Vikan


Vikan - 27.10.1960, Blaðsíða 3

Vikan - 27.10.1960, Blaðsíða 3
með tímanum að skipta um húsgögn árlega, eða jafnvel á sex mánaða fresti. Þetta ætti að minnsta kosti að vera athugandi. ER VERIÐ AÐ RÆKTA GRIMMD OG GLÆPA- EÐLI MEÐ UNGLINGUNUM? v Kæra Vika. Mér ofbýður oft og tíðum að fylgjast með látæði barna og unglinga í kvikmyndahúsum. Þegar verið er að sýna þar það, sem kallað mun vera „bófahazar" eða eitthvað þessliáttar, er eins og unglingarnir skipi sér alltaf í lióp- inn með bófunum, og fagnaðarlæti þeirra, óp og öskur, keyrir um þverbak þegar bófinn sýnir sem mesta grimmd og fremur glæpina. Ég er oft að hugsa um hvort þarna sé ekki í rauninni verið að rækta grimmd og glæpaeðli með ungl- ingunum. Og hvaða eftirlit er eiginlega haft með kvikmyndunum, og hvað þarf að gerast í þeim, svo að þær séu ekki taldar sýningarhæfar fyrir börn? Virðingarfyllst. Jón. G. Halldórsson. Það mun ekki nýtt viðhorf eða eingöngu bundið við börn og unglinga, að bófarnir njóti meiri hylli og samúðar en þjónar rétt- vísinnar. Ef það viðhorf hefði ekki verið Pósturinn fyrir hendi þegar íslendingasögurnar voru skrifaðar, mundi Grettis saga áreiðanlega hafa orðið önnur en hún er, svo dæmi sé nefnt. Og einmitt vegna þess hve þetta við- horf er flestum meðfætt, og hve mjög þess gætir hjá þeim, sem yngri eru, ber að vanda sem bezt bæði það lestrarefni og kvikmyndir, sem þeim er ætlað, en á því virðist nokkur brestur. Kvikmyndaeftirlit mun starfandi hér, en hvernig það vinnur eða eftir hvaða regl- um það vinnur, veit ég ekki. Hitt vita allir að kvikmyndirnar hafa meiri áhrif á ungl- inganna en flest annað. ERU ÞAÐ SVIK VIÐ ÞJÓÐERNIÐ AÐ GIFTAST ÚTLENDINGUM? Iiæri póstur. Nú er hafður hérna i frammi svo mikill áróð- ur gegn Bandaríkjamönnum, að hver stúlka, sem er eitthvað í slagtogi við þá, er beinlinis brennimerkt hjá því fólki, sem telur það köllun sína að vernda íslenzkt þjóðerni. En það er svo einkennilegt, að þetta sama fólk sýnist ekki hafa neitt við það að athuga þótt stúlkur séu með öðrum útlendingum, alveg eins og því fyigi engin hætta fyrir jíjóðernið. Hvernig er það til dæmis með stúlkur, sem eru með Þjóðverjum eða Englendingum og giftast þeim? Er það ekki alveg sama og að giftast Bandaríkjamanni? Hvað segir þetta fólk um það? Við eigum þó í deilum við Englendinga, og það er ekki langt siðan að Þjóðverjar voru ekki sérlega hátt upp skrifaðir. Það er mikið af útlendingum liérna öðrum en Bandaríkjamönnum, og þeir leita áreiðanlega lags við islenzkt kvenfólk ekki síð- ur en Bandarikjamenn. Er það þá eittlivað sér- stakt sem gerir ,að það er svo mikil svivirða fyrir islenzkt kvenfólk að kynnast Bandaríkja- mönnum, og svik við þjóðernið að giftast þeim? Virðingarfyllst. Ein gift íslendingi. Við látum aðra um að svara þessum spurn- ingum. Ekki þar fyrir að við höfum ekki okkar skoðun á málinu, en það er ekki nema gott að hver og einn geri þetta upp við sjálf- an sig. Hleypidómar og ofstæki er alltaf til tjóns hve góður sem málstaðurinn kann að vera. Og kynni íslenzkra kvenna annars veg- ar og erlendra karlmanna hins vcgar, geta — sem betur fer — verið með svo mörgu móti, að það væri næsta ranglátt að fella einn dóm í því máli, sem ætti að teljast al- gildur fyrir alla. Glæsilegasta verðlaunakeppni Yiknnnar íram tii þessa byrjar í næsla blaði. Yerðlaunin eru íerð fyrir tvo til \ew Yo.rk og heim aítur - ásamt uppihaldi þar í viku. Yerðmæti vinn- ingsins: kr. It0.000.oo. - keppnin stendur yfir í sex blöðum. Fylgist með frá byrjun. * VIICAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.