keyrt niður i vatnið, og brátt var líkami Timaus kyrr. Morðinginn reis hægt á fætur og hlustaði i myrkrinu, en heyrði ekkert liljóð. Allt var kyrrt. Með æðisgengnu öskri kastaði morðinginn sér aftur og aftur yfir bráð sína og stakk liníf- num í hana. Siðan tók hann likið, lyfti þvi upp á kröftugar lierðar sér og bar það upp dimman dalinn. Þannig dó Timau, tuttugu og fjögra ára gam- all, einn af hamingjusömustu mönnum á Nuku Hiva, pilturinn, sem enga fjandmenn átti. Mannátssiðurinn er erfðavenja. Ég hef lýst morðinu, eins vel og unnt er, eftir þeim upplýsingum, sem fyrir lágu. Inn- fæddir sporrekjarar fylgdu slóð Timaus alveg upp að læknum. Þar fundu þeir ný spor eftir stóra, nakta fætur á blóði drifiiini jörðinni og eitt hibisblóm, en lengra uppi í hliðinni hurfu öll spor eftir sorgarleikinn. Ég kom til Tea 0 Hae þremur vikum eftir, að morðið var framið. Ég þekkti Timau frá annari ferð til Marquesaseyja, og það var með mikilii sorg, sem ég tók á móti fregninni- um dauða hans. Eyjan hafði verið rannsökuð hátt og lágt IIin óhamingjusama bráð morðingjans, Timau, sem alltaf var glaður og skemmtilegur og vildi lölum vel, þangað til örlögin birtust honum í mynd mannœtu.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.