Vikan


Vikan - 01.09.1960, Síða 11

Vikan - 01.09.1960, Síða 11
Þekktu sjálfan þig lyktanir, sem við drögum um skapgerð manna. Glöggur mannþekkjari athugar vandlega þessi svið andlitsins og túlkar hvern drátt þeirra og viðbragð. Flest gerum við það ósjálfrátt og óafvitandi og gætum ekki rökstutt afstöðu okk- ar fremur en hinn einfaldi lesandi getur fært rök fyrir því, hvers vegna hann hrífst sterkar af góðri bók en lélegri. Ilin sálfræðilega túlkun andlitsins og viðbragða þess hvílir á traustari forsendum. Sálfræðingurinn hefur gert athuganir sínar á miklum fjölda einstaklinga og túlkað skapgerð þeirra út frá margvlslegum sjónarmiðum. Hann hefur því hverju sinni geysimikið efni til samanburðar, Þjálfað auga hans er og glöggskyggnara á þær rúnir, sem ristar eru í andlit einstaklingsins. Sálfræðingurinn þarf ekki að takmarka reynslu sína við fólk i daglegri umgengni. Hann getur að nokkru marki fengið það staðfest í tilraunum, hvaða svipbrigði fylgi ákveðnum kenndum. Hvernig bregzt Jón t. d. við sársauka, óvæntri truflun við einbeitingarraun, erfiðleikum, sem virð- ast ósigrandi? Með hinni fullkomnu kvikmyndunartækni nútimans er hægt að rannsaka nákvæmlega öll svipbrigði i andliti hans við ákveðnar tilfinningaaðslæður, hera þau saman við viðbrögð fjölmargra annarra manna við sömu aðstæður og draga siðan af þeim rökstuddar ályktanir. GRÍMAN. Við göngum öll með grímu — nema óspillt börn, sem finna ekki, að -þau hafi neitt að dyija, 'og draga því enga hulu yfir ásjónu sina. Sumt fólk er sér þess alltaf meðvit- andi, að andlit þess er gagnsætt, og reynir að dyljast bak við uppgerðargrímu. Því finnst það öryggislaust, ef hægt er að skyggnast inn í hugskot þess og ráða skapgerð þess og innstu hugrenningar af rúnum andlitsins. Margvisleg samskipti manna í menningarsamfélagi bera svip kappleiks- ins, og okkur lysir ekki að sýna keppinautunum allt of djúpt inn í hugskot okkar. Sumir menn leika þennan grimuleik af snilld. Þeir kunna þá list að hindra eðlileg svipbrigði i andliti sínu, en sýna í þess stað svipbrigði, sem ekki samsvara hinum innri sál- rænu viðbrögðum. Oft eru grimmileg örlög ráðin með ást- úðlegt bros á vör og mildan glampa i auga, eins og sárir harmar og blæðapdi hjarta eru oft falin bak við glaðværan svip, svo sem höfundur Laxdæla sögu hefur liaft reynslu af, þegar hann lýsir viðmóti Guðrúnar við vegendur Bolla. Mörgum fatast þó grimulistin, svo að skinhelgi andlitsins auglýsir þorparann, sem á bak við stendur, miklu átakan- legar en óbreytt smetti lians mundi hafa gert. ★ Andlitið — og þó sérstaklega augun — hafa verið kölluð spegill sálarinnar. Þú skapar þér skoðun um skapgerð ókunns manns með skjótri athugun á andliti hans. Náin og óralöng kynni breyta því áliti oft furðu lítið <2)n yfjattLíaS Jc onaááon SÁLARSPEGILL ' V VIK A N n

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.