Vikan


Vikan - 27.10.1960, Blaðsíða 29

Vikan - 27.10.1960, Blaðsíða 29
Seiður valdsins Pramhald af bls. 13. ManngerÖ valdsins metur sannleiks- ást, list, guðsótta og síSgæSi, en hvar sem þessi mæti þrengja aS heniii í valdabaráttunni, verSa þau aS þolta. Fyrir sjónum hennar stendtlr eitt mæti öllum ofar og Seiðii* haiia til sirt með ómótstæði- iegum töfrum: mæti valdsins. Þá er skamiiit til þeirrar freistingar að „fórna sanivizku Og sáí“ á altari þesáa kröfiiharða guðs; Völd og hamirigjá; í fijótu bragði niætti ætía; áð það væri manngerð valdsins nsegi- Íeg harriingja að njóta valds sins — líkt Og listamanninUm að rauri- háefa fegurðarliugsjón síria i lista- verki. En samlíkingiri á aðeins rið hálfu leyti við hamingju. Mikilí listamaður getur verið raunalega óhamingjusamur. Miklu fremur á það þó við um manngerð valdsiris. Hversu hreinræktuð sem hún kann að vera, skynjar hún þó ekki að- eins það lífssvið, sem heillar hana sterkast. Valdhafinn þráir vináttu og trúnað, hina hlýju einlægni, sem rikir milli óbrotinna manna. Hann þráir aðdáun og þakklæti fyrir afrek sín, sem lionum finnst hann leggja sem fórn á altari þess lýðs, sem hann raunverulega kúgar. Þessarar mannlegu hamingju má hann oft sakna. Jafnvel samlierjar hans gæta varúðar i viðskiptum \við hann, og lotning þeirra á sér oftast rætur í óttanum. í stað ein- Jægni mætir hann tortryggni, enda er honum tamast að endurgjalda það hugarfar. Þvi næðir kalt um hann, þó að sól frægðarinnar hvelf- ;its yfir honum. En kuldann leggur líka frá hans .eigin innri geig. í huga hans leyn- ist ískaldur grunur, að svartigaldur valdsins veiti honum ekki þau tök ;á torræðum og óþjálum öflum sam- félagsþróunarinnar, sem hann liugðist beita þjóð sinni til farsæld- ar og sinni eigin sál til endurlausn- ar frá kaupmála valdsins. Milli tveggja elda Framhald af bls. 15. með tilliti til þeirrar hispurslausu skoðunar sem hann hefir látið í Ijós við mig, er varla hægt annað en óttast þá áhættu, að lionum kunni að detta i hug að reyna að koma sinni hræðilegu fyrirætlun svo að segja i framkvæmd, einmitt meðan yðar tign er viðs fjarri. Ég var ekki kominn lengra en þetta, þegar hans tign þaut upp úr sæti sinu og faðmaði mig að sér, meðan hann jós yfir mig gullhömr- unum. — Ég þakka yður af öllu hjarta fyrir þenna vott um hollustu yðar og vináttu! hrópaði hann. — Það er alveg nauðsynlegt að yðar tign geri vissar ráðstafanir og takmarlcanir, áður en þér farið, mælti ég alvarlega. Landsstjórinn baðaði út hönd- unum. — Hvað i ósköpunum á ég að gera? æpti hann. Ekki get ég sett vörð um svefnherbergi konu minn- ar. Slikt gæfi bara orðrómnum byr undir vængi, og yki auðmýkjandi glósur um mig, meðal þjónustuliðs- ins. Ekki get ég tekið þenna bölvað- an Giaglotti fastan, þar jsem hann .