Vikan


Vikan - 08.09.1960, Page 15

Vikan - 08.09.1960, Page 15
„Ég reyni aldrei að semja, — þetta kemur allt af sjálfu sér.. „Ég var veslur á Reykhólum, þegar ég samdi lagið um litlu fluguna, en þar dvaldi ég í tvo mánuði veturinn 1952— ‘53. Það var e-itt sinn að Sigurður Elíasson tilraunastjóri þar á staðnum kom að máli við mig og sýndi mér m. a. nokkrar vísur, sem liann hafði fyrir nokkru ort að gamni sinu. Varð það úr að ég linoðaði saman lagstúf Við vísurnar, sem brátt varð vinsælasta lagið þarna á Reykhólum — söng ég „Littu fluguna“ sem oftar fyrir krakkana á jólunum, en þá var ég færður í rauðan galla og skotthúfu og gerður að jólasveini. En það er vafamál hvort þetta litla lag hefði nokkurn tíma náð til fleiri eyrna, ef Pétur Pétursson, sem þá hafði umsjón með skemmtiþætti i útvarpinu, hefði ekki hoðið mér að koma fram í þættinum seinna um veturinn. Bað hann mig þar að leika fyrir sig eitthvað, sem ég hefði samið fyrir vestan og þá var „Litla flugan“ auðvitað sjálf- kjörin og spilaði ég hana og söng í útvarpið þetta kvöld. Og það var eins og við manninn mælt, „Litla flugan“ heyrðist blistruð á hverju götuhorni daginn eftir ...“ Við sitjum inni í stofu hjá Sigfúsi Halldórssyni og erum að rabba við hann um það, sem á daga hans hefur drifið um ævina. Sigfús er landsmönnum að góðu kunnur, m. a. fyrir söng- og dægurlög sín, sem mörg hafa öðlast miklar vinsældir, enda hafa þau yfir sér einhvern mildan og ei«kar viðfelldinn blæ, sem hrifur jafnt unga sem gamla. Sum þessara laga hafa komið og farið eins og hverjar aðrar dægurflugur, en önnur orðið slgild og hafa — ásamt ýms- um öðrum lögum eftir íslenzka höfunda — staðið af sér allan straum af lélegum útlendum rokk- og dægurlögum, sem á síðustu árum hefur án afláts flætt yfir okkar litla land og er nú á góðri leið með að eyðileggja allan heilbrigð- an músiksmekk fólks almennt og þó einkum unglinganna. En þó liafa mörg falleg íslenzk lög, bæði danslög og venju- leg sönglög, orðið að lúta í lægra lialdi fyrir þessu flóði af misjöfnum lögum erlendis frá — og er það miður farið. En Sigfúsi Halldórssyni er fleira til lista lagt en að semja alþýðleg lög — hann er ekki síðri snillingur í að fara með liti og pensil. Hann sigldi utan rúmlega tvítugur að aldri og nam leiktjaldamálun við skóla í London i tvö ár, kom sið- Ein síða úr hinu nýja lagasafni Sigfúsar — nýtt lag við hið þekkta Ijóð Stefáns frá Hvítadal, Vorsól. Ílorsol* fllleqretfo ^ lÖMÍn Iro'ISt.ítadat S,,TÚ.1íalMors6on Svan-,r tljúq— a hratlti! helá-a, huq-a mmn til Jjoll—a sod-a. V||| mír nohk-ur qít — u qroiá —a? jp dolca g—.. Lónq-un, leió—O lltl-a bam-lí þt'r vii hóndl dlm. . . — P " 0 < 9 j:i* A ■ »Uf sti iiwLiiyn.vi wuaiuuiiiii, jjwna iijutuci (reiujgrooiir: DczuyrsKu von,iimQQ, bflwu.vorwt.mnhlmin. bwsirnœtur-ouimnvií. . Óiimínumlétluinspor. , yorsinsblóahimnilík. )d er enqin þírfoí Ikvflrta.-Droltimi! þá f rdönrum monni Eg (wkkQflfhjorlq^uÍminngóáur, íqó óllum goltaí qjaliii, þeqorblessuosolinskin.- dýrstflqjfijinsólskinií. qjalirpinar.sólogvcr. qleáimínrrdjúpogrík. „Ég hugsa að eitthvað af innihaldi þeirra komi fram í sumurn lögunum mínum ...