Vikan - 01.09.1960, Side 13
En nú var lánið ekki með honum.
Þegar hann að athöfninni lokinni
hafði sig á brott með skartgripi frú-
arinnar fögru, komst hann að raun
um, að einhver hafði stolið bílnum
hans, sem hann hafði lagt nálægt
húsinu. Þegar frúin hafði leyst
mann sinn úr fjötrunum, hringdi
hann strax i lögregluna, og aum-
ingja Armand gafst ekki tími til
þess að flýja, þvi að lögreglan sendi
allan sinn liðstyrk á staðinn. Meðan
á leitinni stóð, tilkynnti maður einn,
að eitt herbergja hans væri læst að
innan, og kvaðst ekki vita til þess,
að nokkur væri þar inni. Þá vissu
menn, hvar bráðin faldist, og auð-
vitað fannst Armand Lecoque í
læsta herberginu, en þar sat hann
og lét fara vel um' sig, með vindil
húseigandans uppi i sér og vínglas
fyrir framan sig.
Á meðan þessi glæsilegi innbrots-
þjófur beið dóms, fékk hann ógrynni
bréfa frá konum, sem beinlínis báðu
hans og buðu honum morð fjár til
þess að velja sér sem öflugastan
verjanda. Hann skeytti þessum hjú-
skapartilboðum alls ekki, en hann
sló ekki hendinni við peningunum,
og þar sem hann var sér þess fylli-
lega meðvitandi, að hann hafði
konur algerlega í liendi sér, sá
hann um, að verjandi hans var
kona, Charlotte Bayard.
Þetta varð ekkert sældarbrauð
fyrir konuna. Armand var sakaður
um tuttugu og átta innbrot og hafði
ioks verið staðinn að verki. Sann-
anirnar gegn honum voru afar
sterkar, en þrátt fyrir það tókst
Charlotte Bayard að fá hann sýknað-
an af tutfugu og fimm innbrotum,
þar eð aðalvitnin, konurnar, sem
hann hafði rænt, þvertóku fyrir að
vilna gegn honum. Síðast kom bál-
rciður eiginmaður, sem ekki lét leika
á sig, og liklega hefur Armand tvisv-
ar valdið fórnardýrum sínum ein-
hverjum vonbrigðum. Tvær konur
og eiginmaðurinn vitnuðu gegn
honum og hann var sekur dæmdur
fyrir þrjú innbrot, — hins vegar ekki
fyrir brúðarránið. Brúðurin, sem
rænt hafði verið, vitnaði ekki gegn
honum. En fyrir þetta varð hún víð-
fræg. Blöðin kepptust um að hafa
Framh. á bls. 29.
Hinn ástleitni þjófur var kurteisin
sjálf en fórnarlömbin urðu að af-
henda honum skartgripi sína.
Við höfum lengi heyrt, að það séu
töggur í Vestfirðingum, það er að
segja ’þessum hreinræktuðu Vest-
firðingum, sem komnir erp af
galdramönnum í báðar ætlir. Nú
eru galdrar löngu aflagðir á Vest-
fjörðum og menn eru þar eins skikk-
anlegir og hvar annarsstaðar og
veiða sinn fisk í friði og spekt.
Guðrún Friðriksdóttir lifir líka
í friði og spekt, ekki vestur á fjörð-
um heldur í Hliðunum, en það þarf
ekki lengi við hana að tala til þess
að komast að því að hún er Vest-
firðingur og þar að auki ættstór.
Hinsvegar hafa galdrarnir þróast
yfir í kveréttindi.
Það var þannig mál með vexti, að
Vikan hafði á sínum tima birl
greinarkorn um kaffibrennslu Carl
Rydens og aðalsmennina hjá honum
og nú vill það þannig til að Guðrún
Friðriksdóttir er gift Carli Ryden
og þau vildu fyrir alla muni, að við
færum ekki þeirrar ánægju á mis i
lifinu að smakka Rydenskaffi. Þá
ánægju fengum við raunar ekki fyrr
en frúin var búin að koma í okkur
góðum slatta af súkkulaði.
— Það þótti engin gestrisni á Vest-
fjörðum að gefa gestum ekki súkku-
laði á undan kaffinu.
