Fréttablaðið - 30.11.2009, Page 6
6 30. nóvember 2009 MÁNUDAGUR
eftir Lionel Bart
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
EINN VINSÆLASTI SÖNGLEIKUR
ALLRA TÍMA. FRUMSÝNING 26. DES.
1.500 kr.
3.300 kr.
3.000 kr.
7.500 kr.
GJAFAKORT ÞJÓÐLEIKHÚSSINS
Á EINSTÖKU TILBOÐSVERÐI TIL JÓLA!
Er jólaundirbúningur hafinn á
þínu heimili?
JÁ 58,7%
NEI 41,3%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Styður þú áform ríkisstjórn-
arinnar um afnám sjómanna-
afsláttarins?
Segðu þína skoðun á visir.is
AP, ÍRAN Stjórnvöld í Teheran sam-
þykktu í gær áætlun um að koma
á fót tíu kjarnorkuverum í Íran.
Tilkynningin kemur í kjölfar sam-
þykktar nefndar Alþjóðlegu kjarn-
orkumálastofnunarinnar frá því
á föstudag, en þá var þess krafist
að öllum framkvæmdum við verk-
smiðju til auðgunar úrans, nærri
hinnar heilögu borgar Qom, yrði
hætt.
Ríkisstjórnin samþykkti að fram-
kvæmdir skyldu hafnar á fimm
stöðum sem alþjóðasamfélagið hafði
áður kannað. Þar að auki yrðu verk-
smiðjur reistar á fimm nýjum stöð-
um. Verksmiðjurnar yrðu af sömu
stærð og sú sem er þegar tekin til
starfa í Natanz. Þar eru nú um 8.600
skilvindur til auðgunar úrans, um
4.000 þeirra eru þegar í gangi.
Fulltrúar Alþjóða kjarnorku-
málastofnunarinnar vildu ekki
gefa frá sér yfirlýsingu í gær og
formlegra viðbragða Bandaríkja-
stjórnar er enn beðið. Fulltrúi
stjórnvalda sagði þó við alþjóð-
legu fréttaveituna Associate Press,
að áætlanirnar væru enn eitt brot
Íransstjórnar á samþykktum
alþjóðasamfélagsins. Íranir hefðu
skuldbundið sig til að hætta öllum
framkvæmdum við verksmiðjur til
auðgunar úrans.
„Það er enn möguleiki á því að
írönsk stjórnvöld taki höndum
saman með alþjóðasamfélaginu, ef
þau kjósa svo að gera,“ sagði emb-
ættismaðurinn, sem vildi ekki láta
nafns síns getið þar sem formlegr-
ar yfirlýsingar var beðið.
Í verksmiðjunum er úrangas sett
í skilvindur til að hreinsa það. Það
er kælt niður og til verður eldsneyti
fyrir kjarnakljúfa. Með því segist
Íransstjórn ætla að framleiða 20
þúsund megavött af orku. Sé úran-
ið auðgað enn frekar er hægt að
nota það til að búa til kjarnaodda.
Í samþykkt Alþjóða kjarnorku-
málastofnunarinnar frá því á
föstudag var friðsamur tilgangur
Írana með framleiðslunni dreginn
í efa og alvarlegum áhyggjum yfir
því að ætlunin væri að framleiða
sprengjur lýst yfir.
Forseti Írans, Mahmoud Ahmad-
inejad, tilkynnti ríkisstjórninni að
koma þyrfti upp hálfri milljón skil-
vinda í verksmiðjunum til að hægt
yrði að framleiða 250 til 300 tonn
af eldsneyti árlega.
kolbeinn@frettabladid.is
Tíu kjarnorkuver á
teikniborðinu í Íran
Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt um áætlun um byggingu tíu nýrra kjarnorku-
vera. Bandaríkjamenn segja það skýrt brot á alþjóðlegum samþykktum. Talið
er að um viðbrögð við samþykktum alþjóðasamfélagsins fyrir helgi sé að ræða.
