Vikan


Vikan - 01.09.1960, Page 26

Vikan - 01.09.1960, Page 26
% , Vitra stúlkan Bama- gaman Einu sinni var gamall maður, sem bjó í litlum kofa langt inni i skógi. Hann átti eina dóttur barna, og var hún orðlögð fyrir, hve gáfuð hún væri. Þegar faðir hennar fór út til að betla, var hún vön að leggja honum orð í munn. Einn góðan veðurdag fór hann til kóngsins til þess að biðja sér ölmusu. Kóngur varð alveg undrandi, þegar hann heyrði, hve karlinn talaði viturlega, og spurði hann, liver hefði kennt honum að tala svona vel máli sínu. — Það hefur dóttir mín gert, svaraði sá gamli. — Hver liefur þá kennt henni það? spurði kóngur. — Það hefur Guð sjálfur gert, svaraði kariinn. Þá gaf kóngurinn honum tuttugu soðin egg og sagði: — Gefðu dóttur þinni þessi egg, og segðu henni, að hún verði að láta koma unga úr þeim öllum, annars skuli hún hafa verra af. Karl gekk hryggur heim á leið og flutti dóttur sinni skilaboð kóngs. Ilún sá strax, að eggin voru soðin, en hughreysti gamla manninn með því, að hún skyldi finna einhver ráð út úr vandræðunum. Um nóttina tók hún stóran pott, fyllti hann af vatni og setti yfir eldinn. í pottinn setti hún ofurlitið af baunum. Morgún- inn eftir fékk hún föður sínum soðnu baunirnar, bað hann að útvega sér plóg og uxa. Síðan sagði hún honum að fara og plægja akurinn við veginn. Framhatd á bls. 29. 35. VERDIAUHAKROSSGÁTA VIKUNNAR Vikan veitir eins og kunnugt er verð- laun fyrir rétta ráðningu á krossgát- unni. Alltaf berast margar lausnir. Sá sem vinninginn hefur hlotið fær verð- launin, sem eru: 100 KRÓNUR. Veittur er þriggja vikna frestur til að skila lausnum. Skulu lausnir sendar í pósthólf 149, merkt „Krossgáta". Margar lausnir bárust á 28. kross- gátu Vikunnar og var dregið úr rétt- um ráðningum. JÓN DAGSSON, öldustíg 4, Sauðárkróki, hlaut verðlaunin, 100 krónur og má vitja þeirra á ritstjórnarskrifstofu Vikunnar, Skipholti 33. Lausn á 28. krossgátu er hér að neðan. 00VIаÖMMUKNÉ0F° oo°n°SLJÓRÁ0TÁR0 A°ÓGÁT0ÓR1°BURAL MÁTULEG°INKAR°NI M" 0 A ° oFEIGÐARTÁKN AKK° 0 “FLUGIÐE'TAD °UM° °HALLANDI°RA SKAFTAFELL°ÆTTIR ELRI°FÁM°DUGUR°P G°KROF°AHUGURÖSE INAR°ÆSTIRGRÓPIN RÓÐUKROSS ° IL L P T N °BÖRNUNUM°SÖGURI GÓLFÁBREIÐAGAMAN 26

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.