Vikan


Vikan - 01.09.1960, Side 8

Vikan - 01.09.1960, Side 8
Auðugustu menn heimsins II í endurminninguni sínuin segir bandarískur blaðamaður i'rá orðaskiptum. er fóru fram í lúxusnæturklúbb f New York. Honum virtust þau hin furðu- legustu, sem hann hefði nokkru sinni heyrt. Kjólktæddur, miðaldra maður beygði sig yfir borðið og sagði hálfhátt við borðdömu sína: — Getiirðu ekki tánað mér tuttugu dollara, til þess að ég geti greitt reikn- inginn? |)g hef því miður ekki lánstraust hér lengur. — Jú, jneð ánægju, ef þú aðeins lofar að borga mér aftur á morgun, annars kemst ég ekki af yfir helgina. svaraði borðdaman, sem var miðaldra og glæsitega klædd. Þetta er náttúrlega ekki í fyrsta skipti, sem svona nokkuð kemur fyrir í næturklúbb, skrifar höfundurinn, en þetta var furðulegt sökum þess, að kjólklæddi maðurinn hét Stewart D. Vanderbilt og konan var Eláine Rockefeller. Blaðamaðurinn hét Lawrence G. Vanderbilt og starfaði við eitt stærsta dagblað í New York i upphafi þriðja tugar þessarar aldar. Um aldamótin hljómuðu nöfnin Vanderbilt og Rockefeller eins og töfraorð og voru tengd gífurlegum auðæfum. Lawrence Vanderbilt minntist þess, er hann og Stewart, frændi hans, höfðu oftlega setið á knjám Vilhjálms II., þegar hapn var í heimsókn hiá afa þeirra um borð i hinni glæsilegu skemmti- snekkju, pem Vanderbiltfjölskyldan sigldi á til Evrópu ár livert. Aldarfjórð- ungi síðar var þetta nafn, Vanderbilt, engin trygging fyrir tuttugu dollurum á næturkhibb í New York. Hið fyrsta, sem Lawrence Vanderbilt datt í hug, var að bjarga heiðri fjölskyldunnar og koma til hjálpar, en þá uppgötvaði hann, að hann átti aðeins sjö dollara í vasa sínum. Hin ævintýralegu auðæfi Vanderbilts og Rockefellers urðu til í lok 19. aldar. Þau voru að mestum hluta arðurinn af námugrefti, járnbrautum og oliu. Auðæfum þessum var skipt milli margra erfingja og voru að nokkru leyti föst í ýmsum fjölskyldufyrirtækjum. Nokkur hundruð milljónir af auð- æfum Rockefellerfjölskyldunnar voru gefnar til ýmissa sjóða, og hefur fjöl- skyldan með þvi greitt aftur nokkurn hluta af því blóði. svita og tárum, sem fjárfúlgur þessar kostuðu á sínum tíma. Lnn ])á eru mikil auðæfi i eigu Jiessara fjölskyldna, en það er ekki nema svipur lyá sjón hjá því. sem áður var. Hvorki Rockefeller né Vanderbill eru meðál tuttugu auðugustu fjölskyldna heimsins. — jafnvel ekki meðal hundrað auðugustu. Gamlaf bandariskar auðættir, i Bandarfkjunum eru þrjár kynslóðir taldar langur timi, — hafa nú flestar lifað sitl fegursta nema ein, sem haldið hefur stöðu sinni, þ. e. Fordættin. Það er vegna þess, að höfuð ættarinnar hefur ekki látið sér nægja að klippa vaxtamiða. en hefur hins vegar gert sér far um að auka þau auðæfi. sem hann hefur erft. Gamli Henry Ford var jafnan höfðinglegur á velli, jafnvel þegar útlitið var verst á hans yngri árum. Edsel, sonur hans, leit út eins og hann í raun- inni var, — atkvæðalítill annar ættliður. Hins vegar virðist þriðji ættlið- urinn, Hcmry Ford IL, í alla staði mesti hörkukarl. Það var ekki fyrr en i september árið 1945, að Amorika tékk tækifæri til að sjá liann. Mynd var birt af honum i tilefni þess, að hann var tilnefndur aðalforstjóri Ford-fyrir- tækisins. Af einhverjum ástæðum var myndin af honum aldrei aftur birt í nokkru blaði. í bílaiðnaðinum vissu menn ekkert meira um hann en hinn almenni borg- ari. Þær upplýsingar, sem fyrir lágu, voru ræddar á stjórnarfundum keppi- nautanna, og þar var komizt að þeirri niðurstöðu, að ekkert væri að ótt- ast. Þeir gerðu ráð fyrir því, að hann væri algerlega atkvæðalaus eins og faðir hans hafði verið, og hann mundi ekki rjúfa þá hefð, sem komizt hafði á innan Ford-fyrirtækisins, þ. e. stöðug afturför i fiinmtán ár. Það hafði þurft gífurlegt átak fyrir gamla Henry Ford, er hann sigraði á bilamarkaðnum árið 1914. Jafnvel 1929 réð Ford Motor Company enn þá 40% af markaðnum og lagði þá fram reikninga, er sýndu. að árstekjur fé- Bandarísku skattayfirvöldin taka drjúgan skerf af hinum svimháu fjórupphæðum og forráða- menn í hinum vellríku fjölskyldum smásaman dregið sig í hlé og njóta hvíldarinnar. Arður- inn af hlutabréfunum nægir þeim til að geta lifað sæmilega. Ford fjölskfldan er þó undan- tekning, hún leggur sig alla fram við að auka að sínu.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.