Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.11.2009, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 30.11.2009, Qupperneq 14
14 30. nóvember 2009 MÁNUDAGUR Þín undirskrift skiptir máli! Farðu á www.isci.is Mænan er ráðgáta – en saman getum við leyst hana. Skrifum öll undir samnorræna áskorun til WHO um að láta til sín taka. Norðurlöndin skora á WHO! SKRÚÐGANGA Skrúðganga stórversl- unarinnar Macy´s í Bandaríkjunum fór fram fyrir helgi, eins og alltaf á þakk- argjörðarhátíðinni. Risastórir strumpar tóku þátt í skrúðgöngunni að þessu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ATHAFNAVIKA Valdís Steinarsdóttir hlaut fyrstu verðlaun í hugmynda- samkeppni framhaldsskólanna Snilldarlausn - Marel sem haldin var samhliða Alþjóðlegu athafna- vikunni í þarsíðustu viku. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í menntamálaráðuneytinu á fimmtudag. Þátttakendur í keppninni áttu að auka virði hlutar sem ekkert kost- aði, taka virðisaukninguna upp á myndband og senda inn á netsíðu keppninnar. Myndböndin þóttu afar haganlega gerð og má sjá þau bæði á síðu Snilldarlausna og á YouTube. Hluturinn var herðatré og bjó Steinunn til svokallað „Gítar tré“ úr því. Á tréð má setja gítar og hægt að hengja hann upp hvort heldur er á vegg eða inn í skáp. Verðlaunaféð nemur eitt hundrað þúsund krónum. Þeir Ari Páll Ísberg og Elís Rafn Björnsson fengu verðlaun fyrir frumlegustu hugmyndina en Kristinn Pálsson fyrir flottasta myndbandið sem sýndi hvernig virði herðatrésins var aukið. Þetta var fyrsta skiptið sem keppnin var haldin og bárust svo hugmyndaríkar lausnir að dóm- nefnd átti erfitt með að úrskurða um sigurvegarann, samkvæmt aðstandendum athafnavikunnar. Þá taldi dómnefnd vinningstil- lögurnar það góðar að þær kunni að fara í framleiðslu síðar meir með örlítilli fínpússun. - jab FRÁ AFHENDINGU VERÐLAUNA Valdís Steinarsdóttir ásamt öðrum vinnings- höfum og aðstandendum Alþjóðlegu athafnavikunnar. Valdís Steinarsdóttir hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndakeppni framhaldsskólanna: Bjó til ókeypis tré fyrir gítara LJÓSIN TENDRUÐ Oslóartréð eftir að kveikt var á ljósum þess í fyrsta sinn. LÚÐRASVEITIN HEILLAR Þessir krakkar horfðu spenntir á félaga úr Lúðrasveit Reykjavíkur spila vel valin jólalög. HLÝJA Í KULDANUM Margir yljuðu sér með kaffi eða heitu súkkulaði í kuldanum á Austurvelli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VEL BÚIN Þessi unga stúlka fylgdist með athöfninni á Austur- velli. Auglýsingasími – Mest lesið FÓLK Ljós voru tendruð á Oslóartrénu við Aust- urvöll við hátíðlega athöfn í gær, fyrsta sunnu- dag í aðventu. Fjöldi fólks var á Austurvelli þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri Reykja- víkur, tók við trénu af Aud Kvalbein, varaborgar- stjóra Oslóar. Líkt og undanfarin þrjú ár prýðir jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra tréð auk hinna hefðbundnu ljósa. Vöruhönnuðurinn Hrafnkell Birgisson hannaði óróann Ketkrók í ár og rithöf- undurinn Gerður Kristný orti kvæði sem fylgir honum og frumflutti það við athöfnina í gær. Jóla- óróinn er seldur í desember til styrktar æfinga- stöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, þar sem umfangsmesta sjúkra- og iðjuþjálfun barna á land- inu fer fram. - þeb Oslóartréð tendrað Fjöldi fólks fylgdist með því þegar ljós voru tendruð á Oslóartrénu á Austurvelli í gær. Jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra prýðir tréð auk ljósanna í ár. JÓLASVEINAR Í BÆNUM Þrír hressir jólasveinar heilsuðu upp á börnin á Austurvelli þegar kveikt hafði verið á ljósum trésins. UTANRÍKISMÁL Samtök hernaðar- andstæðinga vilja að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslendinga að Atlantshafsbanda- laginu. Samtökin ályktuðu þess efnis á landsráðstefnu um helgina. Í ályktuninni segir að þjóð- in hafi aldrei verið spurð með beinum hætti um afstöðu sína til aðildarinnar. Nató hafi á síðustu misserum „varpað grímunni og kemur nú fram sem hreinræktað árásarbandalag“. Samtökin skora á Alþingi að halda slíka kosningu samhliða sveitarstjórnarkosning- um, kosningu til stjórnlagaþings eða mögulegum kosningum um aðild að Evrópusambandinu. - kóp Hernaðarandstæðingar: Vilja Nató fyrir þjóðaratkvæði

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.