Vikan - 01.09.1960, Page 25
muiímí99sfiii
DÆGURLOG
al unglingaiuia, enda
eingöngu hagað laga-
vali sinu samkvæmt Berti.
smekk og óskum
Þeirra. Við gengum á fund þeirra Falcon-manna
kvöld eitt, er þeir höfðu lokið leik sínum í Sjálf-
stæðishúsinu, og spurðum eftir höfuðpaurnum.
Reyndist hann heita Berti Möller.
—■ Þú ert ekki danskur, er það?
— Nei, ég er enskur í aðra ættina, en íslenzkur
í hina.
—- Hefurðu verið með Falcon-sextettinum frá
upphafi?
— Fyrir tveimur árum spilaði ég um tíma með
nokkrum af þessum strákum, trompetleikaranum,
píanóieikaranum og trommuleikaranum. Nefnd-
um við okkur þá Júpíter-kvartettinn. Seinna lék
ég með Plúdó, eða Lúdó, eins og hljómsveitin
heitir núna, og s.l. sumar. í mai eða júní, byrjaði
ég svo í þessari hljómsveit.
— Og var þetta Þá skírt Falcon?
— Nei, Falcon-sextettinn var búinn að vera til
í dálítinn tíma áður en ég kom inn í ...
— ... og hrifsaðir völdin i þinar hendur?
— Já, það má kannski segja það.
— Hafið þið spilað mikið núna í sumar?
— Svona tvö eða þrjú kvöld i viku.
— Og hvar helzt?
— 1 Vetrargarðinum, hér í Sjálfstæðishúsinu og
stundum fyrir utan bæinn.
•—• Hafið þið umboðsmann til að sjá ykkur fyrir
vinnu og sjá um auglýsingar og annað sem með
þarf ?
— Nei, við gerum þetta allt sjálfir í samein-
ingu, og eins að útsetja og æfa lögin.
— Og gengur vel að hafa nýjustu lögin tilbúin
nógu snemma?
— Það gengur alveg furðanlega.
— E'r ekki saxófónn heppilegra blásturshljóð-
færi i svona músík heldur en trompet?
— Jú, það er víst — en mér finnst trompet
ágætur, og gefur hljómsveitinni annan blæ en
tíðkast hér hjá fle6tum hljómsveitum.
— Þið eruð allir undir tvítugu, er það ekki?
— Við erum frá sextán til átján ára gamlir.
Bassaleikarinn er yngstur.
— Þið vinnið auðvitað eitthvað á daginn líka?
— Já, ég held það. Ég hef unnið hjá Vegagerð
ríkisins i sumar, en hef hugsað mér að byrja
prentnám i haust.
— Prentarastéttin eignast þá einn músikantinn
ennþá. Hvers vegna velurðu prentiðnina?
— Er það nokkuð verra en eitthvað annað?
Ég hef kynnt mér málið lítilsháttar og mér lízt
bara vel á prentið.
— Hafið þið von um fasta vinnu einhvers staðar
núna i vetur?
— Við höfum litið hugsað um það, enda getum
við ekki með góðu móti spilað nema tvö eða
þrjú kvöld vikunnar.
1 Falcon-sextettinum leika: Berti Möller og Gissur
Hölgason, sem leika á gítara og syngja, Eyjólfur
Melsted, trompet, Geir Vilhjálmsson, píanó, Artúr
R. Moon, bassa og Sigurjón Fjeldsted, trommur.
BRÉFAVIÐSKIPTI
Bergþóra Loftsdóttir, Arnórsstöðum, Jökuldal,
N.-Múl., óskar eftir bréfaviðskiptum við pilta á
Seyðisfirði, Norðfirði og Akureyri á aldrinum
14—1? ára. Anne Lund, Bakkevej 18, Köbenhavn
F, Danmark, við pilta og stúlkur 15—16 ára.
Judith Pooi, 164, Ashiawn Road, Rugby, War-
wickshire, England, við pilta og stúlkur 16—17
ára. Jörgen Lindsten, Holma Köbmandshandel,
Bone, Mön, Danmark, við stúlkur 18—19 ára.
KVIKMYNDIR
Laugarásbíó sýnir í TODD-AO:
OKLAHOMA
Kvikmyndin er gerð eftir samnefndum söngleik
eftir Rodgers og Hammerstein, sem farið hefur
sigurför um allan heim. Aðalhlutverkin leika:
Gordon MacRae, Shirley Jones, Rod Steiger, G'har-
lotte Greenwood, Gloria Graliam, Gene Nelson,
Eddie Albert og James Wliitmore.
