Vikan


Vikan - 08.12.1960, Qupperneq 9

Vikan - 08.12.1960, Qupperneq 9
Marbendill var mannaöur meö föngum, sem annars voru látnir þrœla í járnum á Brimarhóhni. Þessi saga gerðist 1682. Vestur-lndía-Guianufélagið hafði með kóngsskipan mannað freigátuna Marbendil með föngum, sem þrælað höfðu í járnum á Brimarhólmi og léttúðugar konur voru líka með í för- inni. Eftir fáa daga gerðu fangarnir uppreisn og frá því segir hér. og ókeypis uppihald. AS samningstima loknum gátu karlmenn fengið litla plantekru ókeypis, ef þeir vildu setjast að i Vestur-Indium. Konurnar tvær nutu ekki sama réttar. En félagið þurfti á langtum fleira fólki að halda, og til þess að unnt væri að fylla þann hóp, féllst konungur á að gefa út tvær mikilsverðar fyrir- skipanir: Hin fyrri var sú, að flota- stjórnin skyldi láta af hendi fanga þá, er erfiðuðu i járnum á 'Brimarhólmi, — hin síðari, að betrunarhælið Börne- huset skyldi senda tuttugu konur vestur. Nú ber þess að gæta, að í þann tið þurfti ekki til, að menn væru glæpa- menn eftir nútimaskilningi, til þess að vera settir i járn. Allmargir í þessum hópi voru Norðmenn. Skal hér að- eins einn nefndur, Kristján Sjúrdall. Annars eru skráð nöfn 120 manna af þeim nákvæmlega tveimur hundruðum, er sigldu nieð Marbendli. Enda þau flestöll á orðinu -sen. Hafði kapteinninn ströng fyrirmæli um að sjá til þess, að fangarnir næðu ekki að strjúka af skipinu með því að komast yfir báta eða synda til lands. Enn fremur var komizt svo að orði i skipunarbréfinu: „Og þar eð á skipinu er hópur kvenna, sem fyrir léttúðar sakir og lauslætis hafa verið settar i Börneliuset, ber yður að svo miklu leyti, sem mögulegt er að halda uppi aga og reglu meðal þeirra, svo að þær eigi með léttúðugu líferni á nokkurn máta kunni að kalla reiði guðs yfir sig né yfir skip eða góss.“ Fyrst átti MarbendiII að sigla til Vestur-India, en siðan til Guineu og sækja þangað svarta þræla. Er æði- fróðlegt að fylgjast með öllum undir- búningi fararinnar. Drottinn á að bjálpa hínum hollenzku tryggjendum, svo að þeir tapi ekki peningum sinum. Hann á enn fremur að annast „varð- veizlu og viðhald“ negraþrælanna, er höfðu þá leiðu tilhneigingu að taka lífið af sjálfum sér til þess að losna við þrældóminn. Loks óskar félags- stjórnin Bloem kapteini lukkulegrar og góðrar ferðar með þvi að fela hann „Drottins öruggu varatekt og náðarriku forsjón“. Og þó dugðu góðar óskir svo undur- skammt. HINN 0. nóvember 1682 hélt Mar- bendill út af skipalægi Kaupmanna- hafnar og stefndi til norðurs. Ekki leið á löngu, áður hin og þessi vandkvæði tóku að segja til sín. Er ekki unnt að segja frá þeim í smáatriðum. Þeir lentu i óveðri og andbyr, ölskorti og vatns- leysi. Barkskipið Flugfiskurinn með Ghristian Chr. Pahl yfirlautinant að skipherra fylgdi Marbendli vestur fyrir Liðandisnes. Fékk Pahl skýrslu frá Bloem á hverjum degi, en meðan þeir urðu samferða, gerðist ekkert sérstakt. Hinn 30. nóvember fæddi lands- stjórafrúin dóttur. En barnið þoldi ekki aðbúðina á skipinu og lézt að nokkrum tima liðnum. Hinn 20. jan. 1683 er þó litla kistan með barnsliltinu enn í káetunni. Á þessu tímabili liafði ástandið á skipinu versnað til muna. Landstjórinn og kapteinninn gátu ekki einu sinni orðið ásáttir. Vildi hinn fyrrnefndi koma við í Englandi og taka vistir. Hinn siðarnefndi vildi fyrir hvern mun nota byr þann, er þeir loks höfðu feng- ið, til að komast sem lengst áleiðis. Þeir voru þá ekki enn komnir gegn- um Ermarsund. Það mun hafa verið að kvöldi hins EISNIN Á RBENDLI vikah 9

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.