Vikan


Vikan - 01.12.1960, Blaðsíða 23

Vikan - 01.12.1960, Blaðsíða 23
ég, „mundir t>ú ekki fara þannig að. Sé hann niðri, eins og ég hef sagt þér, þá er það vit meira að þú látir mig ganga á undan þér niður. Ég gæti talað við hann og villt svo um fyrir honum, að þú hefðir ekki neitt að óttast.“ „Mikið langar þig til að mega lifa þótt ekki sé nema nokkrum mínútum lengur, löggi.“ varð Johny Torch að orði. „Þig langar svo ákaflega til þess, að þú værir reiðubúinn að skjóta þína eigin ömmu í bakið, ef það veitti þér stundar- frest.“ „Ég verð vist að viðurkenna það,“ svaraði ég. „Jæja, því ekki það?“ sagði hann, þegar hann hafði hugsað tillögu mina stundarkorn. „Þetta virðist annars ekki svo vitlaus uppástunga, löggi. Að minnsta kosti liggur ekkert á að ganga frá þér eins og sakir standa. Og ekki hef ég nema gaman af því að vita þig kveljast af örvæntingu og kvíða sem lengst. Ég skal líka lofa þér þvi, að þú skalt fá að finna til áður en lýkur. Ég skal kvelja úr þér líftóruna, löggi, það máttu vera viss um, hægt og seint ...“ „Langar þig til að komast að raun um hvort Schafer er niðri, eða hvað? spurði ég. „Vitanlega," svaraði hann. „Gakktu á und- an ...“ Ég gekk á undan honum út úr svefnherberginu og af stað niður stigann, en hann fylgdi mér fast eftir með skambyssuna i miði. Þegar ég hafði gengið niður tvö efstu þrepin, hrasaði ég með vilja og rann á bakinu niður þau næstu sex. „Ert það þú, leynilögreglumaður?" kallaði Schafer. Það var ekki laust við að rödd hans titraði. „Ég og enginn annar, Schafer," svaraði ég. „Allt í lagi með mig. Ég kem innan st.undar ... þetta hefur allt gengið samkvæmt áætlun . ..“ Mér varð litið upp. Johny Torch stóð tveim þrepum fyrir ofan mig í stiganum og glotti. „Ég skal muna þér þetta, og stytta eilitið kvalirnar, þegar ég geng endanlega frá þér,“ mælti hann lágt. „Þér fórst hyggilega þegar þú tókst þann kostinn að vara Schafer ekki við. Kannski færðu að lifa andartaki lengur, löggi ...“ Ég læt vera hvað það var notalegt að sitja þarna á skambyssunni minni, en hvað um það; Johny Torch hafði þó ekki komið auga á hana, og gat ekki heldur komið auga á hana á meðan ég sat á henni. Og einhvern veginn fannst mér aukið öryggi að því að finna til hennar undir sitjandanum. „Skreiðstu á fætur, löggi,“ hvislaði Johny Torch og heldur hranalega. „Ef þú hefur lapparbrotið þig, geturðu skriðið ...“ Mér var Ijóst að ég gat ekki seilst til skamm- byssunnar án þess hann yrði þess var og þá mundi honum leikur einn að skjóta mig til bana áður en mér gæfist nokkurt tækifæri til að miða á hann byssunni. Það var því mín eina von, að ég væri viðbragðsfljótári en hann. Ég rétti því upp hendina, eins og ég hygðist ná taki á stigahandriðinu og vega mig upp. En í stað þess að grípa um handriðið, greip ég um annan öltlann á Johny Torch, leifutursnöggt, og kippti í af öllu afli. Hann rak upp óp og skotið hljóp úr skammbyssunni um leið og hann hófst á loft. Kúlan grófst inn i vegginn, á að gizka sex þumlungum fyrir ofan kollinn á mér. Johny Torch sveif í lausu lofti, hátt yfir höfði mér, baðaði út höndum og fótum, skall niður neð'st í •stiganum á beygjunni fyrlir neðan og valt þvi næst eins og kefli niður á gólfið. Ekki hafði hann þó sleppt takinu á skammbyssunni. Ég