Vikan - 08.12.1960, Qupperneq 28
SANDBLÁSIÐ GLER
Mynztur þessi eru eftir Ragnar og fást hjá Málmhúðun og ryðhreinsun,
Ragnar Lárusson
í'
ffiW ' J&L. W ■•■
Sandblásið gler gegnir orðið tals-
verðu hlutverki í húsbúnaði samtím-
ans. Það er ekki algerlega nýtt fyrir-
brigði, en mynztrin hafa breytzt eins
og listformið yfirleitt. Fyrst þegar
sandblásnar rúður sáust í hurðum
eða innréttingum, þá voru þar róman-
tísk mótív, svo sem svanir á vötnum
og blóm. Margir hafa haft orð á því,
að rómantíkin sé heldur leiðigjörn
til lengdar, og nú er hún fágæt, —
að minnsta kosti í sandblásnu gleri.
Við höfum átt tal við ungan lista-
mann, sem vinnur að Þvi um þessar
mundir að teikna út mynztur og
skera út dúk fyrir sandblástur. Hann
heitir Ragnar Lárusson og starfar
hjá Glerdeild Málmhúðunar og ryð-
hreinsunar h.f., sem er þróttmikið
fyrirtæki og hreinsar ryð og húðar
með málmi, eins og nafnið bendir til.
Gleirdeildin er nýr sproti á meiðin-
um, og Ragnar ætlar að beita list-
rænum hæfileikum sínum til gagns
fyrir hana.
Hann gerir teikningar á pappír,
og síðan eru þær þrykktar á dúk,
sem límdur er ofan á glerið. Þegar
Ragnar hefur þrykkt myndina á dúk-
inn, sker hann úr dúknum, þar sem
rúðuna á að sandblása. Dúkurinn er
svo seigur, að sandurinn vinnur ekki
á honum. Við sáum heilt safn af
teikningum, sem Ragnar hefur á
staðnum, og hann ætlar að auka við
það með tímanum. Sumir koma með
eigin tejkningar, og þá er unnið eftir
þeim.
Fyrirtækið er staðsett heldur ut-
arlega í bænum, á svonefndum
Gelgjutanga, sem skagar út í Elliða-
árvog. Það er- helzti afskekktur stað-
ur fyrir slíkt fyrirtæki, en Ragnar
taldi líklegt, að þeir kæmu upp sýn-
ingarglugga niðri í bæ og þar gæfist
fólki einnig kostur á að panta og
velja teikningar.
— Hvaða mynztur eru vinsælust,
Ragnar?
—- Það er óhætt að segja, að non-
fígúratív mynztur eru langvinsælust,
en við höfum hvort tveggja á boð-
stólum. Ég get sagt ykkur til dæmis,
að um daginn kom miðaldra kona
og vildi fá nýja rúðu í stað gamall-
ar, sem hafði brotnað. Það hafði ver-
ið mynd af kríu í rúðunni, en konan
sagðist vera orðin leið á kríunni og
vildi fá eitthvað óhlutlægt.
-— Kemur það ekki fyrir, að þú
sért beðinn að teikna eitthvað sér-
stakt?
— Jú, og þá geri ég það. Hins
vegar kostar það eitthvað um 200
krónur aukalega, en venjulega kostar
teikningin ekki neitt sérstaklega.
— Hvað kostar sandblásin rúða í
meðalstóra hurð, miðað við að hún
sé um það bil 50 cm frá gólfi?
— Algengasta verðið á slíkri rúðu
væri um 300 krónur, en það væri
hægt að fá hana fyrir 150—200 krón-
ur allra ódýrast.
— Ætlarðu að snúa þér eingöngu
að þessu, Ragnar, og leggja myndlist
á hilluna að öðru leyti?
— Nei, alls ekki. Ég mun halda
áfram að fást við myndlist jafnframt
þessari vinnu. Einkum ætla ég að
leggja stund á svartlist.
— Þú hefur fengizt talsvert við
línóleumskurð, og það hefur auðvitað
orðið þér góð undirstaða fyrir þetta
starf.
— Það er rétt. Svo vann ég í
nokkra mánuði hjá Ársæli steinsmið,
og þar lærði ég flest i sambandi við
sandblástur.
— Hvar hefur þú annars lært,
Ragnar ?
— Ég var í Handíða- og myndlist-
arskólanum og lærði þar teikningu
og málaralist. Síðar lærði ég leirmót-
un hjá Tove Ólafsson og Ásmundi
Sveinssyni og loks auglýsingateikn-
ingar hjá Halldóri Péturssyni og
Atla Má.
— Þú ættir þá að hafa víðtæka
undirstöðu. Hefurðu teiknað eitthvað
af auglýsingum?
— Það er lítið. Ég hef fengizt við
leirinn og olíulitina, en þó fyrst og
fremst línóleumskurð og teikningar.
Ég var blaðamaður við Þjóðviljann
um tíma og teiknaði í blaðið. Svo
hætti ég þar, þegar ég byrjaði í
glerinu.