Vikan - 01.12.1960, Blaðsíða 3
BOFAMYNDIR HANDA BÖRNUM
Margir eru óánægðir með þær kvikmyndir sem forráða-
menn kvikmyndahúsanna ætla börnum
alveg hreint, og þarf ekki annað en einn
byrji að öskra eða l'lauta, hin apa það óðara
eftir, og svo œtlar allt um koll að keyra.
Það er ófært, að ekki skuli vera hetra eftir-
tit, þar sem 000—800 krakkar á versta aldri
eru saman komnir.
6 giftar.
Seint verður svo gert, að öllum líki. Satt
er l>að, að oft eru myndirnar ekki eins
góðar og æskilegt væri, en oft eru líka
reglulega góðar barnamyndir sýndar, og
á ég þar einkum við teiknimyndir á borð
við hið bezta í framleiðslu Walts Disneys.
Bófamyndir, þar sem morð og dráp eru
til skiptis við rán og pyndingar eiga ekki
að sjást, og vissulega er þörf á að lierða
það eftirlit. Einnig væri æskilegt, að for-
ráðamenn kvikmyndahúsanna sæju sér
fœrt að auka eftirlitið með hegðun barn-
anna í kvikmyndahúsunum. Mér skilst, að
þar sé ekki vanþörf á.
Hænsnin á villigötum
Heimilisblaðið Vikan, Reykjavík.
Getur þú ekki gefið okkur gott ráð. Svo er
mál með vexti, að við húum í kauptúni úti
á landi og eigum hænsni en nágrannarnir eru
ailtaf að kífa út af þvi, að hænsnin okkar
fara stundum inn i garðinn til þeirra. Okkur
finnst, að þá geti fólkið bara girt betur.
Svo átti sonur þeirra barn með dóttur okkar
og stökk suður frá henni og vill hvorki sjá
hana né barnið. Nágrannarnir segja, að við
eigum sjálf að passa okkar liænsni en það
getur nú verið anzi erfitt, eins og j)ú veizt.
Við hlökkum alltaf til þegar Vikan kemur.
Með fyrirfram þakklæti,
Austfirðingur.
Eina góða ráðið sem ég get gefið, er að
gcra stíu fyrir hænsnin handa þeim að vera
i, þegar þau fura út. Þvi miður hefur bréfið.
verið heldur siðbúið til okkar, svo þið eruð
sennilega hætt að hleypa hænsnunum út,
þegar svarið kemur, en áður cn vorið kem-
ur á ný ætti stían að vera til. Það sparar
ykkur rifrildið við nágrannann, og hins ber
lika að gæta, að þá fær nágranninn ekki
þau egg, sem ykkar hænur kunna að verpa
í þeirra landareign.
Betri þjónustu í verzlunum
Kæra Vika.
Nú er svo komið, að það er varla hægt að
kaupa sér eina einustu flik á kroppinn, i friði
fyrir búðarstúlkunum. Maður fær kannski eina
flík til að máta i mátunarklefanum en maður
er varla fyrr kominn þar inn, en stúlkukindin
rckur inn hausinn og segir: hvernig fer þetta?
Hvernig líkar yður þetta? Mér finnst þetta
lireint óþolandi, þvi henni kemur ekkert við,
hvernig maður mátar, maður segir henni á
eftir, hvort manni likaði tuskan eða ekki.
Ein, sem vill máta í friði.
Við skulum vona, að afgreiðslustúlkurnar
láti „kúnnann“ máta í friði og lesi heldur
þetta bréf, meðan hann er að máta.
Kæra Vika.
Viltu koma því á framfæri við snyrtivöru-
verzlanir, að þær hafi sýnishorn af ilmvötnum
handa viðskiptavinunum. Það er ekkert að
marka, þó að nfaður fái að nasa úr glösunum
í búðinni, þvi lyktin kemur svo misjafnlega
fram, þegar maður er búinn að setja það í sig.
Ilmvatn, sem á vel við' vinkonu mina, getur
verið ólykt af mér. Sumar verzlánir hafa
pínulítil prufuglös sem þær gefa manni. Þá
má finna, hvernig lyktin kemur út á manni.
Channel 5.
Rétt segir þú, Channel mín. Það er aldrei
of mikið dekrað við nefin á okkur.
A ég að lána bílinn minn
Kæra Vika.
Fyrir nokkru kom maðurinn á haéðinni í’yr-
ir neðan til min, og bað mig að lána sér
b'íiinn minn, sem er nýlegur Fiat. Ég sagði
nei, en bauðst til að skutla honum bæjarleið,
er honum lægi mikið á. Hann sagði nei, og
síðan liefur hann ekki tekið undir, þótt ég
hafi boðið lionum góðan dag. Var það ókurteisi
af mér að neita bílláninu? __
Þú hcfiir væntanlega fengið tryggingar-
skirteini fyrir bilinn þinn, og þar er tekið
fram, ef ég man rétt, að tryggingin gildi
ekki ef billinn er í láni, og þá hefðir þú
setið laglega í súpnnni, ef eitthvað hefði
komið fyrir bflinn meðan liann var i láni.
Einu sinni á minum yngri árum bað ég
roskinn frænda minn að lána mér bilinn
sinn. Svarið sem hann gaf, ætti að vera
mottó fyrir alla bíleigendur: — Það er
þrennt, scm ég lána aldrei. Það er kerlingin
mín, pipan mín og bíllinn.
Framh. á bls. 32.
Bæheimskur krvstall
dýrmætasta gjöfin
Nýtísku form og glæsilegur stíll er
einkenni alls krystals, sem framleidd-
ur er í Tékkóslóvakíu. Spyrjið um
hann í sérverzlunum.
Höfum á boðstólum fagra listunna
öskubakka og kertastjaka
í gjafaumbúðum.
GLASSEXPORT
PRAHA CZECHOSLOVAKIA
VIKANf 3