Vikan


Vikan - 01.09.1960, Page 4

Vikan - 01.09.1960, Page 4
 Með Vikunni á ferð til fjarlægra landa og framandi borga <j Kameldýralest á ferð gegnum fjallaskarð við Kabúl-fljót. Vegalagning í Afganistan er mjög ófullkomin, og er þess vegna mun öruggara að ferð- ast á baki kameldýrs en í bifreið. Biðlað af austri og vestri: Afghanistan Badamir-vatn er kristallstært og laðar ótal ferðamenn ár hvert til Afganistans, sem er eitt það landa heims, er stórveldin girnast hvað mest sakir Iegu landsins. Bæði Sovétríkin og Bandaríkin veita Afganistan gífurlegan fjárhags- stuðning ár hvert og reyna þannig að ná hylli landsbúa. . 'V' j „Dalur guðanna" eða Bamian, eins og hann heitir á máli íbúanna, liggur í Hindukusch-fjöllum í 3000 m hæð. Fyr- ir 2000 árum meitluðu Búddha-munk- ar tvær 36 m háar Búddha-myndir í klettavegginn. Þessar feiknamiklu myndir eru einhverjar hinar stærstu í heinvi og eru þvf stundum kallaðar áttunda undur veraldar. Hreykmn bóndi með rúguppskeru sína. Akur hans er svo frjósamur, að hann fær tvær uppskerur árlega. Aðeins lítill t> hluti þessa fjallalands er grónir akrar Mest er ræktað af hveiti, rís, maís og byggi. Þar næst koma baðmull, ávextir og lyfjaplöntur ýmiss konar, en þær vaxa einnig villtar hvarvetna um landið. 4 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.