Vikan


Vikan - 08.09.1960, Page 10

Vikan - 08.09.1960, Page 10
Xslenzkur stíll endurvakinn íslenzki burstastíllin var til orðinn fyrir áhrif veðurfars og fáanlegs byggingarefnis. Hins vegar fór hann einstaklega vel við liti og linur í is- lenzku landslagi, og er langt siðan menn tóku eftir þvf. Með komu steinsteypunnar var reynt að endurvekja íslenzka burstastílinn, og var það einkum Guðjón heitinn Samúelsson, húsameist- ari rikisins, sem stóð fyrir þvi. Þennan stíl má sjá á héraðsskólabyggingunni á Laugarvatni, sem nýlega hefur verið endurbyggð eftir bruna. En þetta byggingarlag er mjög óhagkvæmt og langa leið frá hinni funktionalistisku byggingarstefnu nútimans, sem miðar mest við hreint notagildi. Neðar á Laugarvatnstúninu hefur verið byggt annað hús — yfir skólastjóra íþróttakennara- skólans. Gisli Halldórsson aykitekt hefur teiknað húsið, en Björn Jakobsson, fyrrverandi skóla- stjóri, mun hafa lagt eitthvað lil málanna um útlit hússins. Þarna hefur gamli bæjastíllinn ver- ið endurvakinn i anna ðsinn, og árangurinn er ótrúlega góður, enda þótl burstin sé aðeins ein. Hlaðni grjótveggurinn fyrir neðan á sinn þátt í þvi að gefa hugmynd um gamlan bæ, og stoðirn- ar úr jiakskegginu og niður á vegginn gefa hús- inu mjög sérstæðan svip. Það sannast þarna, að nákvæm eftirliking er ekki nauðsynleg til þess að ná ákveðnum áhrifum, eins og bezt sést á vel gerðum leiktjöldum. Nýtízkulegt byggingar- lag með „hatti“ og hallandi þaki, rennur þarna ljúflega sainan við gamlar, íslenzkar erfðir. fbúðarhús skólastjóra íþróttakennaraskólans að Laugarvatni. jbr. Wattk íai ^ónaiion Þekktu sjálfan Þig Maðurinn einn getur syndgað. Maðurinn er eina lifvera jarðar, sem þjáist af samvizkubiti og á sér goðsögn um útskúfun úr sinni upp- runalegu tilveru. Syndafallið er lokaþátturinn i sköpunarsögu mannsins; án þess væri hún brot, sein aldrei varð fullunnið verk. Vit- undin um breyzkleika sinn lyftir manninum hátt yfir óbrotna lífs- hætti dýrsins. Eðlisávisan er dýrinu óbrigðull leiðarvisir. Dýrið getur aðeins gengið þá braut, sem hún markar þvi. Ef dýrinu er kippt út úr sinu venjulega umhverfi, ruglast við- bragðshættir þess, svo að það verð- ur ósjálfbjarga. Tilraunir, sem gerð- ar hafa verið um þetta, leiða til þeirrar furðulegu niðurstöðu, að rándýr, t. d. könguló, sem flutt er I annarlegt og framandi umhverfi, sveltur til bana, þó að bráðin liggi fvrir framan griparma hennar. Allar kvislar jarðlífsins nema mannveran ein streyma um fast- mótaða farvegi eðlisávisunarinnar. Út úr þeim fá þær hvergi brotizt og liafa.því ekkert svigrúm til breytni, sem nelna mætti synd. Rándýrið, sem leikur sér að bráð sinni og lengir þannig dauðastríð hennar, kvelur hana af eðlisbundinni nauð- syp, sem það ræður ekki við og getur því ekki kallazt grimmd í siðfcrði- legum skilningi. Synd getur sá einn drýgt, sem er frjáls að þvi að velja milli góðs og ills og finnur í hverjum verknaði til þeirrar ábyrgðar, sem hann ber á gjörðum sinum. Þess vegna er dýrið sjálft ábyrgðarlaust, bæði lagalega og siðferðilega. Maðurinn aftur á móti verður ávallt sjálfur að bera ábyrgð á verknaði sinum. SAMVIZKUBIT ER MENN- INGARFYRIRBÆRI. Á hvaða þróunarstigi stóð mað- ' urinn, þegar sektarvitundin vaknaði fyrst með honum? Við kunnum ekkert tímatal um ]iað, en það gerð- ist frá sömu stundu og einstakl- ingnuin varð ljóst, að í samfélaginu gilda ofurmannlcg lögmál, sem gera upp á milli tilhneiginga einstakl- ingsins. Þar með er tvíhverfðin sprottin upp í mannlegt eðli, and- stæðan milli góðra og illra eðlis- þátta, þess, sem leyfilegt er, að brjótist fram, og hins, sem forboð- ið er. Þar með er sfaða einstakliiigsins í samfélaginu ákvörðuð að verulegu leyti. Sektarvitund mín sprettúr ékki einungis af því, að ég hafi leynt eða ljóst brotið siðgæðislögmál samfé- lagsins, heldur af þvi, að djúpt i verund minni finn ég bærast hvatir, sem samþýðast ekki siðalögmálinu, heldur krefjast framrásar i öllu sér- 10 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.