Vikan


Vikan - 01.12.1960, Blaðsíða 9

Vikan - 01.12.1960, Blaðsíða 9
Er nú vlst flestum lesendum orðiC ljóst, að hér er sagt frá aftöku eins mesta illræðismanns, er setið hefur á biskupsstóli á Islandi, Jóns Ger- rekssonar. Skulum við nú til fróðleiks rifja upp að nokkru, hver undanfari var svo válegra tíðinda, að Islending- ar neyddust til að drekkja biskupi sínum sem kettlingi i poka til að fá stöðvað yfirgang hans og óréttlæt'. Þessi maður, sem eftir átti að enda sína daga með svo óvirðulegum hætti norður á Islandi, hafði aðeins fjórum árum áður verið erkibiskup í Sví- bjóð og komzt bannig til æðsta frama í norrænni klerkastétt, bótt ekki bæri hann gæfu til farsældar I þvi virðulega embætti sökum þess, hvorn mann hann hafði að geyma. Ekki hafði hann verið kosinn af embættis- bræðrum sínum til hinnar tignu stöðu, en komizt í vinfengi við hinn volduna Eirík konung af Pommern, er hafði þröngvað honum inn gegn vilia landsmanna og jafnvel gegn landslögum. að því er sænskar sögur greina. Þóttust þeir eðlilega hafa frelsi til að kjósa sér erkibiskup sjálfir. þótt konungur traðkaði nú á rétti þeirra. svo að þeir máttu við það sitia að sinni. Ekki hafði Jón Gerreksson lengi setið á tignum stóli, fyrr en veru- lega fór að bera á illmennsku hans og óréðvendni Töldu sænskir, að hann hefði dregið undir sig með svik- um og stolið frá erkistólnum og kirki- um þar meira en tuttugu þúsund dúkötum. og fóru af honum hinar verstu sögur. Svíar undu þessu eðli- lega hið versta. en þar eð konungur tók svari erkibiskups, gerðust Þeir fráhverfir honum. og hafð' konungur af þessu vandræði mikil. En það er haft fvrir satt. að konungur hafi vilj- að skióta honum undan áburði Svía og hafi einmitt þess vegna komið honum út hingað. er b'skupslaust var I Skálholti Segir i islenzkum bók- um, að Jón hafi farið til Englands og verið þar næsta vetur á eftir. 1 Skálholti var ástandið um þess- ar mundir allt annað en gott. Á fimmtudag í páskaviku hafði látizt Einar prestur Hauksson, er ráðs- maður hafði verið þar á staðnum hálft átjánda ár samflevtt, og segir um hann í annálum: Eigi hefur hér í landi á vorum dögum vinsælli mað- ur verið og meir harmdauði verið almenning en síra Einar. — Heilög Skálholtskirkja var nú í meiri hörm- um en nokkru sinni fyrr; fyrst bisk- upslaust, þá officialis gamall maður og blindur, en ráðsmaðurinn, þessi sómamaður og staðarins stólpi, lát- inn. Miðvikudaginn næstan fyrir Jóns- messu baptiste kom út frá Englandi þetta sumar í Hafnarfarði Jón Gerreksson Skálholtsbiskup. Fylgdu honum sveinar margir, sem létust vera danskir, en aðrir segja, að hafi raunar írskir verið og þrjátíu að tölu. Leyndi sér lítt, að þeir voru svo ódælir og illir, að biskup sjálfur virtist á köflum lítt hafa getað ham- ið þá. Væri íróðlegt að vita, með hverjum hætti þessi lýður hefur tg sveinum hans bundið bagga sína með Jóni Ger- rekssyni, en af því fara engar sögur. Hitt er vist, að biskup varð brátt óvinsæll af illmennum þessum, sem voru hataðir og fyrirlitnir af lands- mönnum. Með biskupi komu og út prestar tveir, Mattheus og Nikulás. Fór hinn síðarnefndi aftur sama sumar til Englands í erindum bisk- ups með margar lestir fiska, því að honum var auðaflað skreiðarinnar og annarra hluta. Vísiteraði biskup á því sumri Krosskirkju í Landeyjum og er þess getið, að hann hafi einnig vísíterað nokkrar kirkjur aðrar á næstu misserum. En yfirreiðir biskups og fylgdar- liðs hans voru landsmönnum lítið fagnaðarefni. Sveinar fóru hvarvema fram með hinum mesta yfirgang: og óspektum, móðguðu ríka menn og vel borna og tóku suma til fanga fyrir litlar sakir eða grunsemdir ein- ar eða ef þeir þoldu þeim ekki frekju þeirra og fautaskap. Tveir merkir menn eru tilnefndir, er helzt urðu fyrir ágangi þeirra. En það var Teitur Gunnlaugsson, er þá bjó i Bjarnanesi í Hornafirði og kallaður var hinn ríki. Hinn var Þorvarður, sonur Lofts hins ríka á Möðruvöll- um, hinn göfugasti maður og mikil- hæfur. Segir Espólín um þá, að Þá hafi ekki verið aðrir meiri háttar menn hér innlendir. Ekki er greint, fyrir hverjar sakir á þá var leitað aðrar en þær, að þeir þoldu illa ofsa biskupssveina, er reyndar bæði rændu þá og misbuðu virðingu þeirra. Þeir Þorvarður og Teitur voru báðir teknir höndum og fluttir i Skálholt og hnepptir í járn og myrkrastofu og lítillækkaðir með því að hafa þá til að berja fisk og gera önnur auvirðilegustu verk með spotti og brigzlyrðum. Með einhverjum hætti, sem ókunn- ugt er um, slapp Þorvarður um haust- ið úr varðhaldinu, en Teitur sat all- an veturinn fram til páska. Var þá efnt til veizlu mikillar í Skálholti. Tveir staðarmenn voru fengnir til að gæta Teits, en þeir urðu, sem og allir aðrir, ofurölvi, svo að þeir týndu lyklunum að fjötrunum, en kona ein á staðnum fann þá og færði Teiti, og slapp hann þannig um nóttina. Tók Teitur konu þessa með sér og komst heilu og höldnu undan austur 5 Hornafjörð. Launaði Teitur henni hjálpina með því að gefa henni tutt- ugu hundraða jörð og gifti hana síð- ar. ríkum manni. Eftir þetta sendu þeir Þorvarður þréf og boð milli sin og mæltu með sér mót til þess að hefna ofbeldis þess, er þeir höfðu verið beittir, og smánar. Það hafði gerzt nokkru fyrr i Skálholti, að Magnús kæmeistari, er sumir kölluðu launson biskups, hafði beðið, Margrétar, dóttur Vigfúsar Hólms, er lengi var hér hirðstjóri, en honum verið synjað ráðahagsins. Gramdist Magnúsi þetta mjög og safn- aði að sér liði af biskupssveinum og öðrum lausingjalýð Héldu þeir suð- ur að Kirkjubóli á Miðnesi og ætluðu að brenna Margréti inni. Var jung- herra ívar Hólmur þar fyrir, og skutu þeir hann til bana og kveiktu síðan í bænum. En Margrét fékk með skærum grafið sér holu gegnum óns- húsið á baðstofunni og komizt úr eldinum. Reið hún á brott á þrevetru trippi og norður l Eyjafjörð Hét hún að giftast þeim einum, er hug hefði til og vilja að hefna bróður síns og fjörráða við sig. En það er frá Magnúsi að segja, Framhald á bls. 38. vikan 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.