FUNDAÐ UM KJARNORKU Utanríkisráðherra Írans, Manoucherh Mottaki, fundaði með rússneska orkumálaráðherranum, Sergei
Shmatko, í Teheran í gær. Rússar hafa lofað Írönum stuðningi til að ljúka fyrsta kjarnorkuverinu sem á að taka til starfa snemma á
næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FERÐAIÐNAÐUR Meðlimir nýstofn-
aðra Samtaka um fuglatengda
ferðaþjónustu telja mikla mögu-
leika á þessu sviði hérlendis. „Með
samtökunum er ætlunin að koma
Íslandi almennilega á kortið hjá
erlendum fuglaskoðurum sem
áfangastað til fuglaskoðunar,“
segir Hrafn Svavarsson, formað-
ur nýju samtakanna, í Útherja,
blaði Útflutningsráðs Íslands. Þar
kemur einnig fram að sex íslensk
félög og fyrirtæki hafi nýlega sótt
árlega ráðstefnu fuglaskoðun-
armanna í Englandi til að vekja
athygli á einstæðum möguleikum
á Íslandi. Þá segir að um tuttugu
milljónir Bandaríkjamanna fari
árlega í fuglaskoðunarferðir. - gar
Ný samtök reyna að efla ferðaþjónustu fyrir tugi milljóna fuglaáhugamanna:
Ísland á kort fuglaskoðunar
HAFÖRN Konungur íslenskra fugla er
tilkomumikil sjón. Hér sést haförn í fangi
Hildibrands Bjarnasonar á Bjarnarhöfn.
MYND/RÓBERT A. STEFÁNSSON
FÉLAGSMÁL Atvinnulaust fólk getur
misst bótarétt hafni það störfum
sem bjóðast í tvígang verði nýtt
frumvarp um breytingu á lögum
um atvinnuleysistryggingar að
lögum. Frumvarpið hefur verið
samþykkt í ríkisstjórn og verður
lagt fram á Alþingi í dag.
Helsta breytingin felst í því að
fólk sem hafnar vinnu í fyrsta
skipti mun missa bætur í tvo mán-
uði. Hafni það vinnu öðru sinni
mun það missa allan bótarétt, og
ekki öðlast hann á ný fyrr en það
hefur verið í launaðri vinnu í sex
mánuði, segir Árni Páll Árnason
félagsmálaráðherra.
Einnig verða gerðar breytingar
á bótum sem fólk getur fengið sé
það ekki í fullu starfi. Ekki verð-
ur hægt að fá hlutabætur nema
starfsskerðing nái 20 prósent-
um, en auk þess verður hámarks-
greiðsla rúmlega 521 þúsund
krónur. Það þýðir að sé einstakl-
ingur með 500 þúsund króna laun
fyrir 50 prósenta starfshlutfall
fær hann í mesta lagi um 21 þús-
und krónur í atvinnuleysisbætur
til viðbótar.
Með þessum breytingum er ætl-
unin að spara um 800 milljónir
króna á fyrri helmingi næsta árs,
segir Árni Páll. Þeirri upphæð á
að verja í ný vinnumarkaðsúrræði
fyrir ungt fólk. - bj
Ríkisstjórnin samþykkir frumvarp um hertar reglur um atvinnuleysisbætur:
Fólk missir bótarétt hafni það vinnu
ÚRRÆÐI Árni Páll Árnason félagsmála-
ráðherra segir það fé sem sparist fara í
ný vinnumarkaðsúrræði fyrir ungt fólk.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ALÞINGI Sigríður Ingibjörg Inga-
dóttir, þingmaður Samfylkingar-
innar, hefur óskað eftir að lagðir
verði fram á Alþingi listar yfir það
fólk sem skilanefndir gömlu bank-
anna og nýju ríkisbankarnir hafa
skipað í stjórnir fyrirtækja sem
hafa verið yfirtekin.
Þingmaðurinn biður um að fram
komi í hvaða stjórnir bankar og
skilanefndir hafi skipað og hverj-
ir séu stjórnarmenn og stjórnar-
formenn í umboði banka og skila-
nefnda. Einnig hvort bankar og
skilanefndir hafi sett sér reglur
um hvernig skipa eigi í stjórnir af
þessu tagi og hvort þær reglur taki
þá mið af jafnréttislögum. - pg
Bankar og skilanefndir:
Vill upplýsingar
um stjórnendur
KJÖRKASSINN