Vikan


Vikan - 01.09.1960, Síða 34

Vikan - 01.09.1960, Síða 34
flenry Ford Framh. af bls. 9. lega síðustu árin, og sparaði nieð því árlega um 40 milljónir í iaunagreiðslum. Hann ferð- aðist milli allra 6200 sölumanna fyrirtækisins til þess að endurskipuleggja sölutæknina og gera hana samkeppnishæfa. Honum heppnaðist sér- lega vel að ráða unga og duglega samstarfs- menn. Einn hinn hezti, sem hann náði í, var Ernst Bresch, sem hann gerði umsvifalaust að sölustjóra. Það, sem olli Henry Ford mestum áhyggjum, var hin afleita samhúð við starfsfólkið og verka- lýðsfélögin. Er hilaverkfallið mikla skall á í árslok 1945, var John Buggas aðalfulltrúi Fords, en hann tók einnig sjálfur nokkurn þátt i samningaviðræðunum. Verkalýðsfélögin kröfð- ust allt að 30% launahækkunar, og Ford vildi fá algera tryggingu fyrir því, að framleiðslan gæti haldið áfram ótrufluð. Eftir níu vikna samningaviðræður hringdi Ford kvöld nokkurt til fulltrúa verkalýðsfélagsins og sagði: — Ég býð að borða, og svo semjum við í snatri yfir kvöldkaffinu. — Afbragðshugmynd. Á afskekktu veitingahúsi komust þeir loks að samkomulagi eftir tveggja klukkustunda samn- ingaviðræður. Kaup skyldi hækka um 18 cent á klst. að meðaltali, en hins vegar fékk Ford því framgengt, sem hann setti upp. Samningur- inn vakti töluverðan hroll meðal annarra bila- framleiðenda, sem neyddust til þess að endur- skoða kaupsamninga við starfsmenn sína. Þremur klukkustundum eftir að samningurinn var hirtur opinherlega, undirritaði Chrysler svipaðan samning við sina starfsmenn, til þess að Ford kæmist ekki of langt fram úr, og aðrir framleiðendur fetuðu hrátt 1 fótspor 'þeirra. Þessi 18 centa hækkun leiddi af sér 150 milljón króna auknar kaupgreiðslur á ári. Það var mikil fórn, en nú skyldi framleiðslan geta haldið ótrufluð áfram, og Ford hélt þvi fram, að það væri fyrsta skilyrði þess, að áætlanir hans um, að fyrirtækið næði forystu í bíla- framleiðslunni að nýju, gætu staðizt. Brátt urðu keppinautarnir að viðurkenna, að Henry Ford II. var réttur maður á réttum stað. Margt henti til þess, að hann væri í vígahug, m. a. lét hann á árinu 1946 reisa nýjar verksmiðjur og endurnýja vélakost fyrir 7,7 milijarða króna. Upphæð þessi er þó aðeins örlítið hrot af því, sem hann hefur síðar lagt i nýja fjárfestingu. Undanfarin tólf ár liefur fyrirtækið lagt h. u. h. 165 milljarða króna í smiði sjálfvirkra færi- banda og samsetningarverksmiðja. Þar, sem áð- ur þurfti 2000 starfsmenn, þarf nú aðeins 500, og er það auknum vélakosti og sjálfvirkni að þakka. Framtíðin mun leiða í ljós, hvort Ford tekst að ná forystunni i hílaiðnaðinum, en hann er ungur og maður framtiðarinnar. Tveir yngri bræður hans annast nú stjórn fyrirtækisins með honum. Benson Ford, áreiðanlegur og traust- ur maður, er forstjóri Lincoln-Mercury verk- smiðjanna og þykir standa mjög vel í stöðu sinni. William Ford, sem er þeirra yngstur, er yfirmaður verksmiðjanna í Evrópu. Heima hjá Henry Ford II. elst nú upp ný kynslóð, — dæturnar Charlotte og Anne svo og litli „ríkiserfinginn". Ford hefur erft hræðslu föður sins við barnaræningja og leyfir þess vegna sjaldan að taka myndir af heimili sinu lig börnunum. Fjölskyldan lifir rólegu og kyrr- látu lífi og berst lítt á. Einu sinni á ári fara þau hjónin til Evrópu og með þeim heill her af einkariturum og þjónum. Þrátt fyrir hina strangkaþólsku uppfræðslu, er Ford aflaði sér, skín þó púritanisminn töluvert í gegn hjá hon- um. Hann sést t. d. næstum aldrei með viskí- glas í hendi, — aðeins við mjög hátíðleg tæki- fmfi, Hann reykir ekki, og eru það áhrif frá afa hans, sem lagði hlátt bann við reykingum. Það er ef til vill eina reglan frá tímum gamla manpsins, sem enn er í gildi. Enginn veit með vissu, hve mikil auðæfi Fordfjölskyldunnar eru. Lauslega má gera ráð fyrir, að Henry Ford II. stjórni meira en 175 milljörðum króna i föstu fé. Eigin auðæfi hans eru svo sem cngin ósköp, — að