Vikan - 08.12.1960, Side 43
Okkar á milli
sagt
Góða Aldís!
Þolinmæði min er á þrotum. Maðurinn minn,
sem ég hef verið gift í 6 ár, hefur brugðist
mér. Nýlega komst ég að því að hann átti vin-
gott við aðra konu. Þau lofuðu bæði að hætta
að hittast. Maðurinn minn fullvissaði mig um
að það væri ég og börnin okkar tvö sem hann
elskaði. Ég veit að hann tilbiður börnin, en
hvað á ég að halda um ást hans til mín? Nú
hef ég nefnilega komizt að því að hann hefur
endurnýjað kunningsskapinn við þessa konu.
Hvað get ég gert? Ég held næstum að ég vildi
heldur missa hann alveg heldur en að eiga
að búa við svona lagað allt mitt líf.
Með kveðju,
S. J.
Svar: Þér finnst þetta skiljanlega lítt þol-
anlegt, en ég vil nú samt benda þér á að
margt er það til sem erfiðara er að umbera
í hjónabandinu heldur en ótrúmennska. T.
d. þegar eiginmaðurinn vanrækir að sjá
heimilinu farborða, eða ef drykkjuskapur
er mikill.
Auðvitað er sárt til þess að vita að sá sem
maður elskar og treystir er ótrúr, en það er
samt heilög skylda að láta tillitið til þess
sem er börnunum fyrir beztu ráða, og reyna
að halda heimilinu saman.
Eitt skulum við íhuga dálítið nánar. — Ef
hjón eru fullkomlega hamingjusöm og ánægð
í hjónabandinu, þá dettur hvorugu þeirra
í hug að leita annað. Það liggur í augum
uppi. Þess vegna er það að sú spurning
vaknar. — Hvers vegna er svona komið? Af
hverju fer hann sínar leiðir? — Trúlega hef-
ur óánægja verið farin að gera vart við sig
áður en fólk freistast til að taka framhjá.
Svo margt er það og margvíslegt í hjóna-
bandi sem enginn veit um nema þau tvö.
Öll höfum við okkar galla, þótt erfitt sé
stundum að finna eða viðurkenna sína eigin
galla. Sá eða sú sem brýtur af sér í hjóna-
bandinu er ekki endilega alltaf og skilyrðis-
laust hinn seki.
Hjón eiga að opna sig hvort fyrir öðru
og vera hreinskilin hvort við annnð, tala út
og reyna að vera sanngjörn. Ofurlítið um-
burðarlyndi sakar ekki — en það kemur
með árunum — vonandi!
Innilegar kveðjur,
Aldís.
Hann er drykkfelldur!
Kæra Aldfs!
Ég er eins og það er kallaS, „táningi“, en
er mjög ástfangin af manni sem er þó nokkuð
eldri en ég og það versta er að hann drekkur
of mikið.
Þegar hann er edrú tekur hann ekkert eftir
mér, þaS er bara þegar hann er undir áhrifum
áfengis að hann er vingjarnlegur við mig og
vill skipta sér af mér. Heldur þú aS hann sé
hrifinn af mér eins og ég af honum?
MeS fyrirfram þakklæti,
Þín Steina.
Svar: Nei, það held ég ekki. Þar sem hann
hefur engan áhuga fyrir þér nema undir á-
hrifum, er ég hrædd um að það sé vínið en
ekki maðurinn sem talar. Auk þess þá er
maður sem er svona drykkfelldur alls ekki
eftirsóknarvert mannsefni fyrir þig. Vertu
skynsöm og líttu í kringum þig meðal unga
fólksins, það er árciðanlega miklu skemmti-
legra og heilbrigðara.
Kær kveðja, frá
Aldísi.
veitir yður tullkomið permanent og greiðslu að eigin vali—og
það er Even-Flo hárliðunarvökvinn, sem leysir allan vandann
Hið dásamlega nýja Toni gerir ySur ennþá
auSveldara en yður gat áSur grunaS, aS
setja permanent í háriS heima og leggja
þaS siSan aS eigin vild, — en þaS er Even-
Elo hárliSunarvökvinn, sem leysir allan
vanda: — þvi hann' hæfir öllu hári og
gerir þaS létt og lifandi, sem í raun og
veru er aðalatriSi fagurrar hárgreiðslu,
varanlegs og endingargóSs permanents.
HVAÐ ER AUÐVELDARA?
FylgiS aSeins hinum einföldustu leiðbein-
ingum, sem eru á íslenzku, og permanent
ySar mun vekja aSdáun, vegna þess hve
vel hefur tekizt aS gera bylgjurnar léttar
og lifandi.
GENTLE fyrir auSliSaS hár
SUPER fyrir erfitt hár
REGULAR fyrir venjulegt hár.
VELJIÐ TONI VIÐ YÐAR HÆFI.
■ 'loni—plasispólur hæla bezi hárinu