Vikan


Vikan - 08.09.1960, Side 9

Vikan - 08.09.1960, Side 9
hægri hendi, en greip me8 þeirri vinstri um halaræt- urnar á konungi hinna afrísku myrkviSa. SiSan rykkti hann í af svo óskiljanlegu ógnarafli, að ljónið hófst á loft með útglenntar klær, lemjandi og sparkandi. Lyfti hann þvi upp yfir höfuð sér og fleygði villidýrinu á næsta trjástofn, svo að allt nötraði eins og fellibylur færi um skóginn. Á sama augabragði, sem dýrið nam við jörðu, var Daniel kominn yfir það i einu heljarstökki. Hann tók i háls þess og makka, sveiflaði þvi hringinn i kringum sig þrýsti siðan gapandi og grenjandi rán- dýrskjaftinum niður i svörðinn. í næstu andrá spyrnti hann hnjánum við hrygginn á ljóninu og lyfti öllum framhluta kvikindisins með hægð upp að fangi sér. Ljónið streittist við af öllu sinu heljarafli, en það kom fyrir ekki. Ofurmannlegt afl tröllsins braut öll venjuleg lögmál, svo að ljónið gat ekki viðnám veitt. Hægt og liægt sveigðist hryggur þess í boga upp að Jinjám negrans. Meðan á þessu stóð, hafði binum Afríkumönnunum tekizt að gera út af við hitt ljónið, og stóðu þeir nú og stungu það i sífellu með spjótum sinum. En Daniel hélt áfram að jireyta aflraun sína við hinn ógurlega andstæðing. Iíver vöðvi i líkama hans nötraði af átökunum. Loks kom hann framhandleggnum undir óstina á dýrinu eins og vogarstöng og tókst þannig að beyja hrygginn öfugan, þangað til hann myndaði gleitt u. Allt í einu kvað við brestur. Hinir ægilegu hrammar rándýrsins féllu afllausir niður. Daniel horfði andartak á ljónið, —- svo sleppti hann þvi og sá, hvernig það lagðist út af. Það var enn á lífi, en hryggurinn var brotinn. Það var máttlaust og óskað- legt. Einn veiðimannanna kom þjótandi og keyrði spjót sitt í hnakka þess. VEIKLULEGUR f BERNSKU. Á þessu kvöldi var einni þjóðsögunni enn bætt við langa halarófu fjarstæðukenndra frásagna um jiennan hæsta mann heimsins. Daníel Onwabuta hafði tveggja ljóna afl og áræði, sem engin takmörk voru fyrir. Hann var sonur djöfulsins. Það hlaut hann að vera. Hann var veill til heilsu, þegar hann fæddist, fimmta eða sjötta barn móður sinnar, — litill og heilsulaus hnokki, sem faðir hans vildi ekki sjá. Sex mánaða gamall var hann borinn út og lagður nálægt vatns- pytti i skóginum, þar sem vist var talið, að villidýrin mundu gera sér hann að góðu. En Daníel varð ekkert ljónafóður. Morguninn eftir fannst hann við beztu líðan. Það var gömul kona, sem fann hann. Hún átti ekkert barn sjálf og tók hann til sín, enda sögðu foreldrar Daníels ekkert við þvi. Þau vildu umfram allt losna við hann og urðu javi fegnust, að einhver skyldi nenna að hirða um svo veiklaðan vesaling. 1 Afriku eiga heilsuleysingjar sér enga framtíð. Þeir einir lifa, sem hraustir eru. Gamla konan gaf honum geitamjólk og súpu úr jurta- rótum, svo að hann hjarnaði brátt við. Maður hennar og tveir synir höfðu verið drepnir af ljónum, svo að hún hafði engan um að hirða. Hún lagði alla ást sína á þetta einkennilega barn, sem Ijónin höfðu ekki litið við. Það liðu mánuðir, og ekki bar á öðru en Daníel lifði góðu lífi. Hann tók meira segja ótrúlegustu framförum. Hann losnaði við hóstann. Tággrannir spóaleggirnir tóku að gildna, og hann gekk óstuddur, áður en hann varð ársgamall. Fimmtán mánaða að aldri var hann fljótari að hlaupa en fjögurra ára drengur, og um tveggja ára aldur kleif hann upp i hæstu tré. Úr þvi stækkaði hann afar ört. Fjögurra ára gamall var hann nærri hálfur annar metri á hæð. Afríkumenn eru hjátrúarfullir mjög, enda fóru þeir nú að halda, að fóstra hans væri galdrakona. Framhald á bls. 26. HÆSTA MANNS VERALDAR VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.