Vikan


Vikan - 01.12.1960, Blaðsíða 11

Vikan - 01.12.1960, Blaðsíða 11
lokuðum augum. Þetta bros gerði Stetten hræddan. Það var dauðþreytt, ‘en um leið glaðvakandi og bar vitni ’djúpri . geðshræringu. „Þvílík nótt,“ hugsaði hann, — „undursamleg nótt." Skyndilega byrjaði Grúsinskaja að hvísla á rússnesku. Stetten skildi hana ekki, en hún var að segja hon- um frá lífi sínu. „E'kkert hefur hent mig, sem máli skiptir," muldraði hún, „en nú byrjar lífið. Það er sannleikur. Ég þekki aðeins metnað og vinnu, •— aðeins flýti og þreytu, — kulda í hjarta mínu — og einmanaleika. Bernska min var ömurleg, — ekk- ert annað en dans, — ný skref ■— og þreyta, — ekkert annað en æfinga- salurinn í keisaralega skólanum, stranga kennslukonan og ballettkenn- arinn. Svo kom starfið — og svo prinsinn, sem mér var skipað að iifa með, þegar ég var seytján ára gömul. * Barnið tóku þeir frá mér strax eftir fæðinguna. Þá var ekkert eftir, að- eins framinn, — dauði og kuldi í hjarta mínu. 1 draumi, — já, í draumi hefur mig grunað, hvernig lífið gæti verið. Nei, ég hef i rauninni aldrei lifað. Svo var hræðslan við að verða gömul, þetta hræðilega erfiði við að halda sér ungri, áreynslan við að vera fal- leg og létt á fæti og betri dansmær en allar hinar. Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að ná góðum ár- angri og alltaf nauðsynlegra að gera eitthvað í auglýsingaskyni. Og fyrstu fellingarnar á hálsinum, — fyrstu fíngerðu hrukkurnar undir augunum — og allir þessir miskunnarlausu leik- hússjónaukar. En nú finn ég það, að ég er lif- andi. Ég finn það vegna þess, hve dauðinn var nálægur. En hvað lífið er unaðslegt og um leið hræðilegt. Þú verður að elska mig, ókunni mað- ur. Þú átt að vera góður við mig. Stattu ekki svona langt frá mér.“ „Hafið þér kvalir? — eða sótt- hita?“ spurði maðurinn, þegar hún þagnaði. „Nei, allt er svo yndislegt núna.“ Stetten gekk nær, hún opnaði augun og leit á hann, og hin djúpa þrá í augum hennar dró hann til hennar. Hann féll á hné hjá henni. „Þú ert svo falleg," stundi hann og tók um hönd hennar. „Hvað hefur komið íyrir okkur? Finnur þú það lika? Þú ert svo undur-dásamleg.“ „Segðu meira, haltu áfram,“ bað Grúsinskaja. „Þú heyrir mér til. Ég hef bjarg- að þér frá hel, og nú á ég þig. Allur heimurinn er sem nýr. Þú og ég, —• við erurri alein í þessum heimi, — enginn annar, — ekkert annað." „Ekkert annað,“ hvíslaði konan. „Og við, við viljum lifa.“ Eftir nokkra stund slokknaði ljósið á lampanum. Úti fyrir söng mylluhjól- ið, og fiðrildin strukust mjúklega við gluggann. Tíu líkum hafði verið náð undan rústunum. Það, sem að öllum líkindum ýtti þessum tveimur manneskjum hvorri Framhald á bls. 35.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.