Vikan


Vikan - 01.09.1960, Qupperneq 16

Vikan - 01.09.1960, Qupperneq 16
Hekl er a 1 lt.it mjög skemmtilegt. Hér kernur diikur. sern rnjög auðvelt er að hekla. Hann er jafnfallegur, Iivort sem liann er heklaður úr grófu baðmullargarni eða tvinna. í þessu tilfelli skulum við fara millileiðina og hekla úr garni nr. 40 og með heklunál nr. 14, þá verður stærðin um 20 sm i þvermál. Fitjið upp 12 loftlykkjur, leggið í hring og lokið, fitjið upp 3 I. 1. umferð: ITeklið 21 stuðul í hringinn, en heklið þá fráhrugðna venjulegum stuðlum á ]>ann hátt að draga garnið í gcgnum allar ]irjár lykkjurnar í einu. 2. umferð: * heklið 10 loftlykkjur, hlaupið yfir 2 stuðla, 1 fastalykkju milli næstu tveggja stuðla * , endurtakið frá * til * umferðina á enda = 10 hogar. 3. umferð: Heklið keðjulykkjur upp í rniðju bogans, og lreklið síðan * 15 loftl. og 1 fastalykkju í næsta boga *, cndurtakið frá * lil * umferðina á enda. 4. umferð: Heklið keðjulykkjur upp í fimmtu lofllykkju, * 3 stuðla, 3 Joftlykkjur, 3 stuðla, 3 loftl., 3 stuðla * i sama hoga. 3 loftl., endurtakið frá * til * umf. á enda. 5. umferð: Heklið * 9 lofll., 1 fastalykkju i hvern bogá *, endurtakið frá * til * umf. á enda = 30 bogar. 6. umferð: Heklið keðjulykkjur upp i miðjan fyrsta bogann, * 12 loftlykkjur, 1 fastalykkju í bogann *, endurtakið frá * til * umf. á enda. 7. umf. til og með 9. umf.: Heklið eins og í 6. umf., aukið út 1 1. i bogana f hverri umferð, þar til 15 loftlykkjur cru i hverj- um boga í 9. umf. 10. umferð: Heklið keðjulykkjur upp í fimmtn loftlykkju, 3 loftlykkjur, * 3 stuðla, 3 loftl., 3 stuðla, 3 loftlykkjur, 3 stuðla í sama boga, 3 loftlykkjur *, endurtakið frá * til * umferðina á enda. — Gangið frá endum, og pressið mjög laust frá röngu, eða leggið dúkinn á straubretti. Lagið formið með tituprjónum, og leggið rakt stykki yfir Látið þorna af sjálfu sér, KRINGLA. 400 g hveiti, 200 g smjörl., 2 egg, 1 tsk. sykur, 60 g pressuger. Fyllingi: 100 g smjörl., 100 g flórsykur, -50 g rúsinur, — egg, möndlur og sykub’ til að pensla upp úr. Þcytið eggin, og hellið bræddu og kældu smjörinu i, meðan á þeytingunni stendur. Setjið sykurinn í og gerið, sem hrært hefur verið út í rjóma. Bætið hveitinu í, og látið deigið gerjast. Fletjið það siðan út i tvær ræmur. Hrærið saman smjörlíki og flórsykri, og setjið það á ræmurnar. Búið siðan til úr þeim kringlu. Látið hana hefast á plötunni. Penslið liana, og stráið yfir möndlum og sykri. Bakið liana í vel heilum ofni í 15—20 mín. Ágústa vann Úrslit f keppninni um titilinn „Sumarstúlka Vikunnar 1960“, urðu þau, að sigurvegari varð Ágústa Guðmundsdóttir, Vesturgötu 46, fleykja- vík — hlaut hún 264 atkvæði. Önnui- varð Sigrún Ragnars með 144 atkv., þriðja Hólmfríður Egilsdóttir með 141 atkv. Sigrún Gissurardóttir hlaui 78 atkv. og Sigrún Kristjánsdóttir 72 atkv. Ágústa fær að verðlaunum kjól og kápu frá ver/.lununni Eygló og skó frá Iðnaðardeild SÍS, en hinar fjórar — sem viðurkenningu fyrir þátttökuna — snyrtivörur frá Remediu og undirföt frá Nærfatagerðinni h.f. Nánar verður greint frá keppninni og úrslitum hennar seinna. TEBOLLUR. 1 kg hveiti, Vi 1 vatn, 75 g smjörl., 50 g pressuger, 1 msk. sykur, 1 tsk. salt. Blandið öllu saman, eins og gert er með venjulegt deig. Látið það hefast, og gerið siðan úr því kringlóttar, ekki mjög stórar bollur. Látið þær halda áfram að hefast á plötunni, og penslið þær með þeyttu eggi, og bakið þærr í vel heitum ofni í 15 mín. Framreiðið þær heitar með smjöri og marmilaði. Ágætt er að verma þær aðeins upp i ofninum. áður en þær eru bornar á borð næst. YIÖNDLUFLUGUR. 2 dl sykur, % dl rjómi, V2 dl síróp, 1 % bráðíð smjörl., 2 dl hafragrjón, 2 dl hveiti, % tsk. ger, 1 tsk. vanillusykur. Hrærið allt saman í eina soffu. Takið eina tsk. i einu, og setjið á plötii. Varizt að setja þær nærri hver annarri, þvi að þær renna svo mikið út. Bakið þær við góðan hita. Látið þær aðeins kólna. og vefjið þær þá upp. Með kaffína 16 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.