Vikan


Vikan - 27.10.1960, Blaðsíða 19

Vikan - 27.10.1960, Blaðsíða 19
Sophia Loren hefur nú yfirgefið Ítalíu fyrir fullt og allt að því er virðist, enda hefur hún ekki yfir atvinnuleysinu að kvarta hjá þeim í Hollyvvood. Það er með hana eins og marga aðra fræga kvikmyndaleikara, að hún hefur staðgengil, sem kemur frarn, þegar þurfa þykir, svo aðalleikarinn þreyti sig ekki um of. Stúlkan á meðfylgjandi mynd hefur orðið fyrir valinu sem staðgengill Sophiu Loren. Hún heitir Scilla Gabel og er lika frá Ítalíu eins og Sophia. En hún fékk aldrei tæki- færi til þess að sýna listir sínar á annan hátt en sem staðgengill Sophiu, enda þótt hún hefði dágóða hæfileika. Það var alltaf sama svarið: Hún var of lík hinni heimsfrægu stjörnu. Scilla sá að við svo búið mátti ekki standa og lét gera ein- hverjar breytingar á nefinu á sér og líkist nú ekki Sophiu eins mikið. Og nú hefur hún fengið tækifæri sem sjálfstæð listakona og leikur i Tarzan-mynd á móti Gordon Scott. Þetta er London — snemma morguns og hér höfum viff fólk á förnum vegi í niffaþoku. Þaff er auðséö, aff sumir eru lieldur daufir í dálkinn, sem vonlegt er svona snemma dags — þeir byrja nefnilega snemma daginn í Englandi og mceta stundvíslega í vinn- una þrátt fyrir þokuna. Myndin er tekin á einni af brúnum yfir Thamesá og tveggja hæffa strætis- vagnarnir eru trofffullir af fólki. Allir eru á leiff til vinnu og dagurinn byrjar á nákvæmlega sama hátt og flestir affr- ir dagar á árinu, þegar þokan er grá og hvers- dagsleikinn ennþá grárri. En Bretinn heldur sálar- rónni, virffuleikanum og festunni, hvort sem þaff er sólskin effa svarta- þöka. Þaff eru ósköp fáir glafflegir í þessum hópi og enn fcerri hlæjandi — en ætli þaff sé ekki eitt- livaff svipaff hér hjá okk- ur þegar fólkiO tínist út iir Vogahraffferöinni og Sólvallabílnum um átta- leytiö á gráum haust- morgni. r I Las Vegas Marianne Stenmann átti heima í Vesterás í Svíþjóð. Það er friðsæll bær og þar býr rólegt og vinnusamt fólk og skemmtanalífið þar er ekki með neinum sérstökum hlóma. Ekki neitt ámóta við París eða Kaupmanna- höfn. Að ekki sé talað um Las Vegas, evðimerknrhorg’na í Bandaríkiunum. sem hvggð er utsn um skemmtistaði og l'Ifir á því að skemmta ríku að- Marianne Stenmann er vel vaxin stúlha — óvanalega vel vaxin og lag- leg þar að auki. Hún frétti um gullin mvintvri sænskra stiílkna, sem fóru til MUanó til hess að skemmta gest- um á næturkhíbbum — og mæltist heldur illa fvrir í Svíbióð. Marianne fannst hún ekki hafa not fyrir lín- urnar heima í Vesterás; hún fór að heiman með hóni ungra stúlkna. Þær fóru hvorki til Kaupmannahafnar eða Parísar — þær fóru alla leið til Las Vegas, þar sem dagurinn er nótt og nótt er vinnutími Þar sem götuljósin blika, bjartari og marglitari en víð- ast annars staðar og hótel og nætur- klúbbar standa hlið við hlið, heilar götur í gegn. Marianne er ennþá i Las Vegas -—■ og önnur til af Þeim sænsku. Hinar eru allar farnar heim. Það reyndist þreytandi til lengdar að snúa við nóttu og degi. Að sitja til borðs með drykkjurútum næturlangt og fá þá til þess a'ð drekka meira. Marianne er líka uppgefin og ætlar heim. Kannske heim til Vester&s, þar sem lífið gengur sinn rólega gang og menn vinna á daginn. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.