Vikan


Vikan - 27.10.1960, Blaðsíða 17

Vikan - 27.10.1960, Blaðsíða 17
I. fisknr í ofni m/ tómötum. %kg fiskur, 3, tómatar, smjörbitar, stein- selja eða dill, ltesk. salt, rifinn laukur. Ágætt er a'ð hræra smjörið með örlitlu sinnepi. Ofan á fiskinn er tómötunum raðað ásamt smjöri, salti, lauki og steinselju, sem stráð er yf- ir. Sé mótið ekki með loki, er alúmúniumpappir lagður yfir og festur á brúnir mótsins. Soðið er í um 15 min. Með þessum rétti er ágætt að hafa soðnar kartöflur ásamt grænkáls- eða spínatjafningi. Ath. í staðinn fyrir tómata er ágætt að hafa tómatkraft (um 1 dl). Fiskréttir í ofni Hér koma nokkrir auðveldir fiskréttir í ofni, útbúnir með mismunandi bragðefnum, og gefst með þvi tilbreyting i daglega fæðu. Fiskurinn er flakaður, skorinn í liæfileg stykki og þeim raðað í eldtraust mót eða ofn- skúffu. Nota má frosinn fisk, og þarf hann ekki að vera þiðnaður. II. Fiskur soðinn í ofni. Ofan á fiskinn er stráð salti (um 1 tesk. í kg), sitrónusafi, smjörbitar og ofurlitið vatn látið yfir, soðið 15—20 min. Betra er að hafa lok á mótinu . Borðið með hrærðum kartöfl- um eða soðnum og hráu salati, ef vill. III. Fiskur steiktur i ofni. 1 kg fiskur, 1 tsk. salt, 1 lítill laukur, 1—2 msk. brauðmylsna, 1—2 msk. rifinn ostur, 2 msk. smjörliki. Borðað með soðnum eða hráum kartöflum og hráu salati. Það mikilvægasta við vinnudaginn er það að slappa af dá- litla stund. Þetta er haft eftir sálfræðing- um og gildir lika um sem ekki vinnur úti. Það ætti að vera sjálfsagður hlutur, að frítimar húsmóður- inpar séu virtir, og börnin ættu að vera vanin á það frá því að þau eru litil. Bezt er að taka sér þessa smáhvíld rétt áður en börnin koma heim úr skólanum eða af barnaheimilinu. Yngri börn, sem eru heima allan daginn, er hægt að venja á að söfa á eftirmiðdaginn, þegar mamma hvilir sig. Munið þið það svo, að það er ekki endilega nauðsynlegt að leggjast til að hvíla sig. Það er ágætt að sitja i góðum stól með fæt- urna uppi og hlusta á lágt stillta hljómlist eða lesa dagblöðin. Yið nýju tízkuna vekur það helzt athygli, hve látlaus hún er. Hvert smáatriði er fágað. Heildarsvipur- inn er jafn og tignarlegur. Varan- legur glæsileiki er fólginn í því, sem er óaðfinnanlegt. Þetta virðast vera einkunnarorð tízkunnar í ár. Sniðin eru mjög einföld og leyfa flestum línum að njóta sín á mjög „raffíner- aðan“ hátt. Efnin eru fín og vönd- uð og litasamsetningar mjög í hófi. Flestir litirnir eru mildir og dökkir, og það er alls ekki ömurlegt, heldur þvert á móti mjög glæsilegt. Aðal- liturinn er, eins og áður segir, brúnt, brúnt í hlýjum „sétteringum“, allt frá nougat-brúnu niður f dökk- súkkulaðibrúnt og gulllitað. Fjólu- blátt og lillablátt er einnig mjög í tízku. Svart og brúnt er mikið haft saman og oft með hvítu líka, — sérstaklega falleg samsetning. Hvít- ur litur er einnig algengur, bæði á dag- og kvöldklæðnaði. Efri partur kjóla er venjulega víður og nær nið- ur fyrir mitti, en pilsið aftur á móti er þröngt. Stórar peysur og þröng pils eru líka enn þá í tízku. Stórbrotin, köflótt kdpa; kaflarnir eru Ijósgulbrúnir og rendurnar brúnar. Flrmarnar eru mjög sérstakar og mikið í tízku. Hinn sérkennilegi liatt- ur er í sama lit og kaflarnir. Brmarn- ar ná ekki niður. Dökksúkkulaði- brún dragt úr Shetlandsull með víðum jakka. Upp- slög á ermum og kraga eru úr base- brúnu, köflóttu flanneli. Blússan er úr sama efni. Takiö eftir sídd- inni á jakkanum. Kápur, sem hægt er aö snúa viö, eru mjög algengar þetta áriö. Þessi er græn aö utan, en brúnköflótt aö innan. Dragtin er eins köflótt. ÞiÖ sjáiö aö hálsmáliö er rúnnaö eins og nú tíökast mest. Kjóll úr hvitu mohair-efni. Káp- an er úr nougat- lituöu kasmír-mo- hair og fóöruö aö innan meö hvítu mohair-efni, því sama og í kjólnum. Kápunni er, eins og sjá má, hægt aö snúa viö. Þröngt pils og skemmtilega víö blússa. TakiÖ eft- ir því, aö blúss- unni er hneppt meö manchettu- hnöppum. Dragtin er brún-svart og Ijósröndótt ofin úr kambgarni. Olívugræn, glæsi- leg dragt meö hlé- baröaskinni á krag- anum. Kraginn er annars alveg nýtt fyrirbrigöi, nokk- urs konar gjörö í kringum hálsinn. Dragtin er meö bélti, eins og nú tíökast mest. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.