Myndin hefst á því að ungur efnismaður byggð-
arinnar er einn á ferð með hest sinn og mal einn
morgunfagran dag. Hann syngur um morgunfeg-
urðina og er léttur í skapi, því lifið leikpir við
þessum unga manni. Hann er á leið heim til stúlk
unnar, sem hann hefir kosið að bjóða á sumarhátíð
sveitarinnar. Þegar Curly, sem leikinn er af Gordon
MacRae, kemur heim á búgarð Laurey, en svo
heitir stúlkan sem leikin er af Shirley Jones, kemst
hann að því að hún er þver og móðguð, vegna
þess hve seint hann kemur til að tilkynna henni
boðið. Hún hefnir sín á honum með því að segja
honum að hún hafi ákveðið að fara til samkom-
unnar með vinnumanni sinum, Jud, sem leikinn
er af Rod Steiger. Hefir hann fátt það til að bera
sem gerir menn eftirsóknarverða í augum kvenna
og verður þessi ráðstöfun Laurey, þvi Curly um-
hugsunarefni. Hann snýr frá við svo búið og lætur
á engu bera. Ungfrú Laurey líður heldur ekki vel.
Hún sér mjög eftir þessari framkomu við Curly
og vill nú breyta ákvörðun sinni og hætta við að
fara með vinnumanninum til samkomunnar, til
þess að geta farið með Curly. En það er um sein-
an. Þegar nágrannarnir koma akandi í góðu skapi
á leið til samkomuhalds koma þeir við á heimili
Laurey og hefir Curly þá boðið með sér ungri
stúlku sem hvergi nærri firinur náð fyrir augum
Laurey, sem harmar nú mjög hlutskipti sitt.
Skömmu áður en halda skal til samkomunnar
sofnar Laurey og dreymir draum. sem veldur henni
miklum áhyggjum og umhugsun. Hún sér glæsilegt
brúðkaup sitt og Curly, en þegar brúðarslörinu er
lyft er það ekki Curly, heldur Jud sem stendur
frammi fyrir heitorði hennar. Fleira gerist í heimi
draumanna og heimasætan vaknar til þess að halda
af stað til samkomunnar — með Jud. E'kki höfðu
þau langt farið tvö saman í vagninum er Jud reynir
að fá hana kyssta með valdi. Við þau átök fatast.
honum stjórn á hestunum og þeir fælast og hlaupa
allt hvað af tekur með vagninn i eftirdragi, um
skóga og akra og ófærur. Farþegunum er búinn
mikill háski og er oft skammt bilið milli liís og
dauða meðan sá leikur stendur. Að lokum stöðv-
ast þó hestarnir og tekur Laurey þá til sinna ráða
og hrekur frá sér fylgdarmann og kemst ein í
vagni sínum til sumarhátíðarinnar. Rétt í þann
mund er hefja skal böglauppboð til styrktar skóla-
byggingu sveitarinnar kemur Jud og er þungt í
skapi. Hverjum böggli fylgir kona í kaupbæti, eða
réttara sagt, óskadans þeirrar stúlku er pakkanum
fylgdi. Nú hefst hörð keppni milli Jud og Curly
hvor þeirra skuli hreppa pakka Laurey. Leggja
þeir báðir undir aleigu sína og hefir Curly betur.
Hafði hann þá selt hest sinn og hnakk og kúreka-
byssu sína til geta hækkað boðið. Jud verður æfur
yfir þessum málalokum. Hefir í hótunum við
Laurey og ætlar að beita hana valdi. Hún flýr þá
á náðir Curly og játar honum ást sína, en segist jVtj
aðeins hafa boðið Jud til þess að erta þann semtíi
hún elskaði. En skemmst frá því að segja, að þarna
verður skilningsgóður fundur sem endar með lang-
þráðu vopnahléi, þannig að L^aurey og Curl ákveða
að eigast.
En brúðkaup þeirra síðan haldið með miklum
glæsibrag heima á sveitasetrinu. Vinir þeirra og
kunningjar undirbúa fornan brúðkaupsleik amer-
ískan og reka brúðhjónin út á tún og upp í hey-
sæti, sem stendur á túninu við bæinn. Allt í einu
fara þau heysætin sem fjærst eru bænum að loga
og hlaupa þá allir til að slökkva eldinn. Brúð-
hjónin standa ein og yfirgefin eftir uppi í einu
sætinu. Þá hleypur Jud til og leggur eld í sætið
til þess þannig að búa keppinaut sínum þau örlög,
sem bundið gæti endi á hamingju hans. Brúðhjón-
unum tekst að stökkva niður af sætinu og mæta
þá Jud í fullkomnum vígahug ...
Myndirnar hér til hægri eru af Gordon MacRae,
Shirley Jones, Rod Steiger, Charl.otte Greenwood.
&6*Iuhii iifit luqfáffq
VI K A N ' *