Vikan - 27.10.1960, Blaðsíða 9
IIN I BENI MUSSA
Það hefði verið hægt að heyra þessa
margumtöluðu saumnál detta.
Hún var mjög ung, andlitið ávalt, aug-
un stór og dökk, augnahárin óendanlega
löng. Hún hafði purpurarauðar varir,
mikið svart hár, er hrundi henni á
herðar niður, en inn i það var hvltu
neguiblómi stungið bak við eyrað. Hún
var klædd öklasíðu pilsi, er var togað
góðan spöl niður eftir mjöðmunum. Um
þver brjóstin var bundin einhver ræmá,
sem minnti helzt á skóreim.
Líkami hennar var af því tagi, sem
okkur hafði flesta dreymt um, svo að
árum skipti. Það var áreiðanlega sama
sem að eggja til uppistands að flytja
annað eins og þetta til Beni Mússa. Það
lá líka við, að allt færi í bál og brand,
þegar hún færði upp nokkra spánska
dansa, sem hefðu getað breytt jökli í
eldfjall. Hið eina, sem afstýrði því, var
hin fyrirferðarmikla persóna Jimmys í
baksýn á sviðinu.
Sjálfur fann ég hættuna einkar vel og
sagði við sjálfan mig:
—• Taktu það rólega, kunningi. Láttu
þér ekki til hugar koma að heimsækja
þennan stað aftur!
Ég hélt mig heima i tvö eða þrjú
kvöld. Herskálinn var auður og tómur
Iíkt og eyðimörkin sjálf fram til mið-
nættis; þangað til „Sahara" lokaði. En
öllum, sem reyndu að semja um fram-
lengingu og aukadrykk, hjálpaði Jimmy
niður dyraþrepin með stígvélum sínum.
Eftir fimm kvöld hélzt ég ekki við heima
lengur, en hélt á vettvang. „Sahara“ var
nærri tóm. Fæstir hermannanna át.tu
handbært fé fyrr en eftir næsta kaup-
greiðsludag, og ekki þýddi að biðja
Jimmy um lán. Á hann bitu hvorki bæn-
ir né hótanir.
Eftir að Júaníta hafði lokið danssýn-
ingu sinni, bað ég hana að fá sér eitt
glas með mér. Hún leit til Jimmys, og
hann virti mig hugsandi fyrir sér, en
kinkaði svo kolli. E’kki man ég, um hvað
við töluðum, og ekki var franskan á
marga fiska hjá okkur. Og auðvitað var
það ekki viðræðunum að þakka, — að
ég var ástfanginn af henni, þegar við
skildum.
Upp frá þessu leið ekki svo eitt ein-
asta kvöld, að ég kæmi ekki á „Sahara".
Ég skammtaði útgjöld mín þannig, að
ég ætti nóg til að kaupa tvær flöskur
á hverju kvöldi milli kaupgreiðsludaga,
og að dansi loknum var Júanita vön
að koma yfir að borðinu til mín, þar
sem ég sat í dimmasta horninu. Og þarna
spjölluðum við saman fram undir hátta-
tíma.
Hún var rakin andstæða þeirrar ljós-
hærðu og bláeygu, sem orðið hafði or-
sök til allra vandræðanna heima. Hör-
und honnar var að lit sem dökkar olifur,
hendur hennar voru ákaflega fagurskap-
aðar og fingurnir fallegir og langir.
Þarna lágu þeir eins og framandi blómst-
ur á borðplötunni, grárri og grófri, og
voru svo smáir og fínir að finna, þegar
ég tók þá í mína hrjúfu hramma og
starði inn i augu hennar, stór og myrk,
um le'ð og ég hvíslaði að henni: „Cherie"
(ástin min).
Eins og ég hef þegar sagt, er ég þorsk-
haus, þegar konur eru annars vegar.
Það skal viðurkennt, að hún valdi mig
alltaf til förunautar og færðist ævin-
lega undan að dansa við hina hermenn-
ina, — sömuleiðis að hún leyfði mér
alltaf að bjóða sér góða nótt með kossi.
En ef ég á að segja eins og er, mundi
ég hafa veitt því eftirtekt, ef ég hefði
ekki verið eins blindur og raun var á,
að það var engin gróandi í ást okkar, sem
svo gæti heitið.
Framhald á bls. 34,
Smásaga eftir Patrick Turnball
Ortega hallaði sér upp að vínskenkinum,
spjallaði við Jimmy og sýndi þess engin merki
að hann hyggðist
VIKAN 9