“ an heirn eg hélt sýningu á módelum og fulhinnum leiktjöldum hér heima árið 1947. Mun það vera fyrsta sýning þess- arar tegundar, sem haldin hefur verið hér á landi. Stuttu sðinna hélt Sigfús tit Svíþjóðar og starfaði sem leiktjalda- málari við Stokkhólmsóperuna 1 eitt ár. 1 h:tteðfvrra hélt liann svo aðra sýn- ingn i Reykjavik og þá i félagi við Magnús Pálsson, sem undanfarin ár hef- ur starfað hjá Leikfélagi Reykjavikur. Sýndu þeir þar búninga og módel og npplrætli að leiktjöldum. Sigfús hefur þó hin siðari ár snúið sér meira frá leiktjöldnnum að smærri málverkum, og á nú orðið stórt safn vatns- litamynda, pastellitamynda og oliumál- verka. Fæst þessara málverka hafa þó komið fyrir almenningssjónir, en nú næstu daga gefst mönnum tækifæri á að skoða nokkur af verkum Sigfúsar, því i tilefni af fertugsafmæii sinu. opnar liaun á morgun málverkasýningu í Lista- mannaskálanum í Reykjavík, þar sem sýndar verða um 100 vafnslita- myndir, olíumálverk og mvndir gerð- ar með pastellitnm, rauðkrít og oliu- krít. Eru þetta allt Reykjavikur- myrdir auk nokkurra andlitsmynda. Ekki er að efa, að margir munu leggja leið sína á sýningu þessa og kynnast málaralist þessa vinsæla tónskálds. „Jæja, Sigfús — svo þú ert bara orð- inn fertugur.“ „Tá, timinn er ekki lengi að líða.“ „Og ert enn að mála og kompónera af full’im krafti?“ „Tá, það held ég nú — maður er enn á I)"zta aldri. Og er ekki sagt að allt sé fertugum fært?“ „Þú liefur liklega ekki verið hár i loftinu, jiegar þú fórst að rissa upp myndir?“ „Ég lærði undirstöðuatriðin i teikni- skóla þeirra Rjörns Rjörnssonar og Marteins Guðmundssonar, en þar sat ég í tvo vetur. Þá var ég — að mig minnir 13 ára.“ „Og avo fékkstu áhuga á leiktjalda- málun „.Tá, ég sigldi til Englands árið 1945 og lærði þar í tvö ár i „University of London“, en í þeim skóla er sérstök deild, þar sem kennd er leiktjaldamálun. Reyndar er námstiminn fjögur ár. en af ýmsum ástæðum gat ég ekki dvalið þarna nema í tvö ár.“ „Hafa orðið miklar stílbreytingar i leiktjaldaigerð —■ eins og í annarri mál- aralist yfirleitt?“ „Já, leiktjöldin breytast að sjálfsögðu eitthvað með timanum, eins og flest ann- að, ])ó mest með nýjum tækjum og tækni. Annars hef ég lítið starfað við leiktjalda- málun hin síðari ár, en dundáð við að mála smærri myndir, aðallega mér til gamans.“ „Tæja, þá snúum við okkur að músik- inni. TTvað hét nú fyrsta lagið, sem þú samdir?“ „Þvi er ég nú húinn að gleyma. En fyrsta lagið, sem ég gaf út hét Við eigum samleið, og er til á plötu sungið af Sigurði Ólafssyni og Mariu Markan. „TTvað varstn gamall þá?“ „Ég hef verið 16 eða 17 ára.“ „Og siðan ...“ „Næsta lag, sem einhvern skurk gorði var Dagný, sem kom út ári seinna. Sið- an hvert af öðrn með nokkru millibili, Við tvö op: blómið. Tondeleyo, Litla flug- an, Játning, fslenzkt ástarljóð, Þín hvíta mynd, Ég vildi að ung ég væri rós og Hvers vegna. Reyndar hef ég samið fjöldamörg önnur lög, sem litt eða elck- ert lrafa heyrzt, en þessi cru cinna þelcktust. Einnig hafa komið út eftir mig nokkur sönglagahefti og nú er ég að vinna að útgáfu tíu nýrra sönglaga, sem koma munu út nú á næstunni. Mörg þeirra eru samin við ljóð eftir þeklcta íslenzka höfunda, m. a. Slefán frá VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.