Vikan


Vikan - 08.09.1960, Qupperneq 29

Vikan - 08.09.1960, Qupperneq 29
Myndskreytti maðurinn Framhald af bls. 8. — Hjálp! veinaði hún. Það rann blóð úr mynd- inni á brjósti hans. Hann greip utan um háls hennar og kreppti fingurna. Hún minnti á lírukassa, sem þagnar með veik- um skræk. Það heyrðist þrusk fyrir utan, fólk á fleygiferð. William Philippus Phelps opnaði dyrnar og gekk út. Þau biðu eftir honum: Beinagrindin, Dvergur- inn, Loftbelgurinn, Yoginn, Rafmagnskonan, Karl Alfred, Seladrengurinn. Allir þessir vanskapnaðir biðu úti í nóttinni í þurru grasinu. Hann gekk til móts við þau. Honum fannst hann verða að flýja. Þetta fólk mundi ekki skilja neitt, — þetta var ekki hugsandi fólk. Og vegna þess að hann flúði ekki, létu vanskapaðirnir hann í friði. Þeir fylgdust hneð honum, til þess að hann kæmist ekki undan. Hann gekk út á myrkan ak- urinn. Sumargolan straukst við vanga hans. Hann gekk rakleiðis áfram án þess að gera sér ljóst, hvert hann var að fara. Þau horfðu á hann fara og sneru sér loks við. Allir þyrptust að þöglum vagninum og opnuðu dyrnar hægt .... Myndskreytti maðurinn gekk enn á þurrum akrinum handan við bæinn. — Hann fór í þessa átt! hrópaði veik rödd. Ljósker sáust blika á hólunum. Hann sá myrkar verur koma hlaupandi. — Já, en þetta voru einu skórnir, sem hann hafði áhuga á að kaupa. William Philippus Phelps veifaði þeim. Hann var þreyttur. Nú vildi hann iáta handsama sig, — annað ekki. — Þarna er hann! Ljóskerin breyttu um stefnu. — Komið þið! Við skulum handsama þrjótinn' Myndskreytti maðurinn stökk aftur af stað, en gætti þess þó að fara ekki hratt yfir. Hann féll viljandi tvisvar. Þegar hann leit við, sá hann tjaldsúlurnar I höndum þeirra. Hann stökk að ljóskeri við eina götuna, þar sem öll sumarnóttin virtist saman komin. Sveimur sldflugna, engisprettur, sem sungu til ljóssins, — allt steyptist mót honum. Og hann komst að ljóskerinu og gekk enn af augum. Hann þurfti ekki að lita við. Á götunni fyrir framan sig sá hann skuggamvndir hðrra tjaldsúlna, sem þutu upp, upp, upp, og virtust loks falla niður. Ein minúta fæddist og dó. 1 gilinu i fjarska sungu engispretturnar. Van- skapnaðirnir stóðu yfir myndskreytta manninum fallna. Tjaldsúlurnar námu við jörðu. Loks veltu þeir honum á kviðinn. Það rann blóð úr munni hans. Þeir rifu plásturin af baki hans. Þeir störðu lengi á myndina nýju. Einhver hvíslaði. Annar bölvaði I lágum hljóðum. Granni maðurinn oln- bogaði sig burt úr þrönginni, gekk afsíðis og kastaði upp. Vanskapnaðirnir störðu titrandi á meðbróður sinn og hurfu loks hver af öðrum og skildu myndskreytta manninn eftir á mannlausri götunni með munninn fullan af blóði. 1 veikri skímunni mátti grilla á afhjúpaða mynd- ina. Myndin var af fjölda vanskapnaða, sem lutu yfir feitan mann, sem var að dauða kominn á myrkri og mannlausri götu. Allir horfðu á hörundsflúr á baki hans, sem átti að tákna fjölda vanskapnaða, sem lutu yfir feitan mann, sem var að dauða kominn, á.,.. Söng og óperuskólinn Framháld af bls. 18. þúsund krónur í hvort skipti, og hefur það verið honum góður stuðningur, einkum þar sem allt húsnæði hefur jjurft að taka á leigu. í ráði er að stofna í haust Styrktarfélag Söng- og óperu- skólans. Gjaldið verður 100 kr. á ári, og haldnir verða tvennir hljómleikar árlega fyrir félaga. Vincenzo Demetz var ráðinn söngkennari við alþjóðlegt tónlistarnámsskeið, sem haldið var nú í sumar í Shlzburg í Austurrfki, og dvaldist Iiann þar frá 25. júlí til 25. ágúst. Þarna voru saman komnir allir helztu tónlistarkennarar lieims, og er þetta því mikil viðurkenning til handa Demetz og hinum islenzka söngskóla hans. if V Hið alþekkta danska er nú