Vikan - 01.09.1960, Blaðsíða 17
'' *;<«w '
Miklar breytingar hafa átt sér stað á imdanfðrnum árum í borðbúnaði.
Hvítt er ckki lengur aðalliturinn á borðinu, heldur fá allir litir og litasam-
setningar að njóta sin i ríkum mæli. Lag diska og hnífapara er ekki einskorð-
að við eina tegund, og nú er alveg eins oft dúkað með smámottum eins og
dúkum. Þessar smámottur eru úr basti eða höri eða livaða efni sem verða
vill, og eru mjög þægilegar upp á þvottinn til að gera, fyrir utan það að þær
eru mjög skemmtileg handavinna. Allt er þetta einfalt, smekklegt og þægilegt.
Það er ekki einungis borðbúnaðurinn sem breytzt hefur heldur einnig allt
scm á borðið kemur, ílát fyrir salt og pipar og allt smávegis sem haft er
með, serviettuhringir og kertastjakar, svo eru einnig bastkörfur mikið not-
aðar, t. d. fyrir kökuföt. iBlóm eru svo notuð til skrauts og satt að segja megið
þið alveg látið hugmyndaflugið ráða þegar þið dúkið borð nú á tímum. Þetta
er sem sagl mjög skemmtilegt verkefni, þar sem þið getið nú dundað við að
búa til listaverk þegar þið leggið á borð.
VIKÁN
17