Vikan


Vikan - 08.09.1960, Síða 33

Vikan - 08.09.1960, Síða 33
hópur, sem ég rak i rétt, og hann tók antláH. Þegar hann svo hafði valið sér nokkrar úr hópn- um, ætlaði ég að fara, en þá færir hann mér svart lamb og sagði mér að eiga, þvf að það væri sín eign, en ekki stolið, og því mundi gæfa fylgja. Mig dreymdi öðru sinni, að ég kæmi heim til mömmu og pabba, en heima hjá þeim hef ég ekki verið lengi. Færði ég mömmu kött, sem ég var nýbúin að eignast. Hann var svartur, með hvíta fætur og skott. Þykir mér þá sem mamma segi: „Hvað ertu að gera með þennan kött, — þú, sem átt gráan kött?“ En ég svara henni og reiddist við: „Ég er orðin leið á grá- um köttum og vil nú eiga svarta.“ Draumspök. Svar til draumspakrar. Fyrri draumurinn merkir smávegis aftur- för og erfiðleika. Seinni draumurinn bendir til, að þú sért að sækja í þig veðrið. Til draumráðanda Vikunnar. Mig dreymdi tvo drauma, sem mig langar til að biðja þig að segja mér, hvað þýða. — Mig dreymdi, að kunningi minn væri að taka af mér ljó'smynd og setja mig upp á kassa eða eitthvað þess háttar, en svo tók hann mig niður. Mér fannst í svefninum hann enga filmu hafa í vél- inni. — Hinn draumurinn er svo hljóðandi: Þessi sami maður á bíl, og mér fannst ég eiga hílinn. En allt í einu breyttist bíllinn í svart járnrúm, eins og rúm eru á sjúkrahúsum. Mér fannst pabbi minn, sem er dáinn fyrir tveimur árum, vera í þvi. Viltu nú vera svo góður að segja mér, fyrir hverju þessir tveir draumar eru? Með fyrir fram þökk. Dídí. Svar til Dídíar. Fyrri draumurinn varar þig við að gagn- rýna aðra of mikið, en hinn síðari er fyrir velgengni í ástamálum á næstunni. Ha, — skugginn af pabba mínum er mikið stærri en af pabba þínum! Kæra Aldís. Eftir nokkra mánuði ætla ég að gifta mig manni sem ég elska mjög heitt. Aðeins eitt skyggir á gleði mína og tilhlökkun. Svo er mál með vexti, að unnusti minn hefur slikar hug- myndir um mig að engu tali tekur. Ég er i hans augum engli líkust, saklaus og hrein, veit ekk- ert hvað iífið er og þar fram eftir götunum. Nú er þetta svo fjarri sanni sem mest má vera. Hann er ekki fyrsti maðurinn í lifi mínu, og reyndar ekki annar heldur, svo að ég segi frómt frá. Allt þetta hefði ég svo gjarnan viljað tala um við hann, segja honum satt og rétt frá öllu. Sjálfur hefur hann lifað nokkuð hátt, það segir hann sjálfur, og ekki gerir það mér neitt til, en ef hann seinna meir kæmist að einhverju um mig sem ég hef haldið leyndu, mundi hann þá geta tekið því? Ég er hálfhrædd og kvíðin í sambandi við þetta, og vildi helzt hafa þetta allt á hreinu. Það er alveg vist að aldrei myndi það henda mig að svíkja hann á einn eða annan hátt. Nú er ég hálft í hvoru hrædd við að missa hann ef ég ekki held áfram í hlutverki Mjall- hvítar. Hvað á ég að gera? Gráhvit. Kæra Gráhvít. Ég mundi nú hætta á a ðtala út um þetta við hann. Honum hlýtur þá í það minnsta að skiljast að hann hefur valið sér kjarkmikla og hreinskilna stúlku, og það eru eiginleikar sem eru mikils virði. Ef þú heldur áfram í þessu glansmyndarhlutverki, er hætt við að þú í framtíðinni haldir áfram að lifa í eilífri óvissu og kvíða, því að alltaf getur eitthvað það komið fyrir sem gæti vakið grunsemdir hjá unnusta þínum. Vertu alveg hreinskilin núna, það fer bezt á því, enda þótt það liggi í augum uppi að það sem skeði áður en þið kynntust og trú- lofuðust, getur hann ekki áfellst þig fyrir. Ef hann gerir það, er hann ekki rétti mað- urinn fyrir þig. Með kveðju. Aldís. Svar til XXX. Þú verður að fyrirgefa ef þér hefur fundist biðin löng, en eins og