eigin sögn lík- lega um 40 milljarðar — „eða meira“. — En athugið, segir hann, — enginn einstaklingur á raunverulega slíka upphæð. Sannleikurinn er sá, að hún ræður yfir eigandanum. flraumar Framh. af bls. 22. því með stillingu, þó að nánustu kunningjar þínir virðist leggja trúnað á róginn. Leiddu þeim fyrir sjónir sannleikann í málinu. Kæri draumráðandi. Mig dreymdi, að ég væri komin inn í herbergi fyrrverandi kærasta míns (við vorum einu sinni trúlofuð leynilega). Hann svaf í svefnsófanum sínum, og mér fannst vera kominn annar sófi þar inn, og í honum voru rúmföt, mjög bæld, 'Svo ég var viss um, að einhver hefði sofið hjá honum. Ég varð ægilega afbrýðisöm, en þá vaknaði ég. Með fyrir fram þökk. Ein afbrýðisöm. Svar til einnar afbrýðisamrar. Leiðinlegt atvik mun henda þig á næst- unni. Kæri draumráðandi Vikunnar. Mig dreymdi, að ég væri stödd niðri á bryggju, — Komdu með vatnsbyssuna mína, pabbi og mér fannst vera þar við bryggjuna Ésja og annar togarinn hér. Mér fannst ég hitta kunn- ingja minn þar, og sagðist hann vera á Esju (en hann er á togaranum). Svo fannst mér ég fara um borð i Esju ásamt tveimur öðrum stelp- um. Þegar ég svo fór i land aftur, fannst mér sem önnur stelpan væri komin upp á bryggjuna, en stæði alveg fyrir allri umferð um landgang- inn. Svo finnst mér skipið fara frá, og þá hróp- uðu allir á hana. En hún vék ekki frá, fyrr en skipið var nær því farið allt frá. Þá fór hún og hitt fólkið, og fór sumt af því í sjóinn, en sumt komst upp á bryggju. Þá fannst mér vera trilla á bryggjunni og fólkinu vera ýtt upp bryggjuna. Þegar komið var hálfa leið upp bryggjuna, var fólkið látið fara upp úr bátnum, og svo var bátnum ýtt aftur út í sjó. í honum var lítill drengur, og mér fannst trillan vera i hálfgerðu kafi. Svo fannst mér sem væri verið að ná bátnum upp, en það var ekki hægt, það var hara búið að ná drengnum. Með fyrir fram þökk. M. S. Svar til M. S. Draumurinn merkir velgengni í ástamál- um á næstunni hjá þér, en erfiðleika og deil ur hjá þeirri, er stóð á landganginum. Til draumráðandans. Viltu gera svo vel að ráða þennan draum fyrir mig, sem mig dreymdi nýlega. Ég þóttist vera stödd hjá gamalli vinkonu minni og í öll- um fötunum uppi í rúmi hjá henni, en til fóta. Sjálf var hún mjög alvarleg og ólík því, sem hún er. Varð ég undrandi mjög, þvi að hún var öll miklu stærri og feitari, svo að mér datt í hug, að hún hlyti að vera ófrísk, en áttaði mig strax, að vegna aldurs gat ekki svo verið. Beint á móti henni í öðru rúmi lá maðurinn hennar í öllum fötunum, og virtist hann vera ánægður og liða vel. Allt í einu var svo sviðið breytt, konan horfin, en ég stödd í eldhúsinu hennar að sýsla við einhver verk. Kemur þá maðurinn hennar þangað og vill fara að tala um fortíðina við mig og spyr, hvort ég muni ekki eftir því, þegar við áttum bæði heima í sama byggðarlagi. En ég tók því fálega og bjóst til að fara út. Með fyrir fram þökk. Sigga. Svar til Siggu. Hætt er við ósamlyndi milli ykkar vin- kvennanna á næstunni. Sæktu mál þín með varkárni. Svar til Dísu. Vegna lengdar draumsins sjáum við okkur ekki fært að birta drauminn, heldur aðeins svarið. Þótt undarlegt megi virðast, merkir draumurinn, að öll áform þín munu ganga að óskum. Vestfirzkir galdrar og kvenréttindi Framh. a£ bls. 13. drengur minn og þeir verzluðu við útfendar þjóðir og tóku ekki mark á neinni verzlunar- áþján. Það dó aldrei maður úr sulti á Vest- fjörðum. — Mjög athyglisvert, að þeir skyldu ekki taka mark á áþjáninni. Það væri gagn að svoleiðis mönnum í landhelgisdeilunni. Viltu ekki ann- ars að helmingurinn af alþingismönnum eða vel það, séu konur? — Þetta gæti ekki verið vitlausara, þótt kon- ur stjórnuðu einar. — Þær ráða nú einhverju á bak við hefur maður heyrt. — Já, við reynum að gera það, sem í okkar valdi stendur til að bjarga þvi, sem hægt er að bjarga. G. S. 34 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.