Vikan


Vikan - 01.12.1960, Blaðsíða 5

Vikan - 01.12.1960, Blaðsíða 5
VIÐ LÆKJARTORG Allir eiga leið 11111 Lækjartorg: SailIVÍlIIIII^IiarÍNjððurÍllIl leggur áherzlu á lipra og örugga þjónustu. — Opið alla virka daga frá 10 fh. — 12%, 2 eh. — 4 og 6 eh. — 7 nema laugardaga frá 10 fh._12.30. Samvimuisparisjoðiiriim við Lækjartorgr. 4 VIKAN Turnar dómkirkjunnar í Uppsölum gnæfa yfir bœinn. Nokkur íslenzk skinnhandrit eru varðveitt í Stokk- hólmi og Uppsölum. Tvö þessara handrita munu vera einhverjir mestir þjóðardýrgripir islenzkir. Er hér átt við skinnbækur þær hinar miklu, Hómilíubók og Uppcala-Eddu. Hómiiiubók er varðveitt í Stokkhólmi. Bókin er talin elzta skinnhandrit íslenzkt, sem geymzt heíur nær þvi heilt og óskcrt. Á bókinni, sem hefur að geyma guðsorð, birtist islenzk tunga eins og b.ún var göíugust á öndverðri 12. öld. í há- skólabókasai'ninu i Uppsölum er varðveitt mjög merkt Edduhandrit, kennt við staðinn og nefnt Uppsala- Edda. A titilblaði bókarinnar er þessi fyrirsögn: „Bók þessi heitir Edda. Hana heíir saman setta Snorri Sturiu sonr.“ — Munu þessi orð vera eina heimildin, sem fundizt hefur íyrir því, hver sé höf- undur Eddu. Uppsaiir eru elzta menntasetur Svíarikis. Þar námu Svíar fyrst fornsögu sina og mest af íslenzk- um bókum, því að þeir áttu sjálfir enga sltráða l'orn- sögu. hftir að við höfum dvalizt daglangt um kyrrt i Stokkhólmi, gerum við sérstaka ferð til Uppsala og ekki hvað sízt til að sjá Uppsala-Eddu. En við kom- um að iæstum dyrum í haskóiasalninu. Jónsmessu- liatiðin er að kvöidi, og ölium opinberum stol'nunum er iokað i tlag, — svo að það verður ekkert af því, að við fáum að sjá merka skinnbók að sinni. Uppsaiaaomkirkja er hátimnrað og veglegt guðs- hús. pegar við komum þar, erum við góðíúsiega beðin aö hraoa gongu okkar sem mest um kirkjuna, þar sem hjonavigsia eigi að fara þar fram nú á stund- inni. Við íorum að öliu að boði kirkjuráðsmanns- ins, en vnjum bins vegar ekki nussa al' eins forvitni- legn aLhom og kirkjubrúðkaupi, svo að við tyllum OAkur mioskips í kirkjunni. Pað er sunginn saimur, og presturinn tónar fyrir allarinu. Fáeinar prúðoún- ar manneskjur sitja i kórnum. Brátt uppheist mikill organsiáttur, og brúðhjónin hel'ja gongu sína inn emr kirkjugóifinu, manneskjur i broúdi lífsins, hún i engiihvuu brúoariini, iturvaxin og með gríska á- sjónu, hann karimanniegur i bezta máta, klæddur liðsíoringjabúningi. Brúöurin hreyfir sig yndislega, og það er þessi munuðsæii sætieiki i svipnum, sem fer fö'grum konum svo einkar vel. En aiit svipmót brúðgumans er þrungið þvíiíkum hátíðieik og ábyrgð- arþunga, að heizt má ætla, að hann sé að ganga fyrir aitarið tii að taka við konungdómi yfir Svíariki. Hér, i þessum fornfræga háskóiabæ, eru búsettir nokkrir mætir íslandsvinir, sem hafa lagt stund á íslenzk fræði og bókmenntir. Einn þessara ágætu vina okkar gerist leiðsögumaður okkar til Gömlu- Efri mynd: I Uppsölum eru margar gamlar minjar, meOal annarra Uppsalaliöllin svonefnda, sem byggS er í svipuöum stíl og margar gamlar hallir d Noröurlöndum. Neöri mynd: Konungalmugarnir viö Gömlu-Uppsali. Þar er taliö, aö þrír konungar af Ynglingaætt hafi veriö heygöir. Uppsala að sýna okkur konungshaugana frægu, ein mestu kumbl á Norðurlöndum. Haugar þessir eru þrlr, liggja samhliða, og er sá í miðið þeirra m.klu mestur. Talið er víst, að Aun konungur, d. um 500, liggi í einum haugnum, en ekki er vitað með vissu, i hverjum haugnum hann hefur verið heygður. Leiðsögumaður okkar er hniginn á efra aldur, en ber aldurdóminn þannig, að þar sem þessi maður er, kemur manni eink- um i hug aldinn fornkappi og þá kannski allra helzt Egill Skalla-Grímsson. Maður- inn er hár og herðibreiður, svipurinn mikilúðlegur, augun arnhvöss, hár og skegg alhvítt. Hann heitir Hrólfur Nord- enstreng og talar mjög forneskjulega ís- lenzku. Hann heilsar á fararstjórann okkar með þessum orðum: — Eigi vildi ég eiga þig að andskota, svo kraftalegur sem þú ert. Hrólfur Nordenstreng hefur mjög lagt fyrir sig norræn fræði og málvísindi og samið nokkrar bækur, er fjalla um fræði- greinar hans. Þessar bæltur njóta virðing- ar og þykja merkisrit á sínu sviði. Hrólf- ur hefur einu sinni heimsótt ísland, fór þangað i brúðkaupsferð. Það var vorið 1913. Hann ann öllu, sem íslenzkt er og frábært má teljast á sviði fagurra mennta, ann því svo sem íslenzkur væri og les BRUGÐIÐ LÉIK VI. Ferðaþættir eftir Óskar Aðalstein IPPSALIR bókmenntir okkar mikið og stöðugt. Hann getur þess, að bókasafnið í Ujjp- sölum eigi sæmilegt safn íslenzkra bóka, þó saknar hann þar ýmissa merkisrita, einkum frá 18. og 19. öld, þar á meðal verka Jónasar Hallgrimssonar. Hrólfur hafði kynni af Finni Jónssyni prófessor og Guðmundi Finnbogasyni landsbóka- Framhald á bls. 27. VIICAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.