Vikan - 08.09.1960, Blaðsíða 18
Gott til að fe!a gráu
hárin .. .
Góð gluggaútstilling
hefur alltaf
mikið að segja
Hann var að raða vöruin 1 buöai-
glugga, er \ ið áttum leið trarn hjá
einn góðviörisdaginn i sumar Við
stöldrum við og spyrjum manninn að
nafni.
Ég heiti Ólafur Jðh.annssón.
— Er þetta eitthvert sérstakt, fag
að vera útstillingamaður?
— Auðvitað þarf að læra það eiris
og allt annað, en menn geta ekki
tekið próf í þessari grein hérlendi.s,
þó að hægt sé að fullnuma sig hér.
— Hefur þú st.ai'fað við þetta er-
lendis?
— 1 fyrra vann ég hjá verzlunar-
fyrirtæki í Kaupmannahöfn, ANVA
sem er aðili að Kaupfélagasamband-
inu á Norðurlöndum. Þaðan tók ég
lokapróf í fyrrahaust. Áður hafði ég
unnið lengi hjá Kaupféiagi Árnes-
inga og revndar líka eftir að ég kom
heim.
E'r þetta langt náin?
— Það er mjög misjafnt,, á hve iöng-
um tima menn ljúka þvi. það getur
tekið allt frá 3 mánuðum itil nokkurra
ára. Þetta fer eftir því, hvort verið
er á kvöldnámsskeiðum eða dagnáms-
skeiðum, — og svo lika eftir því,
hvernig námið sækist hverjum ein-
stökum.
— í hverju er þetta nám fólgið?
— Það er mjög fjölbreytt, t. d.
skriftarkennsla, kennsla í meðferð
lita, kynning á ýmsum vörutegundum
og margt annað.
— Telur þú gluggaútstillingar mik-
íð atriði til þess að bæt.a afkomu
verzlunarinnar?
Alveg tvimælalaust. Góð gluggaút-
stilling getur selt eins mikið og 10 af-
greiðslumenn. En auðvitað er ekki sama.
hvernig vörunum er raðað í gluggann.
— Finnst þér verzlunarmenn hér heima
hugsa minna um að stilla vörum smekklega
út í glugga heldur en starfsbræður þeirra
úti í Danmörku?
-t- Mér finnst, að þar hafi orðið miklar
stökkbreytingar á til hins betra núna á
síðasta ári. En það má gera miklu betur og
lagfæra margt, bæði að því er útstillingar
varðar og einnig almenna búðamenningu.
Það er mjög algengt úti í Kaupmannahöfn,
að deildarstjórar hafi hundraðshluta af allri
sölu í sinni deild, og er það auðvitað til að
auka áhuga þeirra og hvetja þá til að
reyna að selja sem mest af sínum vörum
Framhald á bls. 26.
Um að gera
að vera duglegur
að æfa-sig
Við koinuin við i Þórskaffi eitt
síðdegið fyrir skömmu, og er við
komura inn i forstofu hússins, heyr-
uin við hljóðfæraslátt eða öllu held-
ur hljóðfoerablástur, og við nánari
eftirgrennslan virðist hljóðið koma
frá herbergi, sem kvenfólk — í öll-
um venjulpgum lilfellum — hefur
eingöngu tjl sinna afnota. Við áræð-
um nú saijú að berja að dyrum og
hitlum þájfyrir Þórarinn Ólafsson.
pianóleikara í KK-sextettinum.
— Af liverju æfirðu þig hérna?
Hérna er svo fínt næði. Og
hljómurinn hér inni er bara anzi
góður.
— Leikurðu á flautu með hljóm-
sveitinni jafnliliða píanóinu?
— Það er hverfandi litið, —
svona eitt og eitt lag. Maður er nú
ekki neinn snillingur á flautuna.
En stendur það ekki allt tii
bóta?
— Jú, en það tekur mjög langan
tíma að verða liðtækur flautuleik-
ari. Og það er um að gera að vera
duglegur að æfa sig.
Er langt siðan þú byrjaðir að
eiga við flautuna?
— Það er liklega komið hátt á
annað ár.
— Megum við ekki taka inynd af
þér?
— Jú, jú, en þið megið ekki geta
þess, að ég hafi verið að æfa mig á
kvennaklósettinu! ★
Hún heitir Dúa Ólafsdóttir og er hér á
myndinni að snyrta hárið á einni dömunni, sem
tók þátt í keppninni um Sumarstúiku Vikunnar
1960. Dúa liefur rekið Hárgreiðslustofuna Lótus
í átta ár, og við gengum við Iijá henni um dag-
inn í Bankastræti 7 og spurðum hana, hvori
hárgreiðslutízkan væri eins breytileg og tizkan
í kla'ðaburði kvenfólksins.