— ViS áttum ekki von á neinum nesti í kvöld. hefir ekkert af sér brotið, enn sem komið er, og engar sannanir hægt að lcggja á borðið um fyrirætlanir hans. — Ég skal taka persónulega að mér, að vernda húsfreyju yðar, með- an þér eruð fjarverandi! mælti ég hægri og þungri röddu, um lcið og ég horfði fast i augu landsstjórans. — Ég og ritari minn, ungfrú Lane; auðvitað, bætti ég við. Ég á við að við gætum ... Nú stökk landsstjórinn aftur upp úr stólnum og sparaði ekki lofs- ýfðiri. — Þér eruð sriillíriguf, herra Fournier! iiróþaði hann. Áuðvítað er þetta hið eina sem við getum gert! Húrra! Löfaður sé Allali!! Þéf ög ungfrú Larie söfið báðar riíetrirriar sem ég er fjafvefandi, i svefnher- bergi konu minnar, það var hrein- asta snjallræði. Ungfrú Lane ... lim ... hrrmirim ... er íiún ekki ástmey yðar, eða hvað? OÞér elskíð hana og hún elskar yður, er ekki svo? Þér skiljið, annars væri þetta allsendis óhugsandi! — Jú, svaraði ég. Við elskum hvort annað. Umfram allt i veröld- inni. Þér getið verið alveg rólegur. — Ég er fullkomlega rólegur, sagði landsstjórinn og glotti ibygg- inn. Ungfrú Lane er mér örugg trygging fyrir því, að allt verði eins og það á að vera, herra Fournier. Þér megið vera vissir um AÐ ÉG ÞEKKI KVENFÓLKIÐ! Ég ætla þegar í stað að gefa skipun um að tvær rekkjur verði fluttar inn í svefnherbergi konu minnar. Eða — kannski að ein sé nóg? — Ein er áreiðanlega nóg, yðar tign! svaraði ég. Að kvöldi sama dags lagði hans tign, Brakító Lombardínó, af stað i einni af einkaflugvélum sínum. Frú Lomhardinó liafði áður verið skýrt frá breytingum þeim er fyrirskip- aðar höfðu verið. Hafði henni verið sagt, að um bráðabirgðaráðstafanir væri að ræða, vegna aðkallandi við- gerða i gestaherbergjum þeim, er við Patrisia bjuggum í. Þá var Patrisía auðvitað eftir. Frá minni hendi gat ekki verið um nein- ar brellur að ræða úr þessu. Svo sem eins og að losa sig við hana úr fé- lagsskapnum. Landsstjórinn hafði njósnara á hverjum fingri. Það gat orðið mér dýrt spaug að vanmeta skarpskyggni hans. Eins og ég vænti að lesandinn skilji, hellti Patrisía yfir mig and- mælum, þegar hún komst að öllu bramboltinu. Þetta er skipun, sagði ég. Skýlaus skipun frá landsstjóra. Ef við ekki högum okkur samkvæmt henni, getum við beðið að heilsa heim. Ég verð hundskammaður, þú kannski eitthvað ennjiá verra. Olíu- samningarnir fara til helvítis. Loks lét Patrisía undan, því hvað sem um hana má segja, þá kunni hún vel að virða staðreyndir. — En jiú verður að lofa mér því, að taka ekki upp á neinni vitleysu, þegar við erum háttuð, sagði hún. Ég heimta skilyrðislaust, að þú hafir stjórn á þér. Þessu lofaði ég statt og stöðugt, Klukkan tíu um kvöldið, komum við inn i liið allra lielgasta, til frú Lombardínó. Herbergið var einn draumur úr silki, góbelini og guð- vef. Sjálf var frúin háttuð. Hún var klædd frönskum náttfötum, afar dýrmætijm, en gegnum jiau mátti greina hið dásrimlega vaxtarlag hennar í öllum shláatfíðum. í karlmannlegu stoltí rilínu taldi ég mér trú um að hún hefðí valið sér þennan klæðnað vegna mín. Nú, jæja, Patrisia var reyndar eins og hreinasta draumadis lika, í töfrandi kjól úr gagnsæju næloni. Sjálfur hafði ég lengi verið að velja um, hverju ég skyldi klæðast, en tók að lokum náttföt úr svörtu silki.