Vikan - 01.12.1960, Blaðsíða 21
Æ þessir blaðamenn . ..
En það uppátæki! Elta mig uppi útl á túni
og stilla mér upp á gamlan stól til að taka
mynd af mér. Er það nokkur furða, þótt
maður sé svolítið feiminn. Ég er líka alls
óviðbúinn, ógreiddur og ekki í sparifötun-
um mínum, en ég vil auðvitað vera fínn,
þegar blaðaljósmyndarar koma í heimsókn.
Þó ég sé ekki hár I loftinu og eigi ekki
heima í þessari fínu Reykjavik, finn ég þó
pínulítið til mín — pabbi minn er nú odd-
viti hérna í Selvoginum, og ég ætla npér
að verða að minnsta kosti hreppstjóri, þegar
ég er orðinn stór. Og þá ætla ég að banna
öllum blaðamönnum að koma og taka
myndir af fólki og skrifa svo einhverja vit-
leysu um það!
Þar sem jólin byrja í nóvember
Október var ekki að fullu liðinn, þegar jóla-
útstillingin var komin i allri sinni dýrS i
verzlunarglugga einn i miðbænum. Það var
í Rammagerðinni. Þar sem okkur þótti þetta
fullsnemmt, skruppum við inn og gerðum boð
eftir kaupmanninum. Hann heitir Jóhannes
Bjarnasoh.
— Eru jólin að koma?
— Já, það er ekki ýkjalangt í þau.
— Þið vitið samt betur um nálægð þeirra
en aðrar verzlanir.
-— Þetta er nú i sambandi við „súvenír“-söluna
okkar. Það eru nú komin tvö ár, siðan við
byrjuðum á þessu.
-— Er ekki fullsnemmt að byrja jólin í október?
—- Það er nú hér um bil kominn nóvember.
Svo er þetta líka sérstök þjónusta við fólkið.
Það eru svo margir, sem þurfa að senda ætt-
ingjum og vinum erlendis jólagjafir, og það
tekur allt upp í tvo mánuði að senda þær út
með skipum. Það er svo dýrt að senda þær
með flugvélum, að það geta fæstir. Auk þess
þarf fólkið tima til að átta sig, þegar það er
búið að slcoða vörurnar.
— Þið stílið sem sagt aðallega á sendingar
til útlanda?
— Já. Og hvað heimamarkaðnum viðvikur,
þá dreifir þetta sölunni á tvo mánuði, í stað
þess að allt kemur i belg og biðu.
Framh. á bls. 27.
Óli J. Ólason og frú
öllum er nauðsynlegt að taka sér fridag
við og við og lyfta sér upp frá daglegu
striti og drunga hversdagsleikans. Flestir
eiga fri frá vinnu á sunnudögum og er Joá
ætlazt til, að þeir noti hann til hvíldar og
endurnæringar eftir erfiði vikunnar. En
hjá öðrum eru helgarnar mesti annatiminn
og helgidagar revndar fáir.
Einn þriðjudaginn fyrir skömmu rákumst
við á ung hión vestur á Ránargötu, sem
höfðu skroppið 1 bæinn til að létta sér upp
frá stritinu í nokkra dagn. Það hafði nú nð
visu ekki verið langt ferðalag, aðeins ofan
úr Hveradölum, þvi hér vorn komin Óli .T.
Ólason veitingamaður og frú, en þau reka
veitingastað í Skiðaskálanum ásamt Sverri
Þorste'nssvni.
— Verðið þið lengi i bænum?
•—- Við konmm í gær og verðum hér
liklega i 2 eða 3 daffa.
— Haldið þið til hér i nágrenninu?
— Já, við búum hér á City-hótelinu.
— Er ekki þægilegt að búa þar?
— .Tú, alveg áffætt.
— Betra en i Skiðaskálanum?
— Ja, þessu er ekki gott að svara •—
ef við seoium já, þá köstum við um leið
rýrð á Skiðaskálann, en ef við svörum
ncitandi þá erum við að upphefja okkur á
annarra kostnað — sem sagt báðir staðirnir
eru áffætir.
— Kannski getið þið lært eitthvað hérna
i „faginu“?
— Já, eflaust getum við það. Við skrepp-
um við og við i hæinn og förum þá á sem
flesta veitingastaði, bæði til að skemmta
okkur og lika til að kynnast þjónustu og
fleiru i húsunum, sem við sætum svo tekið
til fyrirmyndar — eða forðazt.
— Hefur ekki verið mikið að gera upp frá?
Framhald á bls. 39.
Jólamánuöurinn er vertíö kaupmanna. Þe'
hafa beöiö hans meö óþreyju, þraukaö þorr-
ann og góuna, hjaraö vormánuöina, skrimt í
ördeyöu sumarsins og loks er vertíöin komin:
Seölaveskin þramma úttroöin inn úr dyrum
og vörurnar hverfa ofan úr hillunum. Æski-
legt eöa óœskilegt — þaö eru tvenn sjónarmiö
og hafa bœöi nokkuö til síns máls. Menn veröa
svo kauyglaöir i þessum mánuöi, aö þeir ganga
ef til vill ncerri sér og baka sér talsveröa erfiö-
leika á ókomnum tímum meö þvl aö lifa um
efni fram þennan mánuö. En þeir um þaö,
enginn neyöir þá til þess. — Hins vegar er
jólavertíöin gott meöal til þess aö ýta undir
atvinnulif og framleiöslu. ViÖ höfum heimsótt
einn kaupmann hér i bæ og rætt málin viö
hann, Þaö viötal birtist hér i opnunni.
ALLT FYRIR
FRÆGÐIN A
Merkilegt er það, hvað fólk telur mikil-
vægt og ómaksins virði að reyna eða jafn-
vel leggja mikið á sig fyrir. Kona er nefnd
Jane Baldasari og er kvenna fegurst, eins
og meðfylgjandi myndir sýna betur en orð.
Hún hefur lagt stund á sundmennt og fékk
þá flugu í höfuðið að synda yfir Ermar-
sund — neðan sjávar. Það átti að vera
miklu auðveldara, og kannski mundi hún
losna við straumana, sem hafa þjarmað að
Eyjólfi og fleirum, — það er að segja, ef
þeir héldu sig á blá-yfirborðinu. Frúin, —
hún er harðgift, getum við upplýst, — hafði
æft sig með súrefnistæki og í froskmanna-
búningi, og þar kom, að sundið skyldi þreytt.
Hún hafði þó ekki farið langt, þegar mistök
urðu. Eiginmaðurinn var í bát, sem fylgdi,
og átti hann að sjá um að rétta henni súr-
efniskúta, jafnótt og frúin tæmdi þá. Það
tókst hvorki betur né verr til en svo, að
hann rétti henni niður tóman kút og frúin
komst nauðulega upp. Lauk þar sundævin-
týri hennar í bili. Hins vegar voru birtar
myndir af henni, þegar hún klæddi sig í
búninginn, og líka, þegar hún málaði á sér
varirnar neðan sjávar og fékk sér Pepsi
Cola að drekka, — þá hefur sennilega til-
gangi fararinnar verið náð. En hvort eigin-
maðurinn hefur ætlað sér að losna við hana
í eitt skipti fyrir öll, þegar hann fékk henni
tóma kútinn, — það verður sjálfsagt seint
upplýst.
20 vikan
MKAN 21