— Enn þá breytilegri en fatatízkan, held ég.
Síðuslu tvö eða þrjú árin hafa orðið miklar
sveiflur í hárgreiðslutizkunni. en áður fyrr
stóð hún mikið í stað.
— Og fyigist þá kvenfólkið hér heima vel
með öllum breytingum og liiður um þjönustu
samkvæmt jiví?
Já, oft er'það. Þær sjá það nýjasta í er-
lendu blöðunum, um leið og það kemur fram.
>g svo gefum við auðvitað ýmsar bendingar.
fig hef alltaf farið utan árlega til að kynna
mér ýmsar nýjungar á sviði hárgreiðslu. Það
er nauðsynlegt tii að geta fyigzt nægilega vel
með.
— Er þetta bláieita hár, sem sást hér mikið
sl. vetur, eitthvert nýlegt tizkufyrirbrigði?
— Nei, það er að minnsta kosti tveggja ára
gamaitjen hefur aidrei náð neinni verulegri út-
breiðslu, enda er þessi hárgreiðsla ekki
fyrir stúlkur, sem vinna algenga vinnu, heldur
þær, sem hafa helzt ekkert annað að gera en
hugsa um að snyrta sjálfar sig og fá sér hárlagn-
ingu annan hvern dag.
Þessi háralitur vekur auðvitað míkla at-
hvgli.
— Já, en þær sýnast mikiu eldri en þaer ern
t raun og veru.
— Þá er nú kannski skiijaulegt, að hláa hárif
sé ekki miög útbreitt. En er ekki þessi misliti
'ol.kur í hárinu öilu algengara fyrirbrigði.
— Það er mjög mikið að minnka líka, en hann
lífgar hárið mikið upp, ágætt fyrir þær, sem
eru uð byrja að grána, að fela gráu hárin með
svona lokk! ★
Söng og óperuskólinn í Reykjavík
Undanfarna þrjá vetur hefur verið starfræktur söngsköli hér í Reykja-
vik, sepi nefndur hefur verið Söng- og óperuskólinn. Söngkennari við
skólann hefur frá upphafi verið ilalskur óperusöngvari, Vincenzo Maria
Demetz. Demetz er fæddur og uppalinn i hænum Ortisei St. Ulrieh á
Norður-Ítalíu, sem einkum er þekktur fyrir tréskurðarmyndir af kaþólsk-
um dýrlingum, sem þar hafa verið gerðar. Og það el- einmiti Demetz.
faðir hans og hræður. sem staðið hafa fyrir þessari einstæðu dýrlinga-
smíði. Nú er þetta orðið stórfyrirtæki, sem selur dýrlingamyndir af öll-
um stærðum og gerðum í stórum stíl út um
allan heim.
Demetz lærði snemma að syngja, og ekki leið
á löngu, þar til orð fór að fara af þessum unga
tenórsöngvara og hann fékk bráti mörg söng-
hlutverk til meðferðar og söng seinna aðalhlut-
verkið í nokkrum frægum óperum. Einkum gal
hann sér góðan orðstir fyrir frábæran söng sinri
í óperum nútimahöfunda, sem fluttar eru ár-
lega i Scala i Mílanó og La Jenice i Feneyjum.
En smám sainan fór Demetz að snúa sér meira
að söngkennslu og m. a. var lijá honum við
söngnám islenzkt söngfólk. Og það voru einmitl
kynnin við þetta ísleníjka náinsfólk, sem urðu
til jicss, að Demetz lagði leið sina hingað til
lands. Söng- og óperuskólann stofnaði Demetz
vo í Reykjavík haustin 1957.
Þuð kom fljótlega í ljós, að brýn þörf hafði
verið fyrir slíkan skóla sem þennau, þvi að
aðsóknin varð strax mikil, bæði af byrjendum
og þekktu söngfólki, sém annars hefði þurft
að eyða fé — að íneira eða minna leyti — i
kostnað við námsdvöl erlendis. Margt af söng-
fólki, sem ráðið er við Þjóðleikhúsið, hefur
stundað nám í skólanum, m. a. um tuttugu
inanns úr Þjóðleikhússkórnum og sjö, sem sung-
ið liafa í óperum við Þjóðleikhúsið. Nemenda-
lónleikar hafa verið haldnir árlega, siðan skól-
inn tók til starfa, og liefur söngkunnátta nem-
endannu, sem komið imfa fram á þessum tón-
leikum, bezt sýnt liinii góða árangur, sem orðið
hefur af starfi skólans, enda róma' allir, sem
stundað liafa nám í Söng- og óperuskólanum,
einslakn lipurð liins íialska söngkennara og
Iráhæra hæfileika til söngkennslu.
