Vikan


Vikan - 27.10.1960, Blaðsíða 23

Vikan - 27.10.1960, Blaðsíða 23
wikaih 1 Útgefandi: VtKAN H.F. Ritstjóri: Gísli Sigurðsson (ábm.) Auglýsingastjóri: lóhannes Jörundsson. Framkvsemdastjóri: Hllmar A. Kristjánsson. ftltstjórn og auglýslngar; Sklpholtl 33. M Slmar: 35320, 35321, 35322. Pósthólf 149. » Afgrefðsla og drelflng: B1 aðad relf 1 n g, Mlklubraut 15, sfml 15017. Verö 1 lausa- RX sölu kr. 15 Áskrlftarverð er 200 kr. árs- þrlðjungslega, grelðist fyrlrfram. Prent- jvs un: Hílmlr h.f. Myndamót: Rafgraf h.í. Þio fáið Vikuna í hverri viku I næsta blaði verður m. a.: “i , m ♦ Ný, glæsileg verðlaunakeppni byrjar í næsta blaði. Vinningur: Ferð fyrir tvo til New York og uppihald þar í eina viku. ♦ Við söknum kvöldbirtunnar mest. — Viðtal við ís- lenzk hjón, búsett í Kaupmannahöfn. ♦ Þannig er ástin. — Hugljúf ástarsaga eftir Ellinor öberg. ♦ Þegar Kennedy var talinn af. Mannraunasaga úr stríðinu af Kennedy frambjóðanda demókrata til forsetakosninganna í Bandaríkjunum. ♦ Islenzk smásaga: Andlitið í glugganum — eftir Helgu Dís. ♦ Á guðs vegum. — Dr. Matthías Jónasson skrifar um manngerð trúarinnar. ♦ Þær ráða úrslitunum. — Grein um eiginkonur Nixons og Kennedys. ♦ Þegar taugarnar bila. — Grein um læknisfræðileg efni. ♦ Hin göfuga list neftóbaksbrúkunar. ♦ Stórhlaupari bak við lás og slá. Barnagaman Hvað er að ? Á þessari mynd er eitt- hvað sem ekki passar. Svíninu virðist ekki liða vel, og því síður refnum og hin tvö líta lieldur eklci út fyrir að vera ánægð. Getur þú fundið út, hvað það er, sem þem leiðist svona ? KEÐ JULEIKUR. Þessi leikur gengur þannig fyrir sig að fjórir af þátttakendum leggjast á gólfið og mynda ferhyrning þannig að einn er með höfuðið á annars maga, eins og sýnt er á myndinni. í fljótu bragði virðist þetta ofur ein- falt, en venjulega er hlegið svo mikið að Það er allt annað en auðvelt að liggja i réttum stellingum. Ef ykkur langar til að hlæja ennþá meira, þá er öruggt ráð að fá pabba, mömu, frænda og frænku með i leikinn. Þið megið bara ekki springa af hlátri, þegar þau fara að veltast á gólfinu. il/httú i íi a .•.v.v.v. HrútsmerkiÖ (21. marz—20. apr.): Þú munt lenda í skemmtilegu ævintýri í vikunni. Stjörnurnar eru þér yfirleitt hliðhollar þessa dagana, nema hvað þú mátt varast að aðhafast neitt, sem stjórnast af illu inn ræti. Þér berst undarleg gjöf um helgina, og þú veizt ekki hvernig þú átt að þakka hana. Fimmtudagurinn er ungu fólki til mikilla heilla. Þú verður mikið að heiman í vikunni. NautsmerkiÖ (21. apríl—21 maí): Þú munt þurfa að að ráða fram úr talsvert mörgum vandamálum, mörgum hverjum nokkuð örðugum. Allt bendir þó til þess að þú standir þig með sóma. Þið félagar þínir höfðuð mikil áform á prjónunum fyrir skemmstu, en ekkert varð þá úr framkvæmdum. Nú virðist þessi vika einmitt hentug til þess arna. Þér verður komið þægilega á óvart á föstudagskvöld. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní): Þú tekur miklum framförum á vissu sviði í vikunni, en láttu það samt ekki verða til Þess að Þú fyllist stolti og hroka. Þér hættir til þess að hugsa sem svo, að þú sért sá sem snýst um í þessum heimi. Reyndu að taka meira tillit til annarra. Korium hættir til þess að skapa sér óþarfar áhyggjur í vikunni. Heillatala 7. Krabbamerkiö (22. júní—23. júlí): Þú hefur lengi siglt milli skers og báru, en nú verður þú umfram allt að taka endalega ákvörðun í máli, sem skiptir þig miklu Liklega eignast þú nýjan kunningja í vikunni. I