Vikan


Vikan - 27.10.1960, Blaðsíða 18

Vikan - 27.10.1960, Blaðsíða 18
IS forts. Það fegursta í Róm Áreynslulaust svífur hún eftir brautinni, jafn- vægið er öruggt, mýkt og kraftur einkennir allar hennar hreyfingar og svipbrigði sjást ekki á antl- iitinu. ASeins bros og merki um áhuga fvrir skemmtilegum leik. Takið eftir handleggjunum; þeir eru afslappaðir eins og ekkert sé um að vera. Hún heitir Wilma Rudolph og er negri frá Randaríkjunum. Það er sagt, að hún hafi fyrst fariS að ganga sjö ára út af beinkröm. Það er ekki gott aS segja, hvort það er satt, cn þaS skiptir •kki máli. Það eru margar furðusögur sagðar af 'rægum íþróttamönnum, sein áttu aS hafa verið algjörlega lamaðir. Það sem máli skiptir er það, að Wilma Rudolph er fljótasta kona í heimi og hað svo af ber. Margir fréttaritarar íþróttablaða hrósuðu henni meira en nokkrum öðrum keppanda á Olympíuleikunum. Rune Moberg skrifaði i sænska 'haðið S: „Það var opinberun að sjá hana og hún skyggði á alla aðra. Og að hugsa sér timann, sem hún náSi svo til éreynslulaust. Þeir hafa oft ekki hetri tíma á sænska meistaramót- inu, sem eru af sterkara kyninu. Þó var það kannske ekki tíminn, sem hreif, heldur manneskjan sjálf. Hún var eins og guðamynd úr íbenholtviði, gædd anda frá guði vindanna. Þegar hún leið eftir brautinni, var liún eins og (trottning í fasi, en hinar, sem voru marga metra á eftir henni streyttust svo andlit þeirra af- skræmdist. Hún var það fegursta sem ég sá i Róm.“ - Og það Ijótasta Venjulega þykir n.ikil unan að horfa á hindrunarhlaup á hestum. ítalir ætluðust líka til þess, þegar þeir lögðu brautina í Róm. En þeim sást yfir einn hlut í ráðagerðunum um hið glæsta hindrunar- hlaup og hann var sá, að allt er bezt í hófi og líka hindranir fyrir veðhlaupagæðinga. Þær voru svo erfiðar, að blessaðar skepnurnar réðu ekki við þær og hlaupið varð sorgarleikur í stað fallegrar keppni. Meira að segja viðbjóðslegur sorgarleikur og margir töldu það hið ljótasta, sem fram fór í Róm. Hestarnir féllu ofan í grafir og festust í aur. Knaparnir, blindaðir af æsing keppninnar, reyndu allt hvað þeir gátu að koma þeim á fæturna og upp úr gröfunum, en oft árangurslítið. Og Það sem verra var; Þessar aðfarir voru oft mjög ljótar. Svipum var beitt án miskunnar og högg látin riða Marga hesta varð að aflífa Þar sem þeir lágu og hjá nokkrum varð endirinn sá, að þeir sátu grátandi yfir dauðum gæðingum sínum. SlsS 1 ■ : ■ 1B VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.