Vikan


Vikan - 08.12.1960, Page 23

Vikan - 08.12.1960, Page 23
Um þessar mundir mun Hallbjörg Bjarnadóttir vera stödd í Bandaríkj- unum, og þar kom liún meðal annars fram í hinni á”legu „Fiesta“ í Quebec. Þar hlaut bún feiknagóða dóma, og sögðu blöðin eitthvað á þessa leið um hana: „Eitt atriði enn þá vakti mikinn fögnuð, en það var söngur miss Hallbjargar. Hún er snillingur í eftir- bermum, syngur í fjórum röddum, sópran, tenór, baríton og bassa. Hún getur líkt eftir röddum þrjátíu manna, — allt frá A1 Jolson til Presleys. Hún söng sérstakt lag fyrir borgarstjórann, — Parlez-moi d‘ amour (Talaðu við mig um ástina).“ Borgarstjórinn þakkaði fyrir sig með liandabandi, og þá var myndin tekin. Elke Sommer heitir þessi unga stúlka og mun vera 19 ára (hafi hún ekki átt afmæli nú rétt í þessu). Hún er sænsk að ætt og uppruna, og meira vitum við eiginlega ekki um hana. Þó sakar ekki að geta þess, að hún er leik- kona og hefur nú ráðið sig til þess að leika i brezkum kvik- myndum um hríð, en Bretum líkar afbragðsvel við hana og segja hana mikla leikkonu. E'ngan dóm kunnum vér þar á að leggja, en erum sammála Bretanum í Því, að hún er engilfögur. Elke Sommer er gift tugþrautarkappanum Bob Matthias. Engir fætur hafa hlaupið 1500 metra á jafnskömmum tíma og þessir. Maðurinn, sem á þá, heitir Herb Elliot og er heimsmethafi í 1500 metra hlaupi, brezkur að ætt og uppruna, en á heima í Ástraliu. Hann sést sjálfur þarna bak við fæturna á sér. r Nærri því eins dýrkeypt og Marlene Dietrich er Judy Garland, þegar Skandinavía á að njóta sönglistar hennar. Þó hef- ur hún ekki með sér 25 manna hljómsveit frá Ame- riku eins og Marlene; hún hefur hara umboðsmann- inn sinn, en þar sem hann hefur bann starfa að finna þá 25 hljómlistarmenn, sem eiga að aðstoða Judy i sönglistinni, veitir honum ekkert af hýrunni. Og einhvern skilding fær Judy sjálf. J Feg-ursti verkfrœðingur SvíþjóÖar og undrábarn á sviöi tónlistar er ihún kölluö, þessi laglega stúlka. Hún er aö sjálfsögöu sænsk, og hún heitir Ingela Brander. 1 tómstundum sínum las hún til verkfrœöi- prófs, og nú vinnur hún viö verkfrœöifyrirtceki. önn- ur tómstundaiöja hjá henni er aö leika á saxófón, og Jék hún meöal annars á þaö hljóöfæri i sjónvarpi viö feiknahrifningu áheyrenda og áhorfenda. Botnlanginn hennar Grace prinsessu virðist ætla að bjarga lækninum James A. Leliman, sem hef- ur svikið sem svarar um 15 milljón- um islenzkra króna undan skatti. Henni líkuðu handtök hans svó vel, þegar hann sneið úr henni botnlang- ann í fyrra, að lnin hefur lagt inn gott orð fyrir honum við bandaríska dóm- stólinn, sem um málið fjallaði. Dóm- stólnum varð svo við, að hann komst ekki að neinni niðurstöðu og fór þess á leit, að Fíladelfíudómstóllinn tæki við málinu. Maðurinn hefur verið lát- inn laus — fyrst um sinn. Dirch Passer, mesti gamanleikari Dan- merkur, að því er sagt er, á nú að fá tækifæri til að sýna, hvað hann getur í al- varlegri leik. Erik Popher heitir á, sem ritar handrit- ið að þeirri kvikmynd, sem fjallar um hugsjónamann, sem er á kafi í stjórnmál- um (hvernig sem Það fer saman). Aftan í þessa frétt er því hnýtt, að það sé ekki aiveg víst, að bíógestunum stökkvi ekki bros, þegar þeir sjá stjórnmálahugsjónamanninn á tjaldinu. I pínulitlu Parísarblaði (upplagið er eittbvað um 20.000 eintök) var ör- lítil neðanmálsgrein, þar sem sagt var frá þvi, að binn marghrjáði eiginmaður Birgittu Bardóttur befði ákveðið að sofa i heilan mánuð samflevtt til þess að mótmæla þvi, að konan hans er alltaf að kvssa aðra karlmenn og klapna i kvikmynd- um. Til þess að ná þessu markmiði birgði hann sig unp að svefnlyfjum, sem hann ætlar siðan að taka inn, ef hann skyldi bregða blundi fyrir mánaðamót. — Hvern á Birgitta litla að kyssa og klappa á meðan? FÓLK A FORNUM VEGI Pólska skáldið