spratt á fætur með skemmbyssu mina i miði. Johny reyndi meö harmkvælum að skreiðast á fætur, hendi hans titraði er hann reyndi að miða á mig skammbyssu sinni, en ég lét hins vegar alla riddaramennsku lönd og leið, þar eð ég gat ekki betur séð, en að um lif og dáuða Als nokkurs Wheelers, fyrrverandi leynilögreglu- manns, væri að tefla. Og þar sem umhugsunar- fresturinn gat ekki orðið öllu lengri en tvær sekúndur, notfærði ég mér hann. Ég skaut Jobny Torch tveim skotum, með þeim afleiðingum að hann heyktist saman og lá á grúfu við neðsta stigaþrepið. Ég stökk niður stigann og þreif skammbyssuna hans; laut síðan að honum og velti honum við Hann dró enn andann — að kalla. Báðar kúl- urnar höfðu hæft hann i brjóstið, gengið inn í lungun svo að þau héldu ekki loftinu þótt hann andaði því að sér, og blóðið streymdi úr sárunum „Slunginn, löggi karlinn," mælti hann svo lágt að varla heyrðist. „Ég ætlaði ekki að særa þig, heldur drepa þig þjáningal.aust, Johny,“ svaraði ég. „En þetta bar svo brátt að .. „Ég skil alls ekki aðferð þína, Löggi .., Því í ósköpunum íéjckstu mér skammbyssuna mífía- aíU ur, þarna heima i ibúðinni?" spurði hann hvísl- lágt. „Það er löng saga, Johny minn Torch; allt of löng til þess að þér veitist tími til að skilja hana til hlýtar hérna meginn. Ég taldi alltaf víst að Howard Fletcher hefði ekki framið morðin, en hefði ég hins vegar látið hann sleppa þarna úr greipum mér, mundi það hafa orðið til þess að hann hefði farið beinustu leið og náð í sjötíu þúsundirnar. Ég vildi nota þær sem beitu, svo að ég kæmist að raun um það hver morðinginn væri, eða öllu heldur i þvi skyni, að þú vísaðir mér á morðingjann, Johny . ..“ „Þú talar mikið,“ hvíslaði hann. „En það er ekkert vit í því ... sem þú ... segir ...“ „Þess vegna taldi ég Salter á að hafa samband við ykkur i simanum og segja ykkur, að þið Fletcher mættuð eiga von á heimsókn hans,“ mælti ég enn. „Ég vildi hræða þig, Johny, svo að þú slepptir allri gætni og visaðir mér bæði á peningana — og morðingjann." Munnur hans opnaðist; ég hélt fyrst að það væri af undrun, en komst svo að raun um að hann dró ekki andann lengur. „Wheeler leynilögreglumaður," kallaði Schafer í sömu svifum, og það var auðheyrt á röddinni, að hann gerðist nú hræddur í meira lagi. „Hvað gengur eiginlega á? Varst þú að skjóta?" „Hver heldurðu að það hafi verið annar?“ spurði ég. „Fylkisstjórinn sjálfur, eða hvað?“ Ég renndi skammbyssunni í fetahylkið og gekk inn í setustofuna. LÖgreglustjórafrúin lá enn með- vitundarlaus á gólfábreiðunni. „Þú hefðir átt að lyfta henni upp á legubekkinn, svo betur færi um hana,“ sagði ég við Schafer. „Heldurðu að ég hafi haft rænu á Því á meðan á allri þessari skothrið stóð þarna uppi,“ svaraði hann aumingjalega. „Ég sem bjóst við því á hverri stundu að einhver kæmi inn og fyllti hausinnn á mér af blýi.“ „Það er yfirleitt galli á ykkur, þessum blaða- mönnum," varð mér að orði, „að þið hafið allt of sterkt Imyndunarafl." „Hvað hefur eiginlega gerzt?" spurði hann. „Þeir Fletcher og Torch áttust fyrst við,“ svar- aði ég. „Fletcher kom á eftir mér upp stigann, en Johny skaut hann eins fyrir það. Eftir það áttumst við Johny við, og því lauk þannig að ég skaut hann. Það er nú allt og sumt." „Allt og sumt ...