Vikan


Vikan - 01.09.1960, Page 9

Vikan - 01.09.1960, Page 9
lagsins höfSu numið 15,5 milljörðum króna. Ár- ið 1941 réð þó fyrirtækið aðeins 18,8% af markaðnum. Engir reikningar voru lagðir fram opinberlega það ár, en tekjurnar voru áætlaðar h. u. b. 195 milljónir, sem er ótrúlega lítill arður hjá fyrirtæki, þar sem fjárfestingin nam um 88 milljörðum króna, og ber einnig að lita á þá staðreynd, að árið 1941 var mikið veltiár. Orsökin til þessarar ólieppilegu þróunar var, að því er talið er, sú, að Ford-fyrirtækið hafði ekki fylgzt með tímanum. Það framleiddi reynd- ar enn þá afbragðsbila og dráttarvélar, en það fullnægði ekki lengur kröfum fólksins og tím- anna. Og sölutæknin, sem einu sinni hafði ver- ið fyrirmynd annarra í bilaiðnaðinum, stóð nú langt að baki aðferðum Chryslers og General Motors. Bandarikin fóru i striðið, og tekjur Fords jukust aftur upp i 175 milljónir króna á ári. Þessi tíðindi ollu samt sem áður engum fögn- uði hjá stjórnendunum. Það var augljóst, að brátt mundi sækja í sama horfið aftur að stríði loknu. Forstjóra fyrirtækisins grunaði, að verri og ægilegri kreppa mundi skella yfir en nokkru sinni fyrr, þegar friður yrði saminn. Sambandið milli verkamanna og stjórnenda hafði stórversnað. Á fjórum og hálfu ári urðu 735 verkföll í verksmiðjunum, og afköstin minnkuðu með uggvænlegum hraða. En það, sem olli þeim samt sem áður mestum áhyggj- um, var, að við þessu risafyrirtæki hafði tekið ungur og óreyndur maður, sem lítinn tíma hafði haft til þess að átta sig á því verkefni, sem fyrir honum lá, og þeir höfðu auk þess ekki hugmynd um, hvers þcir gátu vænzt af honum. Edsel Ford, sem stjórnað hafði fyrirtækinu frá 1919, dó 1943, og elzti sonur lians var val- inn til starfsins af gamla einvaldinum og stofnandanum í Fair Lane. Henry Ford II. leit út fyrir að vera óttalegur meðalmaður. Honum hafði gengið illa f skólanum, — hann hafði óbeit á bóklegri þekkingu, en það hafði liann sýnilega erft frá afa sinum. — Þekking, sem ekki er hagnýt á neinn hátt, er uppfinning djöfulsins og eyðir tlmanum til einskis, sagði gamli Ford með áherzlu. Þegar Henry Ford II. hóf skólanám sitt, liafði hann eigin lifvörð, dulbúinn sem sundkennara. Faðir hans hafði fengið barnaþjófa á heilann, og blöðunum var bannað að birta myndir af börnum hans, húsi eða óðalssetri. Ilann var hræddur um, að slikar myndir mundu auðvelda væntanlegum barnaþjófum „starf“ þeirra. Henry Ford las við Yale-háskóla f fjögur ár og nam ýmis fræði, m. a. þjóðfélagsfræði, en tók ekki próf. Hann var talinn harðsviraður kvenhatari, en vaknaði skyndllega til Hfsins, er hann hitti fallega, gáfaða stúdinu, Anne McDonald að nafni. Henni vildi hann ólmur giftast, og ekki stóð á stúlkunni. En fjölskylda hennar, sem var rammkaþólsk, krafðist þess, að meþódistinn Henry Ford skyldi gerast kaþólikki, og nú settist sjálfur bókahatarinn niður og fór að lesa kaþólskn og trúfræði af miklum dugnaði. Hann var tekinn i kaþólskan söfnuð daginn fyrir brúðkaupið, sem fór fram árið 1940. Það var stórkostlegur