Skólinn hefur tvisvar fengið ríkisstyrk, 15
Framhald á bls. 29.
Vip.cenzo Demetz með nokkrum af nemendum
sínum. Frá vinstri: Guðmundur Guðjónsson,
Eygló Victorsdóttir, Dcmetz. Sicurveigr Hjalte-
síed o(t Hjálmar Kjartansson
18
Þórarinn.
<] Það er ekki alltaf gaman að
vera til, Þótt maður sé ungur.
Það blæs oft á móti I lífinu,
og margt sorglegt kemur fyrir,
sem fólki finnst óbærilegt og
erfitt að jafna sig á. Þessi unga
stúlka, sem við tókum mynd af
á skrifstofu einni hér í bæn-
um, virðist vera eitthvað sorg-
bitin og leið á lífinu. Við von-
um nú samt, að ekkert alvar-
legt hafi komið fyrir, heldur sé
þetta aðeins augnabliksleiöi,
sem hún hefur fengið á skrif-
stofustarfinu. Kannski hefur
hún verið að fá uppsagnarbréf
frá kærastanum, skammir frá
forstjóranum, eða ef til vill
langar hana bara út í sólskinið.
Líklega eru vinkonur hennar
farnar í sumarfrí, sumar I úti-
legu, aðrar að fara til útlanda,
og þá er ekkert spennandi að
hanga inni á skrifstofu allan
daginn yfir tölustöfum og
skýrslugerðum. En áreiðanlega
verður þessi áhyggjufulla skrif-
stofudama búin að ná sér fylli-
lega, þegar þetta blað kemur
út, — og við vonum, að hún
hafi upplifað langt og skemmti-
legt sumarleyfi.
Ef þið eigið eftir að verða svo fræg að
komast til Las Vegas, þá komið þið áreið-
anlega við á hótelinu, þar sem þessi unga
og glæsilega dama sýnir dans — og þá
stundum toluvert léttklædd. En stundum
tekur hún sér frí frá dansinum og dvelst
þá á búgarði einum í nágrenninu, sem hún
er nýbúin að kaupa sér. Og auðvitað læt-
ur hún aðra sinna bústörfunum, en sezt
sjálf út í garðstólinn og lætur .fara vel um
sig. Iiún hefur mjög gaman af að spila á
spil. og við efumst ekki urn, að hún plati
ráðsmanninn í „21“. þegar hún er á þeim
buxunum. Þessi fagurlimaða dansmær og
búgarðseigandi heitir Dehhie Jones, er 22
ára og er sögð htið gefin fyrir karlmenn.
Fálkinn
húningi
S
l
nyjum
1 tilefni þess, að hið
gamla vikublað Fálkinn hef-
ur nú tekið nokkrum nokkr-
um stakkaskiptum, kallaði
Skúli Skúlason ritstjóri
blaðamenn á sinn fund fyr-
ir skömmu og skýrði frá
breýtingum þeim, sem gerð-
ar hefðu verið á blaðinu.
— Brot blaðsins minnkar
'að mun, en siðufjöldi eykst
að sama skapi í 36—40 síð-
ur. Notað verður smærra
letur, svo að efni biaðsins
eykst um á að gizka Þriðj-
ung. Áherzla verður lögð á
innlent og þjóðlegt efni, en
annars reynt að hafa efn-
ið eins fjölbreytilegt og
skemmtilegt og tök verða á.
Skúli sagði, að Fálkinn
hefði verið í nær óbreyttu
formi frá upphafi og blað- Skjúli.
ið borið þess merki, að rit-
stjórinn hefur dvalizt lang-
dvölum erlendis, en nú yrði nokkuð bætt úr því. Fengnir yrðu menn
til að skrifa greinar um innlent efni og ungur maður ráðinn til að
aðstoða við ritstjórn blaðsins. Skúli gat þess einnig, að hinn nýi bún-
ingur væri mikið að þakka breytingunum, sem gerðar voru á formi
Vikunnar fyrir tveimur árum. En samt væri Fálkanum ekki ætlað að
verði keppinautur hennar. Efnisvalinu yrði hagað á aðra lund en i
Vikunni, en hann kvaðst vona, að þessi tvö blöð gætu í félagi spornað
að einhverju leyti á móti hinu endalausa flóði af blöðum og tímaritum
frá útlöndum, þótt ríkisvaldið gerði á margan hátt innlendri blaða-
útgáfu erfit.t fyrir í samkeppninni við hina erlendu.
Niðurlút skrifstofudama
10