þú sjálfsagt skilur þá verður þetta að ganga nokkurn veginn í röð. Það er mjög erfitt að svara bréfi þínu á þann veg sem þú biður um, þess vegna hef ég þetta stutt. Ég veit að þetta fyrirkomulag er til, og er rayndar ekki óalgengt, en í flestum til- feilum hafa afleiðingarnar orðið einmitt þær sem þú minnist á og ert hrædd við. Þess vegrta ráðlegg ég þér að reyna að slá stfik yfrr þettá'og láta' það ckki gariga. lengra, ég býst víð að það ýrði heilladrýgst'fyrir alla aðila. Nú er hann farinn og verður burtu í tvö rnánuði. Allt gæti hafa breytzt þegar þið hittist næst. Ef ekki, þ áskaltu leita þér upp- lýsinga viðvíkjandi fyrri spurningunni hjá lögfræðingi, og hjá próf. N. Dungal, viðvíkj- andi þeirri síðari. Ósk þinni um fleiri greinar um stjornur og stjörnuspár hef ég komið áleiðis til réttra aðila. Ég get hughreyst þig með því að þitt bréf er ekki lengsta bréfið sem ég hef fengið, svo að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þvf. Að endingu sendi ég þér beztu kveðjur og vona að allt gangi að óskum, Aldfs. Margvislegt er manneðliS,' það má meS sanni segja. Um daginn var hér á ferSinni bréf frá konu sem kvartaSi sáran undán óþolandi fram- konm mannsins síns sem opnaSi öll hennar bréf og las þau liiklaust. Nii er hér bréf frá konu sem er mjög ergileg yfir því að fá ekki að lesa öll bréf mannsins síns. Hún segir: Við hjónin erum mjög hamingjusöm og sam- rýmd, en það er eitt sem angrar mig mjög, og það er það að ég fæ mjög sjaldan að lesa bréf sem hann fær, þó að ég sýni honum alltaf öll mín bréf. (Hann biður þó aldrei um það sjálf- ur). Þetta kvelur mig. Hvað á ég að gera? Með fyrirfram þökk. . Gróa J. Kæra Gróa. Það er ekki rétt að taka það sem sjálfsagðan hlut eða skyldu, að hjón sýni hvort öðru hvert einasta bréf sem þeim berast. Það verður að taka tillit til þeirrar persónu sem bréfið skrifar. Bréfritarinn mundi ef til vill ekki skrifa eins frjálslega eða eðlilega ef hann vissi að það ætti að korna fyrir auga annarra en hann í rauninni ætlast til. Ég álít þessa löngun til að hnýsast í bréf Ég reyni aldrei að semja . . . Hvítadal, Sigurð Einarsson í Holti, Vil- hjálm frá Skáholti, Þorstein Eríingsson, Kristmann Guðmundsson og' Ingólf Kristjánsson.“ „Þú hefur aldrei samið sjálfur text- ana við lögin þín?“ „Nei, ég hef aldrei fengist við að semja Ijóð eða sögur. Það eina sem ég hef skrifað um ævina eru ástarbréfin, sem ég hnoðaði saman á mínum yngri árum.“ „Þú gefur þau náttúrlegá ekki út?“ „Nei, ætli það. En ég hugsa að eitt- hvað af innihaldi þeirra liafi komið fram í tónunum.i sumum lögum mínum.“ „Og þér finnst þú vera eþis „enevgisk- ur“ við lagasmíðina og eins frjór og þú varst í gamla daga?“ „Já, alls ekki síður. Annars kemur þetta eiginlega af sjálfu sér og allt i einu, ég reyni aldrei beinlínis að semja — og alls ekki þegar ég sit við hljóð- færið.“ „Já, andinn verður auðvitað að vera til staðar. En kemur hann þá yfirleitt a ])ægilegum heimsóknartima?“ „Það er nú svona upp og ofan, t. d. núna einmitt í þessu datt mér svolítið í hug — hvernig finnst ykkur þetta? ... Og Sigfús raular fyrir okkur stutt stef, sem hafði skotið upp i kollinum allt í einu, og innan skamms er hugur hans svifinn langt i burtu — inn i heim tónanna. Og þar sem við viljum ekki standa i vegi fyrir tilkomu hins nýja lags, köstum við lauslega kveðju á Sigfús og höldum til dyra. lU. . .... .. - . ... — Veikindi yðar eiga rót sína að rekja til of mikilla peninga, kæra forstjórafrú, — en því get ég vel bætt úr! VIKAN 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.