Vikan


Vikan - 08.12.1960, Page 32

Vikan - 08.12.1960, Page 32
SKÓVERZLUN LÁRUSAR G. LÚÐVÍGSSONAR BANKASTRÆTI 5 Fegurð sjávarsíðunnar Framhald af bls. 15. og litaskalinn er einfaldur, — frá gulgrænu og út í blátt. Sumar mynd- ir Einars minna nokkuS á Snorra Arinbjarnar eða Þorvald Skúlason, meöan hann málaði hlutlægar myndir. Nokkrar abstraktmyndir voru á sýningunni, og virðist Einar kunna góð skil á þvi listformi. Einar sagðist hafa málað frá æsku og verið í Handíðaskólanum hér og Kunstakademíunni í Kaupmanna- höfn. Auk þess hefur hann farið til Parísar og Italíu. — Þú málar jöfnum höndum abstrakt og hlutlægar myndir, Einar. — Já og landslagsmyndir lika. Ég er með nokkrar kritarmyndir af landslagi i einum bunka. Þær eru óinnrammaðar. — Hvort finnst þér erfiðara að gera abstraktmynd eða hlutlæga? — Mér finnst nú abstrakta form- ið heldur erfiðara. Þá verður maður alveg að treysta á sjálfan sig. Mér finnst, að maður þurfi að vera tengd- ur náttúrunni til þess að fá hug- myndir. Góðir abstraktmálarar eru oft í tengslum við náttúruna, en vinna úr henni á annan hátt en venju- legt hefur verið. — Teiknarðu mikið? ■— Ekki nú orðið. — Þú heldur þig fast við olíuna. — Bæði hana og vatnsliti. Svo er ég með nokkrar svartlistarmyndir hérna. Mér finnst þær eiga mjög vel við mig. — Þú vinnur eingöngu við málara- list — eða hvað? — Ég víl eindregið vera við mál- verkið og ekkert gera annað, en ég hef orðið að fara á eyrina öðru hverju og vinna ýmislegt annað með. Ég álít, að það sé nauðsynlegt fyrir málara að geta gefið sig einvörðungu að því að mála. — Selurðu mikið? — Heldur lítið enn þá, en það stendur kannski til bóta. Ég hef verið frekar daufur að koma verkum min- um á framfæri. — Þú hefur ekki tekið upp á nein- um skringilegum hlutum til þess að auglýsa þig. Þú ert ekki einu sinni með skegg. — Nei, ég er heldur lítið fyrir svo- leiðis og læt það eiga sig í bili. g. HUSBONDASTOLLINN ★ ÖNNUR HÚSGÖGN í MIKLU ÚRVALI. ★ ÁKLÆÐI FJÖLBREYTT. ★ YMSAR TEGUNDIR LOFTLJÓSA. HÚSGAGNAVERZLUN Benedlkts Guðmundssonar Laufásvegi 18. — Sími 13692. |]ig:inkoiinr — Húsbóndaitóllinn er tllvaliii jólagrjöf —

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.