Vikan - 01.12.1960, Blaðsíða 38
r
JOHMSON’S BÓH
BEITA HÚSHJÁLPIN
H.F.
MÁLARINN
Sími 11496
í litlu landamæra-
þorpi
Framh. af bls. 35.
að taka afleiðingunum af því. Blöðin
mundu gera mikið veður út af þessu.
Anastasíat Skyndilega datt henni
Anastasía í hug. Nú yrði ekkert af
heimsókninni í þetta sinn.
Dauft bros lék um varir hennar,
það var háðslegt og lífsþreytt bros.
Já, nú þekki ég loksins lífið. Nú
þekki ég þetta mikilvægasta í lífi
fólks. Ástin! Hún er dásamleg, svo
lengi sem hún stendur, en hún virð-
ist dofna fljótt. Það er ekkert fyrir
mig!
Henni fannst hún vera þreytt og
þunglamaleg, þegar hún gekk yfir
að grænleitum speglinum. „Ég lít
hræðilega út,“ sagði hún. Hún stóð
eins og fjötruð fyrir framan spegil-
inp. „Vesalings gamla konan! Tveir
dagar án andlitssmyrsla, púðurs og
varalitar! Tveir dagar án nudds og
andlitsbaða!
Einni stundu seinna gat að líta
hrifandi sjón fyrir framan gömlu
mylluna. Lestirnar voru byrjaðar að
ganga, og með hinni fyrstu hafði
komið fólk frá Vin, — stór og snyrti-
lega klæddur maður með fallega,
ljóshærða dóttur sína. Það verður að
segjast, að hún var kannski full-fót-
stór og að augnhár hennar voru ekki
þétt, en annars var hún mjög geð-
þekk og indæl stúlka og mjög vel
upp alin. Herra von Stetten sat við
hlið hennar á bekk fyrir framan
mylluna. Hann hélt um hönd henn-
ar og sagði henni frá járnbrautar-
slysinu. Honum leið illa, og hann var
kvíðinn. Hvað mundi gerast, þegar
hin konan kæmi niður og ávarpaði
hann blíðlega og færi að tala um
daginn i gær, — þennan dásamlega
dag, sem nú heyrði fortíðinni til?
En það var engin ástæða til að hafa
áhyggjur. Grúsinskaja stóð við
gluggann og leit á sviðið fyrir neð-
an sig þarna úti. Hún var sorgbitin,
en ekki örvæntingarfull, frekast ang-
urvær.
Þá ók stór bíll heim að myllunni.
Bílstjóri sat við stýrið, og I aftur-
sætinu var Sardowský og tveir
ókunnir menn, og nú sá Grúsinskaja
vingjarnlegt andlit Wittes þar líka.
Hann tók sólgleraugun af sér og lit-
aðist um. Malarinn og kona hans
bentu upp í glugga Grúsinskaju.
„Ég kem,“ kallaði Grúsinskaja á
frönsku.
Grúsinskaja gekk út úr húsinu og
þakkaði malarahjónunum fyrir gest-
risnina og klappaði Witte á kinnina.
Þetta var fallega á svið sett. Menn-
irnir höfðu kvikmyndavél meðferðis,
og ókunnu mennirnir tveir sneru
henni ákaft.
Grúsinskaja gaf sér góðan tíma.
Hún hafði oft verið kvikmynduð og
vissi upp á hár, hvernig hún átti að
haga sér. Áður en hún fór inn í bíl-
inn, gekk hún að bakkanum og rétti
Stetten höndina. Hann þorði varla
að snerta hana.
„Þakka yður hjartanlega — fyrir
allt," sagði hún á frönsku, sneri sér
við með yndisþokka, steig inn í bíl-
inn, og hann ók áf stað.
„Hver var þetta?" spurði unnusta
Stettens og horfði á eftir bilnum.
„Ég veit það ekki, ástin mín. Ég
bjargaði lífi hennar eftir járnbraut-
arslysið, en ég veit ekki, hver hún
er,“ svaraði Stetten hógvær.