— Þeir hafa nú ekki haft Rydens-
kaffi til þess að bjóða upp á. Ætli
þeir hefðu þá ekki iátið súkkutaðið
eiga sig, sögðum við til þess að hrósa
kaffinu.
— Það veit ég ekki, ég býð allta'f
súkkulaði fyrst og hér ræð ég hús-
um. Nei, Carl ræður engu hér. Hann
ræður niðurfrá. Það eru alveg hrein-
ar línur.
— Þú ert auðvitað mikillar og
merkrar ættar þarna af Vestfjörð-
unum?
— Ja, hún var talin það í Dýra-
firðinum. Mýrar í Dýrafirði var
mitt ættaróðal. Þeir létu ekki kúga
sig þar, get ég sagt þér. Móðursystir
mín tók 4000 spesiur af manni sinum
forspurðum og lánaði fátækum
manni, sem kóngsverzlunin ætlaði
að ganga að. Það eru töggur í þessu
fólki. Það var þessi sarna móður-
systir min, sem arfleiddi mig að
hálfri jörðinni. Heyrðu annars, þú
hefur lesið Hagalin, — það er Mýra- •
fólkið, sem hann talar um. Afi minn
var nú vinur Jóns Sigurðssonar.
— Þú vildir samt ekki búa á Mýr-
um, eða livað?
— Ég vildi ekki búa þar mér ti)
skammar. Carl gat ekki brýnt ljá,
hvað þá meira.
— Svo ]>ú gerðist kvenréttinda-
kona, eða varstu kannske orðin það
áður en þú giftist?
— Já, ég held nú það.
— Og Carl þorði að giftast þér
samt?
— Það var nú svona á tak-
mörkum.
— Lætur þú þér nægja jafnrétti
karla og kvenna. Viltu ekki kvenleg
forréttindi umfram karlmenn?
Guðrún Friðriksdóttir.
— Ja — guð hefur skapað karl og konu og Jesús hefur
aldrei haft á móti jafnrétti karla og kvenna.
— Þú trúir á guð heyrist mér.
— Ég er mjög ströng í trúarefnum — hreinn orthodox.
Ég tek biblíuna bókstaflega, hún er okkar lrúarJ)ók.
— En ef það skyldi nú vera að eitt.hvað væri skátdskapur
af því sem stendur í bibliunni?
— Þá verða þeir að kenna mér að nýju hinum megin, ef
það er rangt sem stendur i biblíuhni.
— Vinnur þú ekki eitthvað fyrir kirkjuna, fyrst trúar-
sannfæring þín er svona sfterk?
— Ég er formaður í kvenfélagi Hallgrímskirkju og við
höfum áhuga fyrir því að koma henni upp.
— Þið eruð ákveðin í þvi, hvað sem hún kann að kosta?
— Við í kvenfélaginu tökum ekki að okkur neina milljóna-
byggingu. Við ætlum bara að sjá um innri búnað kirkjunn-
ar, og þó — reyndar höfum við gefið um 135 þúsund krón-
ur til sjálfrar kirkjunnar.
— Það er mjög tígulegt ])etla likan hans Guðjóns Samú-
elssonar af kirkjunni, en inér finnst nú samt, að það sé
hæpið að fara að byggja svona margbrotna og stóra kirkju,
sem sver sig varla á nþkkurn liátt í ætt við nútíma
byggingar.
— Já, svei, hvaða andskotans vit ætli ])ú hafir á þvi.
Ertu kannske arkitekt eða hvað?
— Nei, bara blaðamaður og held ])vi ekki einu sinni
l'rain að ég hafi vit. En ég hef minn persónulega smekk
og' það er út frá honum sem ég segi þetta. Svo hafa nú
allar þessar kirkjubyggingar verið gegnrýndar þegar kirkj-
urnar eru hálftónar að því sagt er.
— Ekki get ég tekið það til mín. Ég fer alltaf í kirkju
á hverjum sunnudegi þegar ég get heilsunnar vegna og við
Mýramenn áttum okakr eigin kirkju — bíddu svolitið, ég
skal sýna þér mynd af henni, já og Mýraættin gamla —
liérna hcf óg myndir af henni. Þetta vorú stórhuga menn,
Framh. á bls. 34.
VESTFIRZKIR GALDRAR
OG KVENRÉTTINDI
VIKA N
13