fáanlegt hér á mjög hagstæðu verði. PRJÓNAGARN . margar tegundir i öllum litum. IÐNAÐARGARN Orlon. Perlon, Dralon og ull í öllum gæðaflokkum Umboðsmenn: ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO H.F. « ;• • t • ? W '* J - X' > Z ‘vl7 Harmsaga hæzta manns veraidar Framliald af bls. 27. fór á veiðar, elti hann ætið hópur blökkumanna, er köstuðu sér eins og ránfuglar yfir matarleifar þær, sem hann skildi eftir sig. Ef hann átti að fá nægju sína, varð hann að éta heilt rádýr á hverjum degi. HALLAR UNDAN FÆTI. Eftir þvi sem lengra leið, gerðist lífið illþolanlegra fyrir Daniel. All- ir voru hræddir við hann. Enginn þorði að vera með honum. Eitt sinn var stungið upp á því við hann að láta skera sundur eitthvað af taug- um og sinum í úlnliðunum til þess að draga úr ógnarafli þvi, sem í íinefum hans bjó. Hann féllst á þetta. Skurðurinn var gerður, og Daniel vonaði, að aðgerðin dygði sér. ___ Það reyndist líka svo, að hnefar hans urðu nærri máttlausir hjá því, sem áður hafði verið, en handlegg- irnir voru jafnsterkir. Og vöxturinn, — jú, hann hélt áfram. Læknar komu úr öllum áttum og löndum til að rannsaka þetta furðulega fyrir- brigði. Því var miður, að þeir greiddu honum ekki nægilegt fé til þess, að hann gæti lifað af að sýna sig. Um hríð hafði hann ofan af fyrir sér sem vökumaður við holds- veikrastöð. Um 25 ára aldur var hann 330 sentímetra hár risi. Hann tók hverri vinnu, sem til féll, sýndi sig fyrir peninga, en tekjurnar fóru si- minnkandi. Það bættist og við, að langvarandi þurrkar gengu yfir landið, svo að villidýrin flýðu brott af veiðilöndum Daníels. Tók hann þá að svelta. Héraðsstjórinn veitti honum að vísu nokkurn styrlc, en langt frá því nógan, til þess að hann mætti draga fram lifið á honum. Stritvinnu gat hann ekki stundað lengur, því að mátturinn var að miklu leyti horf- inn úr höndum hans. Eigi að síður komst linnn ekki af með minni mat en sex til átta átvögl af stærstu teg- und. Hann flakkaði um, ógæfusamur og einmana. alls staðár óvelkominn og hafði aldrei nóg i sig. Flestum stóð ógn af honum. Kynbræður hans kölluðu hann nú „friðsama jötun- inn“, þvi að hann dró sig ævinlega i hlé, ef einhver bauð honum í bardaga. HRYGGILEG ÆVILOK. Yfirvöldin héldu áfram að veita honum aðstoð, en ekki nógu ríflega til þess, að maðurinn, sem át á við sex, gæti lifað af því. Það kom nú æ oftar fyrir, að hann hvarf brott úr byggðum héruðum og hafðist við úti á eyðimörkum sem allra lengst • frá öðrum mönnum. Kom hann þá aðeins vikulega fram úr frumskóg- inum til að sækja matarskammt sinn. Vorið 1958 hvarf hann að fullu, og héldu margir, að hann væri þá dauður. En tiu mánuðum seinna kom hann til að taka á móti matar- skammti sínum. Hugði hann, að nú lægi fyrir matur frá tíu mánaða tímahili og biði sin. En þegar það upplýstist, að hver vikuskammtur var sendur brott að vikunni liðinni, rak hinn „friðsami jötunn“ Nigeriu upp öskur af reiði og vonbrigðum. Svo livarf hann út til auðnanna að nýju. Nú fyrir skömmu leitaði trúboði þorpsins á fund hans til að segja honum þau gleðitiðindi, að vöru- bifreið væri á leiðinni til hans með vistir handa honum i heilan mánuð. En joað var um seinan. Jötunninn lá endilangur á moldargólfinu i kofa sínum — og var látinn. Krufning var gerð á líkama hans, en á honum fundust engin sjúk- dómseinkenni. Banameinið var hreint og beint hungur. Síðan var Daníel Onwbuta jarð- settur. Iiista lians var 3,60 metra löng og meir en metri á breidd. Við gröf hans bað trúboðinn þess, að maðurinn, sem aldrei hafði átt af friði að segja hér í lifanda lifi, mætti i dauðanum finna hinn eilifa frið. VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.