Stanislav Jerzylec hefur látið hafa þetta eftir sér: — Ef samtalslistin væri á hærra stigi á vorum dögum, væri fólksfjölgunin ekki svona ör. ________________________________________________I' Lífstykkið LífstykkiS var helmingi of litið, og þess vegna fékk afgreiðslustúlkan Betty Owens 1000 dollara skaðabætur fyrir skaða i baki, sem hún varð fyrir, er hún var að reyra lífstykkið utan um „kúnnann“. „Kúnninn", — sem alltaf hefur rétt fyrir sér, — vildi ekki heyra annað en hann kæmist í lifstykk- ið og skipaði Betty litlu að toga sem fast- ast i reimarnar — með þeim árangri, að Betty tognaði i baki. Hún krafðist skaðabóta og fékk þær vegna þess, að það sannaðist, að lffstykkið var mörgum númerum of litið. Þessa dömu rákumst við á i sumar. — Ja, sumar, segið þið eflaust, — hvað er það? En það var, þegar við sáum sólina öðru hverju og gengum yfirhafnarlaus um göturnar. Ég vona, að þið fáið ekki hroll við tilhugsunina, þetta á alls ekki að vera nein hrollvekja. Þetta er sagan um ungu dömuna, sem við sáum í sumar i sólbaði, og hún lét sér nægja að fara rétt út fyrir dyrnar heima hjá sér I staðinn fyrir að þeytast í Nauthólsvík. Hún gleymdi vist líka sól- olíu og teppi, en það gerir ekkert til, hún hefur nóg með það að gera að verða brún, því að eins og þið sjáið. er hún ekki orðin brún alls staðar. Við vorum að hugsa um að lána henni sólgleraugu og Vikuna svona til afþreying- ar, en hættum við Það, þar sem hún var svo upptekin af því að verða brún á maganum. En eitt megið þið, stúlk- ur mínar, taka ykkur til fyrirmyndar hjá þessari „Viku- fyrirsætu", — hún notar engin brúnkumeðul, eins og við höfum grun um, að „Alþýðublaðsfyrirsæturnar" úr Naut- hólsvikinni geri. Það steinleið yfir hana Barböru Powers, konu bandariska flugmannsins Francis Powers, sem nú er fangi Krústjoffs, vegna þess að forsætisráðherra Ráðstjórnarríkjanna mislíkaði, að hann skyldi stýra flug- vél sinni inn yfir rússneskt land. — Hvenær leið yfir hana? Jú, það var, þegar hún kom aftur til Bandaríkj- anna, eftir að hún hafði verið við rétt- arhöldin i Moskvu. Hún var ekki fyrr komin út úr flugvélinni á Idlewild- flugvelli í New York en hún datt nið- ur sem dauð væri. En hún lifnaði fljót- lega við og hélt þegar fund með blaða- mönnum varðandi réttarhöldin. Á myndinni er verið að reisa hana við úr yfirliðinu. Rainier prins er góður sundmaður, að því er sagt er, og einkum klókur í að synda í kafi. Einnig munu honum fleiri íþróttir til lista lagð- ar, og svo mikið er vist, að hann fylgist vel með því, sem fram íer á Ólýmpíu- leikvanginum í Róm, ef marka má þessa mynd, sem þar er tekin. Hins vegar fer engum sögum af íþróttagetu eða áhuga Grace prinsessu og þess eins getið um hana í sambandi við þessa mynd, að hit- inn hafi verið svo mikill, að fötin límd- ust við hana, Aum- ingja konan! Ung og falleg stúlka, aðeins íklædd hvitum náttlcjól, komst út á götu i fjöl- menninu London (það er í Englandi), barst nokkurn spöl með mannfjöldanum, en síðan hefur bvorki sézt af henni: tangur né tetur. Scotland Yard vill meir en gjarnan fá að vita, hvernig bún fór að því og livað af henni varð, því að bún var nefnilega í varð- haldi, vegna þess að hún liafði ráðizt á aðra konu og leikið hana grátt. Yfirlæknirinn á Middlesex-sjúkrahúsi hefur líka fullan liug á að finna stúlkuna aftur, þvi að hún var fangi á spítalanum hjá honum. Hún Iiafði nefnile; a kjálkabrotnað i viðureigninni við hina konuna og getur hvorki etið né talað, fyrr en kjálkabrotið er gróið. Hún heitir Josey May Holton, er 25 ára, ung og falleg, sem fyrr segir. Þegar hún réðst á konuna, gekk hún berserksgang, en nú er hún einhvers staðar á náttserksgangi. Og nú auglýsir Scotland Yard eftir ungri stúlku ó hvítum nælon-náttkjól. 22 VIKAK vucam 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.