“ „Já. það var svei mér heppilegt. að Fletcher skyldi koma þarna að eins og kallaður." „Hvað meinarðu?" Ef hann hefði ekki fengið mig til að varpa frá mér skammbyssunni, Þegar hann gekk fram á mig i stiganum, mundi hún ekki hafa beðið min þar, þegar við Johny komum niður," svaraði ég. Schafer glápti á mig. „Ég skil ekki hvað þú ert að fara,“ tautaðl hann. ,.Það verður þá að hafa Það. Þú verður þá að láta þér duga að trúa mér i biindni." svaraði ég. „Ljáðu mér hendi sem snöggvast. Við skulum lyfta frú Lavers upp á legubekkinn." Við hagræddum frúnni á legubekknum og smeygðum svæfli undir höfuð henni. Það sýndi sig, að Johny hafði ekki leyft af högginu, en andar- drátturinn virtist þó eðlilegur, miðað við allar aðstæður. „Gaztu þess við Lavers lögreglustjóra, að hyggilegra væri að hann kallaði læknir með sér?“ spurði ég Schafer. „Læknir? Jú. vitanlega gerði ég það,“ svaraði hann annars hugar. „Hvað var það eiginlega, sem Johny hafði fyrir stafni þarna uppi?“ spurði hann. „Það hlýtur að hafa verið eitthvað mikil- vægt, fyrst allt þetta spannst út af þvi, að þvi er virðist." „Hann var að leita að þessum sjötiu þúsund dollurum," svaraði ég. Að svo mæltu kveikti ég mér í vindlingi, sett- ist I hægindastól og hvíldi lúin bein. Schafer glápti á mig eins og naut á nývirki. „Sjötiu þúsund dollarar," endurtók hann. „Ertu genginn af göflunum?" „Það er ég raunar ekki,“ svaraði ég. „Annað mál er svo hvort mér tekzt að sanna það. Þau höfðu sjötíu þúsund dollara af spilavítishringnum i Las Vegas — þau fjögur. Þær Linda Scott og Nona Booth voru báðar myrtar, og þá voru Þeir ekki nema tveir eftir, sem að þessu- stóðu. Þeir komu hingað svo báðir í því skyni að hafa uppi á peningunum." Schafer hristi höfuðið. „Þetta er stórfurðulegt," tautaði hann. „Beinlínis lygilegt. Þetta verður frétt, sem segir sex. Og þessir peningar fyrirfinnr ast þá í raun og veru?“ „Það er víst um það?“ varð mér að orði. „Þeir fyrirfinnast meira að segja einhvers staðar hér í húsinu. En ég geri ráð fyrir þvi, að þeir séu það vel faldir, að ekki reynist auðhlaupið að þeim. Johny þrautleítaði í pvefnherbergjunum uppi og fann þá ekki." Mér varö iitið til konunnar á legiþ. bekknum. „Það dregst vonandi ekki lengi að lÖg- reglustjórinn komi. Hún þarf á læknishjálp að halda og það sem fyrst." „Ég ætti að hafa símasamband við þá á blað- inu og undirbúa fréttina," sagði Schafer. „Ég vildi óska að Johny Torch hefði haft heppnina með sér og tekizt að finna peningana, það hefðu verið svo ljómandi skemmtileg sögulok ...“ „Þú mátt ekki búast við allt of miklu," varð mér að orði. „Hver veit nema við gætum orðið heppnari," sagði hann, skyndilega ákafur. „Við höfum hvort eð er ekkert að gera á meðan við bíðum eftir því að lögreglustjórinn sýni sig. Hvers vegna ger- um við þá ekki leit að peningunum, Wheeler?" Mér fannst ekki unnt að finna neina fram- bærilega ástæðu gegn því. „Allt í lagi,“ svaraði ég. „Við skulum taka okkur eitthvað fyrir hend- ur áður en við verðum leiðir á athafnaleysinu — og ílvor öðrum. Hvar mundir þú koma fyrir þeim hlut, sem þú vildir einhverra hluta vegna finna fylgsni í annarra húsum? Að sjálfsögðu einhvers Kramhald i næsta blaði. t THt I4TUKDAV KVENINO rOST 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.