- Frú Lombardínó leit út fyrir að vera i bezta skapi. Mér kom allt í einu til hugar, að hún biði þessarar útafbreytni frá hversdagsleikanum, með ákefð og eftirvæntingu . . . Hin konunglega viðhafnarrekkja hennar var allt að þrera, metrum á breidd, jiví tók ég eftir, mér til mik- illar ánægju. — Frú, tók ég til máls. Með yðar leyfi ætla ég að stinga upp á þvi, að við ungfrú Patrisía sofum einnig í yðar rúmi í nótt. Eins og þér sjáið er hún alveg nógu stór fyrir jirennt. Auk þess finnst mér þessi prjóna- sokk (hér benti ég á aukarúmið) allsendis ófullnægjandi fyrir tvennt. — Já, algjörlega, sagði Patrisía með áherzhi. Vitanlega, anzaði frú Lombardinó. Hér, nóg rúm fyrir okkur þrjú. — Þar sem hjartarúm er, jiar er einnig . . . sagði ég, en þá leit Pat- risia stranglega til mfn svo ég beit sundur setninguna. ÉG STING UPP Á, AÐ ÉG SOFI Á MILLI YKKAR, dömur mínar. Síðan lagðist ég í mitt rúmið, þrátt fyrir bersýnilega óánægju lijá Patrisíu, það varð að fara sem fara vildi. Þarna lágum við, tvær dásamlegar konur og svo ég, undir glæsilegum sængurhimni með örsmáum, gyllt- um englum, sem blésu i lúðra. Frúin rétti út hönd sína, birtan dvínaði og ljósið dó. Svefnherbergið var lijúpað niðamyrkri hitabeltislandanna. Blærinn hvíslaði i krónum pálma- trjánna úti fyrir, og langt í fjarska ómuðu húmsöngvar hinna innfæddu við undirleik ukulelanna. Ég heyrði andardrátt beggja minna yndislegu rekkjunauta, ég fann meir að segja ylinn frá líkama þeirra. Fjarstæða kringumstæðnanna liélt mér vak- andi, — glaðvakandi. Ég hafði þó — að langmestu leyti — náð takmarki því er ég stefndi að. Ég rétti höndina frá mér, þreífaðí. Frú I.ombardinó tók hana, lirýsti hana og klappaði. Ég lagði af stað ineð hana í svolitla rannsóknarför. Og liún gerði ýmsar skemmtilegar uppgötvanir, hitti fyrir sér hina og Jiessa hugljúfa áningarstaði. Frú Lombardínó andaði æði- liungt. Ástríðan sauð í minum synd- uga líkama. Ég beið þess í liálfa klukkustund, að Patrisía sofnaði fyrir víst. Alltaf þyngdist andardráttur frú Lombar- dínó. Ég lá kyrr og hlustaði. Nú hlaut Patrisía að vera sofnuð fyrir góðri stundu. Hægt og undurvarlega. renndi ég mér yfir í faðm Lombar- dínó, fann hvernig liún læsti fingr- unum um hnakka minn, saug að mér ilm hennar og hlýjan andardrátt. — O-o-o-óh! Þú ert ómótstæðileg- ur, hvíslaði hún með aridköfum. Já, víst var ég ómótstæðilegur, og ekki nóg með Jiað, heldur varð ég ómótstæðilegri með hverju andar- taki. Á því augnabliki sem ég var allra ómótstæðilegastur, fékk ég postu- línslampa beint í höfuðið — frá ung- frú Patrisíu Lane. Og að svo búnu var ég dreginn vægðarlaust, úr him- insænginni. Eftir fimm minútur eða svo, rankaði ég við mér i herbergi Patrisiu — Jirunginn unaði, Jireytu og — undrun. Herrar niínir og frúr, hún Patrisía var engin frostrós, þeg- ar til kom. Ég hafði leyst gátuna ... VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.