viðburður, og brúðar- meyjarnar urðu að fara til kirkjunnar I stræt- isvagni og standa alla leiðina, til þess að kjól- arnir þeirra skyldu ekki hrukkast. Edsel, faðir brúðgumans, gaf ungu hjónun- um litið, en þægilegt hús rctt utan við Detroit. í fyrsta hádegisverðarboðinu, sem Anne Ford hélt, vakti það mikla athygli meðal bilakóng- anna, að hún las fimm minútna borðbæn, áður en gengið var til snæðings. Hugmyndin var að láta Henry Ford II. vinna sig upp. Hann gaf sér góðan tfma, vann sem smyrjari, bilstjóri og gerði hitt og þetta. En skyndilega gripu forlögin i taumana. Edsel Ford lézt cftir stutta legu, saddur lifdaga, og Með nokkurs konar stjórnlagarofi náði <3 Henry Ford annar undirtökunum, — og síðan er hann algerlega einráður. Ein af þeim fáu myndum, sem til eru af Henry Ford öðrum og fjölskyldu hans. Hræðsla hans við barnsrán er svo mögnuð, að enginn fær að taka mvndir af börnunum eða á heimilinu. Ein- hverjum slyngum náunga hefur samt tekizt að ná þessari mynd af Henry, Anne, konu hans, dætrunum tveimur og litla „krónprinsinum“. þar með hafði sonurinn ekki lengur tima til þess að byrja neðan frá, — hann varð að taka við. Hinn áttræði afi hans, sem tók við stjórninni tim stundarsakir, gerðist kennari unga manns- ins. Henry Ford II. fékk nú f fyrsta sinn ein- hverja hugmynd ttm aðsföðu fyrirlækisins, og hann varð næstum fyrir áfalli, er hann upp- götvaði, að þetta fyrirtæki, sem afi hans hafði skapað og gert að stórveldi á sviði bílaiðnaðar- ins, riðaði nú á barmi gjaldþrots. Henry Ford I. var alltaf sérvitur snillingur, og með aldrinum gerðist hann æ ráðrikari. Undirmenn hans eigruðu í kringum sjálfa sig án nokkurra ákveðinna fyrirskipana, — stund- um lá þeim við að fara til spákpnu til þess að fá skýringu á, hvað aðalforstjórinn, sem þeir næstum aldrei sáu, ætlaðist eiginlega fyrir. Söludeildin var orðin algert hneyksli. Eitt dæmi um söluaðferð'r Fords var skipun hans um, að hvar sem Fordhilasala væri, skyldi reisa aðra hinum meg'n við götuna. Þetta slcyldi gert til þess að klekkja á keppinautunum og auka söluna. Skipun þessi var framkvæmd, þótt furðulegt megi virðast, en var dregin til baka, er gamli maðurinn uppgötvaði, að á þennan hátt er ekki hægt að selja bfla. Verðáætlanir, kostnaðaráætlanir og endurskoðun þekktist varla hjá Ford-fyrirtækinu. Gamli Ford hataði bókhaldara og skrifstofufólk, scm hann kallaði einskisnýt snfkjudýr. En hættulegasta og óþarfasta fyrirbærið hjá fyrirtækinu var maður nokkur, Harry Bennett að nafni. Henry Ford hafði gert hann að líf- verði sínum árið 1916, og seinna varð liann helzti trúnaðarmaður gamla mannsins. Því óút- reiknanlegri og ósamvinnuþýðari sem gamli maðurinn varð, þeim mun valdameári varð Harry Bennett, og að lokum varð hann eins konar framkværiidastjóri án afmarkaðs starfs- sviðs. Hann stjórnaði með því að flytja fyrir- skipanir frá Fair Lane, sem enginn jiorði að mótmæla. — Hr. Ford vill, að þetta verði svona ... Hann liefur ákveðið jjetta og þetta ... Hann bar jafnan á scr stóra marghleypu, sem