Leiðin var aftur greiðfær, allar
menjar járnbrautarslyssins horfnar.
Grasið var enn þá sviðið, en brátt
gæti enginn séð, hvaða slys hafði
hent hér — í þorpinu við landa-
mærin. ★
íslenzk hefnd
Framh. af bls- 9.
að hann glúpnaði, er hann tók að
hugsa um afleiðingarnar af illvirki
sínu, hypjaði sig utan þegar um sum-
arið og kom aldrei út aftur. En sá,
sem gerðist til að leysa heit Margrét-
ar og reka réttar þeirra beggja með
mannhefndum, var Þorvarður Lofts-
son. Þeir Teitur og Þorvarður ákváðu
að hittast með flokka sina í Skál-
holti á Þorláksmessu. Vissu þeir þá,
að Jón biskup mundi vera heima,
því að á messudag hins heilaga Þor-
láks var hið mesta helgihald i Skál-
holti, og safnaðist þá hið mesta fjöl-
menni þangað.
Dró Þorvarður saman hrausta
menn og áræðna um Byjafjörð, og
var þar fyrirliði með honum Árni
bóndi Magnússon í Dal í Eyjafirði,
er Dalskeggur var kallaður og áður
hefur verið minnzt á hér að framan.
Riðu þeir norðanmenn síðan suður
fjöll, svo að eigi kom njósn. fyrir
þeim, og komu í Skálholt um nótt-
ina fyrir messudaginn og settu tjöld
sín utar frá öðrum tjöldum. En svo
var mikið fjölmenni á staðnum, að
menn gerðu sér í fyrstu ekki ljóst,
hverjir þar voru komnir og hvaða
erinda. Þeir Teitur og hans menn
komu svo austan Skálholtshamar
öndverðan messudaginn, sem fyrr
getur. Og erum við þá komin að
atburðum þeim, er frá var grelnt í
upphafi þessa þáttar.
Því er aðeins við að bæta, að lík
Jóns biskups Gerrekssonar rak síðar
upp aftur við Ullarklett niðri hjá
hömrum, og var hann jarðaður í
Skálholtskirkju undir stað þeim á
gólfinu, er kirkjuprestur át oblátuna,
eins og áður gat. Níutiu og þrem
;trum seinna, er Skálholtskirkja
brann, þóttust menn finna nokkurn
vott líkkistu hans. Þeirra manna, er
tóku beinan þátt í aftöku Jóns bisk-
ups, hafa nöfn tveggja geymzt; hétu
þeir Jón og Ólafur. Er mælt, að þeir
yrðu báðir hamingjulausir og skamm-
lífir. Eru þeir nefndir í hendingum
þessum, er þar um eru kveðnar:
Ólafur illi,
biskupa spHlír.
Þó gjörði Jón verra.
Hann sá ráð fyrir herra.
Jón hafði varpað biskupi í ána,
en þá var svo mikil trú á helgidómi
biskupa, að seint mundu þeir svo
breytt hafa, að alþýðu hefði þótt
þeim rétt kjörinn dauði með svo
miklu stórræði sem þetta var framið
á allan hátt. Satt að segja hefur
ekkert verið í ráðizt af landsmönn-
um, er jafnast á við þetta, þegar þess
er gætt, hve mikill átrúnaður var
á öllu því, er hér kemur við sögu;
biskupinum, er líflátinn var, mess-
unni, sem vanvirt var, hvildardegin-
um, er mestur þótti nálega allra há-
tíða, er hafður var til stórræðanna,
og dómkirkjunni, er brotin var.
Sagt var um Jón, að hann hefði
ekki þolað í jörðu, eftir að hann dó,
og gengi aftur. Var hann þá graf-
inn upp og var með öllu ófúinn, að
því er segir í annálum. Síðan var
bundinn steinn við háls honum og
sökkt í stöðuvatn eitt, er í var sil-
ungsveiði, en um morguninn fannst
fiskurinn allur dauður rekinn upp
úr vatninu. En ekki varð vart við
hann siðan.
Æ. K.
*
35 VIKAN