Vikan - 01.12.1960, Blaðsíða 2
veitir y3ur íullkomið permanent og greiðslu að eigin vali—og
það er Even-Flo hárliðunarvökvinn, sem leysir allan vandann
Hið dásamlcga nýja Toni gerir yður ennþá
auðveldara en yður gat áður grunað, að
setja permanent i hárið heima og leggja
það síðan að eigin vild, — en það er Even-
Ti-lo hárliðunarvökvinn, sem leysir allan
vanda: — því hann liæfir öllu hári og
gerir það létt og lifandi, sem í raun og
veru er aðalatriði fagurrar hárgreiðslu,
varanlegs og endingargóðs permanents.
HYAÐ ER AUÐVELDARA?
Fylgið aðeins hinum einföldustu leiðbein-
ingum, sem eru á islenzku, og permanent
yðar mun vekja aðdáun, vegna þess hve
vel hefur tekizt að gera bylgjurnar léttar
og lifandi.
GENTLE fyrir auðliðað hár
SUPER fyrir erfitt hár
REGULAR fyrir venjulegt hár.
VELJIÐ TONI VIÐ YÐAR HÆFI.
Fleiri hurðir fyrir — —
Kæra Vika.
Ég vildi gjarnan fá að sjá fleírí þætti í
Vikunni svipað og greinin hans Lofts Guð-
mundssonar: „Skelltu hurð fyrir landnorðrið,
kelling“. Það var harkaleg ádrepa og rólegar
þenkingar í senn og ég held að margir hafi
gott af því að sjá svoleiðis.
íhugull.
Póstur.
Hver var hann þessi liáskólakennari, sem
sagt var frá í grein Lofts Guðmundssonar í
Vikunni fyrir nokkru? Er það kannski skáld-
saga?
Ari fróði.
Nei, það var ekki skáldsaga, maðurinn er
ao vísu ekki lifandi lengur, en sagan a
sönn. Hins vegar skiptir það ekki máli. Aðat-
atriðið er líkingin, sem höfundur bendir á,
milli mannsins og nútíma-íslend;nga.
Oánægja með þrjú sýningar
Kæra Vika.
Á sunnudaginn fór ég með stráknum minum
í þrjúbíó, því að hann er enn of IítiII til þess
að fara einn. Og ég Lýst við, að ég leyfi hon-
um seint að verða nógu stórum til þess, ef
því fer fram, sem nú er.
Fyrir utan kvikmyndaliúsið var hópur
krakkaj æpandi og skrækjandi, hrindandi. og
sláandi, en jæir sem skki stunduðu þá iðju
höfðu aðra og varla betri. Svo var að sjá
sem við kvikmyndahúsið væri allsherjarmarlt-
aður óvita, þar sem verzlunarvaran voru
gömul og þvæld hasarblöð. Látum nú vera,
þó slik eignaskipti séu höfð, en drottinn
minn dýri, blöðin voru svo þvæld og drullug,
að myndirnar sáust varla. Mér datt bara i
hug, hvort borgarlæknir eða lieilbrigðisyfir-
völdin hefðu hugmynd um þennan markað?
Pabbi.
Ég hef áður heyrt talað um þennan mark-
að, en aldrei séð haiui, þar sem ég er barn-
laus. Við skulum vona, að borgarlæknir og
heilbrigðisyfirvöldin lesi þetta bréf og það
verði til þess að sýnishorn af þessari verzl-
unarvörn verði efnagreind.
Annað bréf um sama efni
Iíæra Vika.
Við erum nokkrar mæður, sem erum að
velta því fyrir okkur, hvort verið geti að
börnin hafi gott af þeim myndum, sem kvik-
myndahúsin ætla þeim sérstaklega í þrjúsýn-
ingum á sunnudögum. Oft eru þetta bandarískar
bófamyndir með morðum og drápum á vixl,
ránum og pyndingum á milli. Svo þegar krakk-
arnir koma út, benda þau hvort á annað með
puttunum og segja bang bang, þú ert dauður.
Þegar þau eldast, fara þau svo út í róttækari
aðgerðir og taka að stela og hnupla til þess
að verða menn með mönnum og apa eftir
þessum hetjum, sem þeim eru sýndar í bíó-
unum.
Væri ekki hægt að bæta eftirlitið með þess-
um myndum og líka að bæta eftirlitið í kvik-
myndahúsunum? Þar tryllast krakkarnir