hann skaut stundum úr til jæss að leggja áherzlu á þær fyrirskipanir, sem hann öskraði til hinna stjórnendanna, og hann umgekkst ýmsa náungu, sem voru skuggalegir ásýndum. Það var samt sem áður hættulegast við Bennett, að liann hataði verkalýðsfélögin heilu hatri og stórspillti að sjálfsögðu. sambúðinni við starfs- fólkið. Hann hafði Edsel Ford gersamlega í vasanum, en hann var stjórnarformaður fyrir- tækisins, og gat hann ekkert gert, vegna þess að gainli maðurinn þoldi alls ekki, að Bennett væri gagnrýndur. Er mjög líklegt, að ósam- komulagið við Harry Bennett hafi dregið Edsel Ford svo snemma til dauða sem rauiwbar vitni. Elzti sonur Edsels var Iiins vegar allt of mikill ákafamaður og duglegur, til jiess að nokk- ur gæli haft hann í vasanum. Hann var hunds- aður af Bennett, jafnvel eftir að hann var orð- inn varaforseti fyprirtækisins árið 1944, og all- ar tillögur hans voru kæfðar í fæðingu, jiar sem Bennett hafði troðið sínum mönnum i flestar æðstu stöður innan fyrirtækisins. Henry II. sór þess dýran eið, að annaðhvort yrðj Bennett að fara eða hann sjálfur. Honum heppnaðist að safna um sig 10—12 andstæðing- um Bennetts, jiar á meðal Jolin Buggas, sem var ritari fyrirtækisins. Vorið 1945 veiktist gamli Ford. Hann var orðinn fjörgamall, og jafnvel sjálfur Bennett fékk ckki að heimsækja liann. En ekki hindraði það gamla manninn i því að láta alls konar fyrirskipunum rigna yfir undirm'enn sina. En um haustið, er liðan gam'.a mannsins fór dag- versnandi, ákvað sonarsonur hans að láta til skarar skriða. Hann efndi til samsæris innan fjölskyldunnar, — ekkert nánar er vitað um það, — en endalokin urðu þau, að einvaldur- inn f Fair Lane undirritaði tilskipun jiess efnis, að sonarsonur hans, Henry II., skyldi taka við sein stjórnarformaður Ford Motor Company, en liann sjálfur skyldi láta af störfum fyrir fullt og allt, Liklega átti Clara, eiginkona hans, mest- an jiátt f, að gamli maðurinn lét undan. Daginn eftir urðu mikil umbrot í stjóruar- herbergi fyrirtækisins. Þau hófust með því, ,að Henry Ford II. settist i sæti stjórnarformanns, sendi eftir Bennett og skipaði honum að tæma öskubakkana. Málþola af reiði skaut jiess fyrr- verandi lifvörður einvaldsins öllum skotunum úr byssu sinni upp í loftið. — Neitið þér að framkvæma fyrirskipanir niínar? spurði Henry yngri kuldalega. — Ég skal kenna þér að jiekkja mig, strák- hvolpurinn þinn! öskraði Bennett. — Þér neitið þá sem sagt. Yður er hér með sagt upp. Tæmið skrifborðsskúffurnar yðar, og hafið yður á brott úr húsinu innan klukku- stundar. Tveir dagar liðu, áður en Bennett gerði sér grein fyrir, að hann var sigraður. Næstu mánuði var flestum fylgismönnum hans spark- að. Þeir, sem starfað höfðu við fyrirtækið frá upphafi, þekktu nú aftur aðferðir gamla Fords. Nýi stjórnarformaðurinn fækkaði forstjórunum miskunnarlaust, en þeim hafði fjölgað fskyggi- Framhald á bls. 34. Gamli Henry Ford og kona hans í fyrsta bíln- um, sem hann framleiddi, árið 1896. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.