fyrstu kann hann að virðast fráhrindandi, en hann vinnur sannarlega á við kynnigu. Þú færð mikið lof fyrir vel unnið starf. Þú kemst í tæri við all varasaman mann um helgina. Heillalitur rauðleitt. LjónsmerkiÖ (24. júli—23. ág.): I þessari viku skaltu hegða þér að megni eins og undanfarið og forðast i lengstu lög að bregða út af nokkurri venju. Heima hjá þér verður mjög gestkvæmt, meðal annars kemur heim til þín maður eða kona, sem þig hefur lengi langað til að kynnast. Varaztu að skeyta skapi þínu á nánustu félögum þínum. Þér virðist einmitt hætt við því að missa stjórn á skapi þínu þessa dagana. Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Föstudagurinn verður sá dagur, sem skiptir þig mestu í vikunni. Þá verður tekin mikilvæg ákvörðun, sem snertir þig mjög, enda Þótt þú komist ekki að því fyrr en í næstu viku. Stjörnurnar vara þig við að hrinda þessu áformi þinu í framkvæmd — Það gæti orðið þér dýrt spaug. VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Þú munt þurfa að sinna fjölskyldu þinni óvenju mikið í vikunni, og er það vel, því að þú virðist óvenju móttækilegur fyrir alls kyns utanaðkomandi freistingum þessa dagana. Amor verður talsvert á ferðinni í vikunni — en í þetta sinn veldur hann bæði sorg og gleði. Þó skaltu ekki banda við honum hendinni en reyndu að bæla niður áhrif örva hans. Heillatala kvenna 8, karla 5. DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Það skiptast á skin og skúrir í vikunni. Þú skalt umfram allt forð- ast allar deilur, þvi að jafnvel þótt þú hafir á réttu að standa, gætu deilur komið þér í hin verstu vand- ræði. Umfram allt skaltu forðast að skipta þér að deilum annarra. Þér berast gleðifregnir á laugardag. Reyndu eftir fremsta megni að gæta hófsemi, einkum hvað skemmt- anir snertir. Bandaðu frá Þér þessari öfund í garð vinar þíns. Bogmaöurinn (23. nóv.—21. des ): Þú færð loks svar við spurningu, sem hefur ásótt þig undanfarið, og er óhætt að segja, að Þú verðir ánægður með þau mála- lok. Fjölskyldumeðlimur verður til Þess að bæta hag þinn til muna á vissu sviði. I sambandi við merkis- dag í fjölskyldunni gerist dálítið furðulegt, jafnvel leyndar- dómsfullt, en það er þó ekki eins alvarlegt og virðist í fljótu bragði. Heillatala 8. GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Þú verður að hafa þig allan í frammi ef Þú ætlar að ná settu marki. J Ýmislegt smávægilegt virðist ætla að tefja þig og angra, en Þú ert þeim mun meiri maður, ef þú kannt að láta smávægilegt mótlæti sem vind um eyrun þjóta Miðvikudagurinn verður mjög frábrugðinn hinum dögum vikunnar. Þú nýtur Þín bezt í hópi kunningja þinna í þessari viku. Heillalitur blátt eða biágrænt. VatnsberamerkiÖ (21. jan.—19. feb.): Þér mun loks- ins lánast að leysa vandamál, sem valdið hefur þér talsverðum áhyggjum undanfarið. Verður það fyrir tilstilli eins félaga þíns. Þér hættir talsvert til að hugsa of mikið um það,' hversu náunginn hefur það gott. Reyndu heldur að stuðla að því að þér líði sjálfum vel. FiskamerkiÖ (20. feb.—20. marz): Þú ert með ó- venjulegt áform á prjónunum, og telja stjörnurnar mjög ráðlegt að hrinda því i framkvæmd, en þú skalt umfram allt varast öll smáatriði. Vikan verð- ur annars afar rómantísk, og margt ungt fólk, sem fætt er undir fiskamerkinu, kynnist lífsförunaut sínum. Þú eignast nýtt áhugamál í vikunni, en hætt er við að þú missir skjótt áhugann á Því. Heillatala 5.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.