Vikan


Vikan - 27.10.1960, Blaðsíða 2

Vikan - 27.10.1960, Blaðsíða 2
Hvenær eiga hettuúlpur við? # Vandræði í húsgagnamálum # Samúð með bófunurn # Eru Bandarikjamenn verstir? ENN UM EGIL. Kæra Vika. Þakka þér fyrir aldarspegilinn nm Egil Tliorarensen. Hann er einhver sá bezti, sem ég hef lesið og þó hafa þeir margir verið góðir. Er það leyndarmál, hver skrifaði greinina? Ól. Pálss. Ójá, það mun rétt vera, að það sé leyndar- mál. Vikan, Rvk. Ég liafði alltaf heyrt, að Egill í Sigtúnum væri yfirgangsseggur og stórbokki. Þess vegna hafði ég gaman af því að lesa, að aðrar hliðar væru líka til á honum og þær miklu skemmti- legri. Hafið þökk fyrir. Björn að baki Kára. Kæra Vika. Jarlinn í Sigtúnum var góður hjá ykkur, en fannst ykkur ekki full hástemmd klausan eftir Jónas Jónsson i restina. Það fannst mér. Virðingarfyllst, Þóroddur. HETTUÚLPUR Á FRUMSÝNINGU. Kæra Vika. Ég er kannski pjöttuð og gamaldags, en ég kann illa við þegar fólk er. ósmekklega klætt — að mér finnst —■ við hátíðleg tækifæri. Ég er ekki í neinum vafa um að siðbuxur eru hent- ugasti klæðnaður fyrir kvenfólk, en þær eiga ekki allstaðar við; sama er að segja um rokk- buxur unglinganna, er eru ákaflega hentugar hversdagslega og í ferðalög. Og loks eru það hettuúlpurnar, einhver mesta framför i klæða- burði hér á landi, bæði í illviðri og í ferða- lögum — en þær geta að sjálfsögðu aldrei orðið neinn samkvæmisklæðnaður, ekki heldur til þess ætlaður. Nú er það svo, að þegar fólk fer í samkvæmisklæðnað, á það að vera smekklega búið, yzt sem innst. Það gildir líka um yfir- hafnirnar. Þess vegna tel ég það ákaflega óvið- kunnanlegt þegar fólk mætir við hátíðleg tæki- færi, eins og til dæmis frumsýningar, í hettu- úlpum utan yfir samkvæmiskjólum eða kjól- fötum, en það á sér stað. Þótt farið sé úr yfir- höfnunum frammi við, og þær skildar þar eftir, breytir það ekki neinu. Fólk á að komast i hátíðarstemmingu strax frammi í anddyrinu, en til þess eru hettuúlpurnar ekki sem heppi- legastar. Vinsamlegast, Snobbuð. Þetta er líka sjónarmið. Ég sé samt ekkert athugavert við að fólk komi í hettuúlpum á frumsýningu, eða á staði, þar sem eitthvað hátíðlegt er á ferðinni, en því aðeins að fólk geti farið úr þeim áður en það kemur á sjálf- an hátíðarstaðinn, til dæmis frammi í and- dyrinu; það finnst mér ekki geta sært smekk neins — það er að segja þegar „úlpuveður“ er úti fyrir, því að ekki koma allir akandi í bíl. Aftur á móti get ég ekki fellt mig við hettuúlpurnar við jarðarfarir, hvorki í kirkju, þar sem flest fólk situr í yfirhöfnunum, eða í kirkjugarðinum. Þetta er sennilega gamall fordómur, og eflaust eru þeir margir, sein ekkert hafa við þetta að athuga — þeirra á meðal þeir, sem verið er að kveðja. DÝRT AÐ ELTA HÚSGAGNATÍZKUNA. Kæra Vika. Veiztu það, að það eru að skapast hreinustu vandræði hérna í húsgagnamálum. Tizkan breytist svo ört, að það er lífsins ómögulegt fyrir fóllc, þótt það hafi sæmilegar tekjur, að fylgjast með henni, sérstaklega vegna þess að hin húsgögnin verða einskis virði um leið og tízkan breytist. Ef vel ætti að vera, þyrfti hver fjölskylda, sem vill fylgjast sæmilega með, að skipta um liúsgögn árlega, en það er dýrt spaug eins og gefur að skilja þegar svo þarf að breyta um málningu og ýmislegt annað innanhúss í ofanálag, svo að það falli í stíl við húsgögnin. Ég veit að mörg heimili eru í hreinustu vandræð- um út af þessu, og margar konur reyna að kom- ast hjá þvi að liafa nokkur boð heima, bára vegna þess að heimilið hefur ekki efni á að skipta- um húsgögn eftir tizkunni, en svo eru önnur heimili, þar sem alltaf er skipt um. Hvað á að gera I þessu máli? Og hvernig á maður að koma gömlu húsgögnunum í verð? Með beztu kveðjum. Óhamingjusöm húsmóðir. Með Straub silkigljái og áferðarfegurð Með Straub mjúkar og eðlilegar bylgjur Með Straub fylgir túpa af hinu viðurkennda Strauboo - shampoo Þetta er vitanlega alvarlegt vandamál — sennilega eitt af þeim torleystustu, sem þjóð- in á nú við að stríða. I svipinn dettur mér sú lausn helzt í hug, að við reyndum að komast í samband við eitthvert af hinum ný- stofnuðu Afríkuríkjum; það er ekki að vita nema íbúar þeirra væru fáanlegir — svona fyrst í stað — til að kaupa ársgömul hús- gögn, og gæti þá eflaust orðið talsvert út- flutnings af þeim héðan, slagaði kannski hátt upp í skreiðina, og þar með yrði þetta álitleg gjaldeyrislind. Eflaust yrði líka hægt að koma því þannig fyrir þegar skriður væri lcominn á þennan útflutning, að útflytjend- urnir nytu einhverra styrkja, og þá ætti þetta líka að geta orðið nokkur tekjulind fvrir væntanlega útflytjendur eða útflytjendasam- bönd, kannski yrði það beinlínis gróðavegur

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.